Skert rýmisgreind Guðmundur Andri Thorsson skrifar 15. maí 2017 07:00 Þegar ég kom frá útlöndum um daginn fór ég að hugsa um „skerta rýmisgreind“. Það er víst ein af þessum nýmóðins greiningum og einhvern tímann skildist mér að hún ætti vel við mig.Víðáttu-vitlausSkert rýmisgreind ku ekki síst lýsa sér í óvenju bágborinni ratvísi, sem er svo sannarlega af skornum skammti hjá mér, ég er algjör rati; ég er beinlínis víðáttu-vitlaus. Ég þekki engin fjöll, kann engin örnefni, er ættleri miðað við afa minn Indriða sem gat ungur smali ratað heim í niðaþoku með því að þreifa á steinum og finna jökulrispur sem hjálpuðu honum að átta sig – sem minnir okkur á alla þá eiginleika sem við höfum glatað með því að gerast borgarmenni. Borgin: Ég hef ráfað um Þingholtin fullkomlega ráðvilltur í leit að Grundarstíg; ég hef lent í Efsta-Breiðholti á leið í Árbæ, verið kominn langleiðina til Akureyrar á leið í Stykkishólm; ekið um Kópavoginn úrkula vonar um að finna nokkru sinni leiðina út úr því martraðarkennda völundarhúsi og þar fram eftir nákvæmlega eins götunum. Maður á náttúrlega aldrei að gera eigin galla að allsherjarreglu, og engum skal ég ætla að vera jafn víðáttu-vitlaus og ég. En – því er ekki að neita að stundum hefur það hvarflað að mér hvort skert rýmisgreind í vægum og víðum skilningi sé útbreiddari hér á landi en til dæmis í Japan eða bara Danmörku: það er að segja, einhvers konar ónæmi á umhverfi sitt, skortur á næmi fyrir rýminu í kring, kannski eiginleiki sem vex fram hjá fólki sem vanist hefur því að hafa nóg pláss. Veldur kannski skert rýmisgreind því að Íslendingar gefa ekki stefnuljós – ekki einu sinni þeir sem eru í innri hring á hringtorgi? Veldur skert rýmisgreind íslenskri raðamenningu? Ræður hún för þegar teiknuð eru og reist hús hér á landi? Og umhverfi skipulagt?Dautt barrtréÉg fór sem sé að hugsa um þetta þegar ég kom frá útlöndum á dögunum, snemma morguns eftir langt næturflug í þröngum sætum, þröngu rými. Kalt rokið reif í mann og þyrlaði upp hugsunum sem lúrðu neðst í hugskoti; þetta var grár sandbruðnings-svarri og þegar maður var kominn upp í flugrútuna skynjaði maður umhverfi sitt með augum heimalningsins sem skerpast fyrsta hálftímann eftir lendingu en dofna svo hægt og rólega. Það sveið í morgunsárinu og skilningarvitin voru næm og í smástund beið ég spenntur eftir því sem kynni að blasa við þyrstum augum mínum. Það fyrsta sem ég sá af landinu mínu fagra þegar rútan var lögð af stað frá Keflavíkurflugvelli var dautt barrtré. Það stóð þarna í grámanum og næðingnum, „illa rætt og undarlega sett“ eins og váboði. Eins og tákn. Ég velti fyrir mér hver hefði haft fyrir því að pota niður svona tré á svo fráleitum stað þar sem það átti svo augljóslega ekki heima. Og hver hugsunin á bak við svo einkennilegt framtak gæti eiginlega verið. Ég velti því líka fyrir mér af hverju enginn fjarlægði tréð. Ákvað svo að sennilega væri þetta nokkurs konar minnisvarði um skerta rýmisgreind; fullkomið ónæmi á umhverfi og náttúru. Ég fann til feginleika þegar komið var í Hafnarfjörðinn, þennan fallega og hlýlega bæ, þar sem að vísu hafa verið sett niður í Hraununum hús sem virðast byggð af mönnum með formskyn á við fjögurra ára börn – með skerta rýmisgrein. Þau hús vitna eins og svo margt á Íslandi um einhvers konar andúð á fegurðinni, uppreisn gegn hlutföllunum án þess að sérstök hugsun búi að baki önnur en sú hugmynd að ljótleiki vitni um látleysi og praktískan þankagang. Þetta virðist vera kennt í verkfræðideildunum sem útskrifa mennina sem einkum fá að reisa hús hér á landi, en er meinloka. Hið ljóta er ekki ódýrara en hið fagra; bara ljótara. Fegurðin er ekki óþörf: hún er frumþörf. Og þegar ljótleiki verður allsráðandi í byggingum húsa dregur mannlífið dám af því; það verður ljótt. Kaldar og gráar og svartar kassabyggingar eru eins og ljótt krass í sjóndeildarhringinn. Þegar maður á þess kost að sjá Esjuna, Akrafjall og Skarðsheiði en fær bara slíkt krass – þá jafngildir það mannréttindabroti.