Segir leka hins opinbera vera vandamálið Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2017 16:50 H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. Vísir/AFP H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið „fullkomlega við hæfi“. Þá segir hann upplýsingarnar sem Trump tjáði Lavrov og sendiherra Rússlands ekki hafa grafið undan öryggi heimildarmanns bandamanns Bandaríkjanna né ógnað öryggi Bandaríkjanna. Þess í stað sagði hann að upplýsingalekar innan ríkisstjórnar og embættismannakerfis Bandaríkjanna væri ógn við öryggi ríkisins.McMaster neitað þó ekki fyrir það að forsetinn hefði sagt Rússunum frá upplýsingum sem hafi verið trúnaðarmál.Sjá einnig: Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, mun í kvöld fara fyrir þingnefnd Bandaríkjanna varðandi njósnamál. Samkvæmt AP fréttaveitunni munu þingmenn líklegast spyrja hann mikið út í samræður Trump og Lavrov og hvort hann hafi komið upp um heimildarmann um Íslamska ríkið. AP bendir einnig á að McMaster hafi sagt að allir þeir sem voru á fundi Trump og Lavrov hafi verið sammála um að samtal þeirra væri „fullkomlega við hæfi“. Hann mun hafa notað þetta orðatiltæki alls níu sinnum þegar hann ræddi við blaðamenn í dag. Evrópskir ráðamenn sögðu AP fyrr í dag atvikið gæti skaðað samstarf Bandaríkjanna við bandamenn sína varðandi njósnamál. Mögulega yrði hætt að deila upplýsingum með Bandaríkjunum. Þá sagði McMaster á blaðamannafundinum í dag að það væri hæpið að atvikið myndi hafa áhrif á samstarf Bandaríkjanna og annarra þjóða. Auk þess sagði hann að Donald Trump hefði ekki verið meðvitaður um hvaðan upplýsingarnar kæmu.McMaster: President Trump "wasn't even aware of where this information came from." pic.twitter.com/nph2PeNTF1— BuzzFeed News (@BuzzFeedNews) May 16, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið „fullkomlega við hæfi“. Þá segir hann upplýsingarnar sem Trump tjáði Lavrov og sendiherra Rússlands ekki hafa grafið undan öryggi heimildarmanns bandamanns Bandaríkjanna né ógnað öryggi Bandaríkjanna. Þess í stað sagði hann að upplýsingalekar innan ríkisstjórnar og embættismannakerfis Bandaríkjanna væri ógn við öryggi ríkisins.McMaster neitað þó ekki fyrir það að forsetinn hefði sagt Rússunum frá upplýsingum sem hafi verið trúnaðarmál.Sjá einnig: Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, mun í kvöld fara fyrir þingnefnd Bandaríkjanna varðandi njósnamál. Samkvæmt AP fréttaveitunni munu þingmenn líklegast spyrja hann mikið út í samræður Trump og Lavrov og hvort hann hafi komið upp um heimildarmann um Íslamska ríkið. AP bendir einnig á að McMaster hafi sagt að allir þeir sem voru á fundi Trump og Lavrov hafi verið sammála um að samtal þeirra væri „fullkomlega við hæfi“. Hann mun hafa notað þetta orðatiltæki alls níu sinnum þegar hann ræddi við blaðamenn í dag. Evrópskir ráðamenn sögðu AP fyrr í dag atvikið gæti skaðað samstarf Bandaríkjanna við bandamenn sína varðandi njósnamál. Mögulega yrði hætt að deila upplýsingum með Bandaríkjunum. Þá sagði McMaster á blaðamannafundinum í dag að það væri hæpið að atvikið myndi hafa áhrif á samstarf Bandaríkjanna og annarra þjóða. Auk þess sagði hann að Donald Trump hefði ekki verið meðvitaður um hvaðan upplýsingarnar kæmu.McMaster: President Trump "wasn't even aware of where this information came from." pic.twitter.com/nph2PeNTF1— BuzzFeed News (@BuzzFeedNews) May 16, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59