Dapurlegur vesaldómur ríkisstjórnarinnar Ögmundur Jónasson skrifar 16. maí 2017 07:00 Nýlega festi erlendur auðmaður kaup á einni landmestu jörð á Íslandi, Grímsstöðum á Fjöllum, mestöllum hluta jarðarinnar í einkaeign. Sami aðili fer nú eins og ryksuga um Norð-Austurland, kaupandi hverja jörðina á fætur annarri, að eigin sögn til að verja og vernda jarðirnar fyrir ágangi. Í Kastljósi Sjónvarpsins fyrir nokkru vildi hann ekki upplýsa hvað yrði um jarðirnar eftir sinn dag en af óljósu svari hans mátti ráða að hann teldi að þá væru þær orðnar sjálfbærar sem atvinnurekstur fyrir laxveiðar. Með öðrum orðum, varla byrði á eigendum, þvert á móti arðvænleg eign.Auðmenn fjarlægja okkur landinu Þetta er vissulega þróun sem ekki er ný af nálinni en alltaf færumst við fjær því að „hinn almenni maður“ geti komist í laxveiðar á Íslandi. Eftirspurn auðmanna með fulla vasa fjár eftir því að renna fyrir lax á „ósnortnu“ Íslandi hefur séð fyrir því. Ekki færir það almenning nær landi sínu þegar eignarhaldið er komið út fyrir landsteinana. Og stöðugt berast fréttir af landakaupum erlendra auðmanna víðar á landinu og er fylgifiskurinn iðulega sá að þeir reyni að loka að sér.Vildu selja ríkinu en fengu aldrei svar Fram hefur komið að Grímsstaðamenn vildu helst selja ríkinu og á annað hundrað einstaklingar úr öllum stjórnmálaflokkum, öllum aldurshópum, frá öllum landshlutum, úr nánast öllum starfsstéttum, höfðu óskað eftir því að svo yrði gert. Þeir sem skrifuðu undir áskorun í þessa veru, voru hins vegar aldrei virtir svars og þegar Grímsstaðamönnum barst kauptilboð frá breska auðkýfingnum Radcliffe, sem endanlega keypti, var ríkisstjórnin enn á ný spurð hvort ríkið vildi kaupa. Ekkert svar! Þetta er ekki bara dónaskapur heldu líka dapurlegur vesaldómur.Einhliða umfjöllun í Kastljósi Í umræddum Kastljósþætti var aðdragandi málsins rakinn. Hvergi var minnst á áskorun til ríkisstjórnarinnar eða þingmál sem flutt höfðu verið í þá veru að sporna gegn uppkaupum auðmanna á landi! Lítillega var sagt frá því að sett hefði verið reglugerð á sínum tíma sem torveldað hefði þessi kaup en sú reglugerð hafi verið afnumin því hún hafi ekki þótt standast lög. Þetta er mikil einföldun!Vel ígrundaður málatilbúnaður Í upphafi árs 2013 þegar ég var innanríkisráðherra kynnti ég lagafrumvarp svo og reglugerð með það í huga að sporna gegn landakaupum erlendra auðmanna á Íslandi. Ég gerði mér fulla grein fyrir því að málið kynni að verða umdeilt, bæði hér innanlands og erlendis. Enda fór svo að eftirlitsstofnun ESA óskaði eftir greinargerð. Leitaði ég þess vegna til færustu sérfræðinga sem völ var á að vera til ráðgjafar um útfærslu á þeim ásetningi mínum að setja landakaupum skorður. Í frétt á vef innanríkisráðuneytisins 25. janúar 2013, þar sem kynnt var frumvarp að lagabreytingu sem tæki til landakaupa útlendinga utan sem innan EES annars vegar og hins vegar reglugerðarbreyting gagnvart EES borgurum, segir: „Í tengslum við þessar athuganir hefur innanríkisráðuneytið aflað tveggja álitsgerða, annars vegar frá Eyvindi G. Gunnarssyni, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Valgerði Sólnes lögfræðingi. Hins vegar frá Jens Hartig Danielsen, prófessor við lagadeild Háskólans í Árósum, og Stefáni Má Stefánssyni, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, en þar er fjallað sérstaklega um reglur EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga og fjárfestingu í fasteignum.