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ég kom frá útlöndum um daginn fór ég að hugsa um „skerta rýmisgreind“. Það er víst ein af þessum nýmóðins greiningum og einhvern tímann skildist mér að hún ætti vel við mig.Víðáttu-vitlausSkert rýmisgreind ku ekki síst lýsa sér í óvenju bágborinni ratvísi, sem er svo sannarlega af skornum skammti hjá mér, ég er algjör rati; ég er beinlínis víðáttu-vitlaus. Ég þekki engin fjöll, kann engin örnefni, er ættleri miðað við afa minn Indriða sem gat ungur smali ratað heim í niðaþoku með því að þreifa á steinum og finna jökulrispur sem hjálpuðu honum að átta sig – sem minnir okkur á alla þá eiginleika sem við höfum glatað með því að gerast borgarmenni. Borgin: Ég hef ráfað um Þingholtin fullkomlega ráðvilltur í leit að Grundarstíg; ég hef lent í Efsta-Breiðholti á leið í Árbæ, verið kominn langleiðina til Akureyrar á leið í Stykkishólm; ekið um Kópavoginn úrkula vonar um að finna nokkru sinni leiðina út úr því martraðarkennda völundarhúsi og þar fram eftir nákvæmlega eins götunum. Maður á náttúrlega aldrei að gera eigin galla að allsherjarreglu, og engum skal ég ætla að vera jafn víðáttu-vitlaus og ég. En – því er ekki að neita að stundum hefur það hvarflað að mér hvort skert rýmisgreind í vægum og víðum skilningi sé útbreiddari hér á landi en til dæmis í Japan eða bara Danmörku: það er að segja, einhvers konar ónæmi á umhverfi sitt, skortur á næmi fyrir rýminu í kring, kannski eiginleiki sem vex fram hjá fólki sem vanist hefur því að hafa nóg pláss. Veldur kannski skert rýmisgreind því að Íslendingar gefa ekki stefnuljós – ekki einu sinni þeir sem eru í innri hring á hringtorgi? Veldur skert rýmisgreind íslenskri raðamenningu? Ræður hún för þegar teiknuð eru og reist hús hér á landi? Og umhverfi skipulagt?Dautt barrtréÉg fór sem sé að hugsa um þetta þegar ég kom frá útlöndum á dögunum, snemma morguns eftir langt næturflug í þröngum sætum, þröngu rými. Kalt rokið reif í mann og þyrlaði upp hugsunum sem lúrðu neðst í hugskoti; þetta var grár sandbruðnings-svarri og þegar maður var kominn upp í flugrútuna skynjaði maður umhverfi sitt með augum heimalningsins sem skerpast fyrsta hálftímann eftir lendingu en dofna svo hægt og rólega. Það sveið í morgunsárinu og skilningarvitin voru næm og í smástund beið ég spenntur eftir því sem kynni að blasa við þyrstum augum mínum. Það fyrsta sem ég sá af landinu mínu fagra þegar rútan var lögð af stað frá Keflavíkurflugvelli var dautt barrtré. Það stóð þarna í grámanum og næðingnum, „illa rætt og undarlega sett“ eins og váboði. Eins og tákn. Ég velti fyrir mér hver hefði haft fyrir því að pota niður svona tré á svo fráleitum stað þar sem það átti svo augljóslega ekki heima. Og hver hugsunin á bak við svo einkennilegt framtak gæti eiginlega verið. Ég velti því líka fyrir mér af hverju enginn fjarlægði tréð. Ákvað svo að sennilega væri þetta nokkurs konar minnisvarði um skerta rýmisgreind; fullkomið ónæmi á umhverfi og náttúru. Ég fann til feginleika þegar komið var í Hafnarfjörðinn, þennan fallega og hlýlega bæ, þar sem að vísu hafa verið sett niður í Hraununum hús sem virðast byggð af mönnum með formskyn á við fjögurra ára börn – með skerta rýmisgrein. Þau hús vitna eins og svo margt á Íslandi um einhvers konar andúð á fegurðinni, uppreisn gegn hlutföllunum án þess að sérstök hugsun búi að baki önnur en sú hugmynd að ljótleiki vitni um látleysi og praktískan þankagang. Þetta virðist vera kennt í verkfræðideildunum sem útskrifa mennina sem einkum fá að reisa hús hér á landi, en er meinloka. Hið ljóta er ekki ódýrara en hið fagra; bara ljótara. Fegurðin er ekki óþörf: hún er frumþörf. Og þegar ljótleiki verður allsráðandi í byggingum húsa dregur mannlífið dám af því; það verður ljótt. Kaldar og gráar og svartar kassabyggingar eru eins og ljótt krass í sjóndeildarhringinn. Þegar maður á þess kost að sjá Esjuna, Akrafjall og Skarðsheiði en fær bara slíkt krass – þá jafngildir það mannréttindabroti.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun