Einkareknir fjölmiðlar í mun verri stöðu en áður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. maí 2017 06:00 Mjög hefur þrengt að einkareknum fjölmiðlum á undanförnum árum. vísir/ernir Full ástæða er til að skoða stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í kjölfar gjörbreytts rekstrarumhverfis fjölmiðla. Þetta telja ráðherra og fyrrverandi útvarpsstjóri. Mjög hefur þrengt að einkareknum fjölmiðlum á undanförnum árum. Munar þar miklu um aukna samkeppni frá erlendum fjöl- og samfélagsmiðlum og þá er reglulega rætt um þátt RÚV. Samkeppnin hefur tekið sinn toll en á dögunum stöðvaðist útgáfa Fréttatímans og þá standa Pressan og DV afar höllum fæti. „Ég taldi rétt að takmarka hlut RÚV á auglýsingamarkaði en það naut ekki stuðnings á sínum tíma og hlaut ekki brautargengi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þorgerður segir að það sé mikilvægt að hafa fjölbreytta flóru frjálsra fjölmiðla og þeir lifi ekki af án þess að hafa aðgang að auglýsingafjármagni. „Yfirburðastaða RÚV er mikil eins og staðan er í dag. Ég tel að það sé ekki óeðlilegt að gera þá kröfu, líkt og á Norðurlöndunum, að ríkisfjölmiðlar séu ekki á auglýsingamarkaði. Þá tel ég einnig rétt að auka fjármagn til heimilda- og sjónvarpsmyndasjóðsins,“ segir Þorgerður. „Það liggur alveg ljóst fyrir að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur stórversnað síðustu ár og við sjáum þess ýmis merki hér,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ríkisútvarpsstjóri. Bendir Páll meðal annars á að fjarskiptafyrirtæki hafi tekið yfir ljósvakamiðla og að fjölmiðlafyrirtæki í hinum sígilda skilningi séu á undanhaldi. Hlutur afþreyingarmiðla sé nú meiri, oft á kostnað hefðbundinna fréttamiðla. „Nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla á að skila af sér á næstunni og í framhaldi af því er óhjákvæmilegt að ræða stöðuna á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Bæði hvernig þeim einkareknu reiðir af og samhliða því að skoða stöðu RÚV enda tengjast þessir þættir,“ segir Páll. „Ég ætla hins vegar að geyma stærri yfirlýsingar þar til skýrslan liggur fyrir.“ Páll vísar þarna til nefndar sem Illugi Gunnarsson skipaði á síðasta ári en áætlað er að hún skili af sér um næstu mánaðamót. „Ein af meginstoðum lýðræðisins eru frjálsir, óháðir fjölmiðlar og þessi þróun er hættuleg því. Því var lagt í þessa vinnu,“ segir Illugi. Ekki náðist í Kristján Þór Júlíusson, ráðherra mennta- og menningarmála, við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill þverpólitíska nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla Illugi Gunnarsson hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um að stofnuð verði þverpólitísk nefnd um málefni fjölmiðla. 20. september 2016 15:55 Pressan fékk lán en ekki hlutafé Fjárfestar sem ætluðu að taka þátt í hlutafjáraukningu Pressunnar hafa dregið sig til baka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Full ástæða er til að skoða stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í kjölfar gjörbreytts rekstrarumhverfis fjölmiðla. Þetta telja ráðherra og fyrrverandi útvarpsstjóri. Mjög hefur þrengt að einkareknum fjölmiðlum á undanförnum árum. Munar þar miklu um aukna samkeppni frá erlendum fjöl- og samfélagsmiðlum og þá er reglulega rætt um þátt RÚV. Samkeppnin hefur tekið sinn toll en á dögunum stöðvaðist útgáfa Fréttatímans og þá standa Pressan og DV afar höllum fæti. „Ég taldi rétt að takmarka hlut RÚV á auglýsingamarkaði en það naut ekki stuðnings á sínum tíma og hlaut ekki brautargengi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þorgerður segir að það sé mikilvægt að hafa fjölbreytta flóru frjálsra fjölmiðla og þeir lifi ekki af án þess að hafa aðgang að auglýsingafjármagni. „Yfirburðastaða RÚV er mikil eins og staðan er í dag. Ég tel að það sé ekki óeðlilegt að gera þá kröfu, líkt og á Norðurlöndunum, að ríkisfjölmiðlar séu ekki á auglýsingamarkaði. Þá tel ég einnig rétt að auka fjármagn til heimilda- og sjónvarpsmyndasjóðsins,“ segir Þorgerður. „Það liggur alveg ljóst fyrir að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur stórversnað síðustu ár og við sjáum þess ýmis merki hér,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ríkisútvarpsstjóri. Bendir Páll meðal annars á að fjarskiptafyrirtæki hafi tekið yfir ljósvakamiðla og að fjölmiðlafyrirtæki í hinum sígilda skilningi séu á undanhaldi. Hlutur afþreyingarmiðla sé nú meiri, oft á kostnað hefðbundinna fréttamiðla. „Nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla á að skila af sér á næstunni og í framhaldi af því er óhjákvæmilegt að ræða stöðuna á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Bæði hvernig þeim einkareknu reiðir af og samhliða því að skoða stöðu RÚV enda tengjast þessir þættir,“ segir Páll. „Ég ætla hins vegar að geyma stærri yfirlýsingar þar til skýrslan liggur fyrir.“ Páll vísar þarna til nefndar sem Illugi Gunnarsson skipaði á síðasta ári en áætlað er að hún skili af sér um næstu mánaðamót. „Ein af meginstoðum lýðræðisins eru frjálsir, óháðir fjölmiðlar og þessi þróun er hættuleg því. Því var lagt í þessa vinnu,“ segir Illugi. Ekki náðist í Kristján Þór Júlíusson, ráðherra mennta- og menningarmála, við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill þverpólitíska nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla Illugi Gunnarsson hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um að stofnuð verði þverpólitísk nefnd um málefni fjölmiðla. 20. september 2016 15:55 Pressan fékk lán en ekki hlutafé Fjárfestar sem ætluðu að taka þátt í hlutafjáraukningu Pressunnar hafa dregið sig til baka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Vill þverpólitíska nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla Illugi Gunnarsson hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um að stofnuð verði þverpólitísk nefnd um málefni fjölmiðla. 20. september 2016 15:55
Pressan fékk lán en ekki hlutafé Fjárfestar sem ætluðu að taka þátt í hlutafjáraukningu Pressunnar hafa dregið sig til baka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 13. maí 2017 07:00