Samgönguráðherra segir gagnrýni byggða á villandi talnaleikfimi Svavar Hávarðsson skrifar 17. maí 2017 07:00 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitamálaráðherra, lætur skoða kosti veggjalda til að að ráðast í stórframkvæmdir. vísir/vilhelm „Sú gagnrýni er vægast sagt villandi,“ segir Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, spurður um þá kröfu að ríkið veiti öllum tekjum ríkisins af skattheimtu af bílum og umferð til samgöngubóta, í stað þess að fjármagna einstakar framkvæmdir með veggjöldum. „Einhverjir aðilar sem gagnrýnt hafa það að aðeins hluti tekna ríkisins í formi skatta af bílum og umferð renni til uppbyggingar vegakerfisins, reikna samtölu yfir öll gjöld og skatta sem lagðir eru á bifreiðaeigendur, samtals um 70 milljarða króna. Þar með eru talin vörugjöld og virðisaukaskattur af kaupum á nýjum bílum, eldsneyti og varahlutum. Upphæðin er mun hærri en samtala þeirra skatta og gjalda sem innheimt eru af akstri bifreiða og er slíkur samanburður því alls ekki sanngjarn að mínu mati,“ segir Jón. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær er að störfum starfshópur samgönguráðherra sem er að greina hvernig umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu verði best háttað. Á þessu ári sé fjárveiting til nýframkvæmda á öllu landinu um ellefu milljarðar króna. Á sama tíma er starfshópurinn að vega og meta samgöngubætur sem eru af stærðargráðunni 100 milljarðar. Í skriflegu svari Jóns við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að þessar samgöngubætur verði ekki kláraðar í nánustu framtíð vegna kostnaðar og vill Jón því láta kanna aðkomu einkaaðila og veggjöld til að flýta framkvæmdum. „Í þessu samhengi má líka halda því til haga að samfélagið ber ýmsan annan kostnað af ökutækjum en útgjöld til vegamála. Umferðarslys eru til dæmis talin til mestu álagsvalda á heilbrigðiskerfið. Aukið umferðaröryggi er einmitt ein þeirra jákvæðu afleiðinga sem stórbættar samgöngur út frá höfuðborgarsvæðinu munu leiða af sér og er sannarlega samfélagslegur ábati. Um það ættum við að geta verið sammála,“ segir Jón. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
„Sú gagnrýni er vægast sagt villandi,“ segir Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, spurður um þá kröfu að ríkið veiti öllum tekjum ríkisins af skattheimtu af bílum og umferð til samgöngubóta, í stað þess að fjármagna einstakar framkvæmdir með veggjöldum. „Einhverjir aðilar sem gagnrýnt hafa það að aðeins hluti tekna ríkisins í formi skatta af bílum og umferð renni til uppbyggingar vegakerfisins, reikna samtölu yfir öll gjöld og skatta sem lagðir eru á bifreiðaeigendur, samtals um 70 milljarða króna. Þar með eru talin vörugjöld og virðisaukaskattur af kaupum á nýjum bílum, eldsneyti og varahlutum. Upphæðin er mun hærri en samtala þeirra skatta og gjalda sem innheimt eru af akstri bifreiða og er slíkur samanburður því alls ekki sanngjarn að mínu mati,“ segir Jón. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær er að störfum starfshópur samgönguráðherra sem er að greina hvernig umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu verði best háttað. Á þessu ári sé fjárveiting til nýframkvæmda á öllu landinu um ellefu milljarðar króna. Á sama tíma er starfshópurinn að vega og meta samgöngubætur sem eru af stærðargráðunni 100 milljarðar. Í skriflegu svari Jóns við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að þessar samgöngubætur verði ekki kláraðar í nánustu framtíð vegna kostnaðar og vill Jón því láta kanna aðkomu einkaaðila og veggjöld til að flýta framkvæmdum. „Í þessu samhengi má líka halda því til haga að samfélagið ber ýmsan annan kostnað af ökutækjum en útgjöld til vegamála. Umferðarslys eru til dæmis talin til mestu álagsvalda á heilbrigðiskerfið. Aukið umferðaröryggi er einmitt ein þeirra jákvæðu afleiðinga sem stórbættar samgöngur út frá höfuðborgarsvæðinu munu leiða af sér og er sannarlega samfélagslegur ábati. Um það ættum við að geta verið sammála,“ segir Jón.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00