“Ítarleg kynning Frumvarpið lagði ég síðan fram til kynningar á Alþingi – en reglugerðina undirritaði ég 17. apríl þegar hún hafði staðið til kynningar í nær þrjá mánuði. Ég taldi það vera lykilatriði að greinargerðir fræðimannanna kæmu fram við kynninguna svo hugsanlegum andmælendum gæfist kostur að taka upp málefnalega umræðu um hana. Eftirmaður minn í embætti, Hanna Birna Kristjánsdóttir, lét það verða eitt fyrsta verk sitt að afnema þessa reglugerð og hafði um hana þau orð að hún væri á gráu svæði. Það var allan tímann vitað sem áður segir, en engu að síður meiri líkur en minni að hún stæðist fullkomlega stranga lagaskoðun enda vel ígrunduð og að henni staðið á faglegan, opinn og lýðræðislegan hátt. Öðru máli gegndi þegar hún var afnumin án kynningar eða umræðu.Danir og Norðmenn vilja skorður við landakaupum Ýmsar þjóðir innan EES hafa viljað leita leiða til að sporna gegn uppkaupum auðmanna á jörðum, bæði innlendra og erlendra. Nefni ég þar Dani og Norðmenn sérstaklega. Sjálfur deili ég þessum sjónarmiðum og hef margoft fært opinberlega rök fyrir þeim. Ég gerði mér grein fyrir því að taka þyrfti á málinu á margþættan hátt en aðeins að hluta til heyrði það undir það ráðuneyti sem ég fór fyrir, innanríkisráðuneytið, og sneri þá einkum að kaupum útlendinga á landi.Sitja og góna á framvinduna Auk fyrrnefnds frumvarps og reglugerðar flutti ég því þingmál um ítarlega athugun á þessum málum og lagði til að reynt yrði að sporna gegn því að auðmenn gleyptu landið eins og nú er að gerast með ríkisstjórn og Alþingi á áhorfendapöllunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega festi erlendur auðmaður kaup á einni landmestu jörð á Íslandi, Grímsstöðum á Fjöllum, mestöllum hluta jarðarinnar í einkaeign. Sami aðili fer nú eins og ryksuga um Norð-Austurland, kaupandi hverja jörðina á fætur annarri, að eigin sögn til að verja og vernda jarðirnar fyrir ágangi. Í Kastljósi Sjónvarpsins fyrir nokkru vildi hann ekki upplýsa hvað yrði um jarðirnar eftir sinn dag en af óljósu svari hans mátti ráða að hann teldi að þá væru þær orðnar sjálfbærar sem atvinnurekstur fyrir laxveiðar. Með öðrum orðum, varla byrði á eigendum, þvert á móti arðvænleg eign.Auðmenn fjarlægja okkur landinu Þetta er vissulega þróun sem ekki er ný af nálinni en alltaf færumst við fjær því að „hinn almenni maður“ geti komist í laxveiðar á Íslandi. Eftirspurn auðmanna með fulla vasa fjár eftir því að renna fyrir lax á „ósnortnu“ Íslandi hefur séð fyrir því. Ekki færir það almenning nær landi sínu þegar eignarhaldið er komið út fyrir landsteinana. Og stöðugt berast fréttir af landakaupum erlendra auðmanna víðar á landinu og er fylgifiskurinn iðulega sá að þeir reyni að loka að sér.Vildu selja ríkinu en fengu aldrei svar Fram hefur komið að Grímsstaðamenn vildu helst selja ríkinu og á annað hundrað einstaklingar úr öllum stjórnmálaflokkum, öllum aldurshópum, frá öllum landshlutum, úr nánast öllum starfsstéttum, höfðu óskað eftir því að svo yrði gert. Þeir sem skrifuðu undir áskorun í þessa veru, voru hins vegar aldrei virtir svars og þegar Grímsstaðamönnum barst kauptilboð frá breska auðkýfingnum Radcliffe, sem endanlega keypti, var ríkisstjórnin enn á ný spurð hvort ríkið vildi kaupa. Ekkert svar! Þetta er ekki bara dónaskapur heldu líka dapurlegur vesaldómur.Einhliða umfjöllun í Kastljósi Í umræddum Kastljósþætti var aðdragandi málsins rakinn. Hvergi var minnst á áskorun til ríkisstjórnarinnar eða þingmál sem flutt höfðu verið í þá veru að sporna gegn uppkaupum auðmanna á landi! Lítillega var sagt frá því að sett hefði verið reglugerð á sínum tíma sem torveldað hefði þessi kaup en sú reglugerð hafi verið afnumin því hún hafi ekki þótt standast lög. Þetta er mikil einföldun!Vel ígrundaður málatilbúnaður Í upphafi árs 2013 þegar ég var innanríkisráðherra kynnti ég lagafrumvarp svo og reglugerð með það í huga að sporna gegn landakaupum erlendra auðmanna á Íslandi. Ég gerði mér fulla grein fyrir því að málið kynni að verða umdeilt, bæði hér innanlands og erlendis. Enda fór svo að eftirlitsstofnun ESA óskaði eftir greinargerð. Leitaði ég þess vegna til færustu sérfræðinga sem völ var á að vera til ráðgjafar um útfærslu á þeim ásetningi mínum að setja landakaupum skorður. Í frétt á vef innanríkisráðuneytisins 25. janúar 2013, þar sem kynnt var frumvarp að lagabreytingu sem tæki til landakaupa útlendinga utan sem innan EES annars vegar og hins vegar reglugerðarbreyting gagnvart EES borgurum, segir: „Í tengslum við þessar athuganir hefur innanríkisráðuneytið aflað tveggja álitsgerða, annars vegar frá Eyvindi G. Gunnarssyni, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Valgerði Sólnes lögfræðingi. Hins vegar frá Jens Hartig Danielsen, prófessor við lagadeild Háskólans í Árósum, og Stefáni Má Stefánssyni, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, en þar er fjallað sérstaklega um reglur EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga og fjárfestingu í fasteignum.“Ítarleg kynning Frumvarpið lagði ég síðan fram til kynningar á Alþingi – en reglugerðina undirritaði ég 17. apríl þegar hún hafði staðið til kynningar í nær þrjá mánuði. Ég taldi það vera lykilatriði að greinargerðir fræðimannanna kæmu fram við kynninguna svo hugsanlegum andmælendum gæfist kostur að taka upp málefnalega umræðu um hana. Eftirmaður minn í embætti, Hanna Birna Kristjánsdóttir, lét það verða eitt fyrsta verk sitt að afnema þessa reglugerð og hafði um hana þau orð að hún væri á gráu svæði. Það var allan tímann vitað sem áður segir, en engu að síður meiri líkur en minni að hún stæðist fullkomlega stranga lagaskoðun enda vel ígrunduð og að henni staðið á faglegan, opinn og lýðræðislegan hátt. Öðru máli gegndi þegar hún var afnumin án kynningar eða umræðu.Danir og Norðmenn vilja skorður við landakaupum Ýmsar þjóðir innan EES hafa viljað leita leiða til að sporna gegn uppkaupum auðmanna á jörðum, bæði innlendra og erlendra. Nefni ég þar Dani og Norðmenn sérstaklega. Sjálfur deili ég þessum sjónarmiðum og hef margoft fært opinberlega rök fyrir þeim. Ég gerði mér grein fyrir því að taka þyrfti á málinu á margþættan hátt en aðeins að hluta til heyrði það undir það ráðuneyti sem ég fór fyrir, innanríkisráðuneytið, og sneri þá einkum að kaupum útlendinga á landi.Sitja og góna á framvinduna Auk fyrrnefnds frumvarps og reglugerðar flutti ég því þingmál um ítarlega athugun á þessum málum og lagði til að reynt yrði að sporna gegn því að auðmenn gleyptu landið eins og nú er að gerast með ríkisstjórn og Alþingi á áhorfendapöllunum.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar