Hávær köll um opinbera rannsókn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. maí 2017 07:00 Trump var íhugull að loknum fundi sínum með Erdogan. vísir/epa Bandarískir þingmenn pressa mjög á Donald Trump, forseta landsins, að útskýra hvers vegna hann deildi trúnaðarupplýsingum með sendiherra og utanríkisráðherra Rússlands á fundi í Hvíta húsinu í liðinni viku. Sagt var frá því í fyrradag að forsetinn hefði rætt hluti á fundinum sem bundnir hefðu verið trúnaði. Það er fátt lagalega sem aftrar forsetanum frá því að segja það sem honum sýnist. Í þessu tilfelli hafði hins vegar sérstaklega verið farið fram á það að upplýsingunum yrði ekki deilt. Hins vegar er óttast að trúnaðarrofið gæti haft þau áhrif að bandamenn Bandaríkjanna veigri sér við að deila upplýsingum með þeim. Þegar fréttirnar komu fram hafnaði H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, því að forsetinn hefði gert nokkuð slíkt. Síðar meir dró hann í land en hélt því þó til streitu að samskipti forsetans hefðu verið „fullkomlega við hæfi“. Upplýsingarnar vörðuðu málefni tengd Íslamska ríkinu og flugöryggi. Heimildir bandarískra blaða herma að heimildarmaðurinn sé ísraelskur. Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki tjá sig. „Sem forseti vildi ég deila þessum upplýsingum með Rússum og ég hef fullkominn rétt til þess,“ tísti Donald Trump eftir að fréttaflutningur af málinu hófst. Sagði hann að mannúðarástæður byggju þar að baki og að hann vildi að Rússar tækju sig á í baráttunni gegn ISIS og hryðjuverkum. Þingmenn, bæði úr röðum Demókrata og Repúblíkana, þó aðallega úr fyrrnefnda flokknum, hafa kallað eftir því að afrit af því sem fór fram á fundinum verði gerð opinber. Þá hafa einhverjir kallað eftir opinberri rannsókn á málinu. Þá var upplýst um það í gær að Trump hefði beðið James Comey, hinn nýrekna forstjóra FBI, um að hætta rannsókn á máli Michaels Flynn, fyrrverandi ráðgjafa Trumps í þjóðaröryggismálum. Þetta kom fram í minnisblaði Comey eftir fund hans með Trump í febrúar. Á meðan á öllu þessu stóð tók Donald Trump á móti Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í Hvíta húsinu. Helsta umræðuefnið á fundinum var nýlega vopnasending Bandaríkjanna til YPG, hersveita Kúrda í Sýrlandi. Þá ítrekaði Erdogan bón sína um að Bandaríkin framseldu klerkinn Fethullah Gulen til Tyrklands. Forsetinn grunar klerkinn um að hafa staðið á bak við valdaránstilraunina í Tyrklandi í fyrrasumar. „Við styðjum Tyrki í baráttunni gegn ISIS og PKK og ábyrgjumst að þau samtök eigi hvergi skjól,“ sagði Trump. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45 Segir leka hins opinbera vera vandamálið Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og utanríkisráðherra Rússlands í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið "fullkomlega við hæfi“. 16. maí 2017 16:50 Erdogan hreinsar til í tveimur ráðuneytum Tyrknesk stjórnvöld hafa fyrirskipað að 85 starfsmenn í ráðuneytum orkumála og menntamála skuli handteknir. 16. maí 2017 15:37 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Bandarískir þingmenn pressa mjög á Donald Trump, forseta landsins, að útskýra hvers vegna hann deildi trúnaðarupplýsingum með sendiherra og utanríkisráðherra Rússlands á fundi í Hvíta húsinu í liðinni viku. Sagt var frá því í fyrradag að forsetinn hefði rætt hluti á fundinum sem bundnir hefðu verið trúnaði. Það er fátt lagalega sem aftrar forsetanum frá því að segja það sem honum sýnist. Í þessu tilfelli hafði hins vegar sérstaklega verið farið fram á það að upplýsingunum yrði ekki deilt. Hins vegar er óttast að trúnaðarrofið gæti haft þau áhrif að bandamenn Bandaríkjanna veigri sér við að deila upplýsingum með þeim. Þegar fréttirnar komu fram hafnaði H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, því að forsetinn hefði gert nokkuð slíkt. Síðar meir dró hann í land en hélt því þó til streitu að samskipti forsetans hefðu verið „fullkomlega við hæfi“. Upplýsingarnar vörðuðu málefni tengd Íslamska ríkinu og flugöryggi. Heimildir bandarískra blaða herma að heimildarmaðurinn sé ísraelskur. Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki tjá sig. „Sem forseti vildi ég deila þessum upplýsingum með Rússum og ég hef fullkominn rétt til þess,“ tísti Donald Trump eftir að fréttaflutningur af málinu hófst. Sagði hann að mannúðarástæður byggju þar að baki og að hann vildi að Rússar tækju sig á í baráttunni gegn ISIS og hryðjuverkum. Þingmenn, bæði úr röðum Demókrata og Repúblíkana, þó aðallega úr fyrrnefnda flokknum, hafa kallað eftir því að afrit af því sem fór fram á fundinum verði gerð opinber. Þá hafa einhverjir kallað eftir opinberri rannsókn á málinu. Þá var upplýst um það í gær að Trump hefði beðið James Comey, hinn nýrekna forstjóra FBI, um að hætta rannsókn á máli Michaels Flynn, fyrrverandi ráðgjafa Trumps í þjóðaröryggismálum. Þetta kom fram í minnisblaði Comey eftir fund hans með Trump í febrúar. Á meðan á öllu þessu stóð tók Donald Trump á móti Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í Hvíta húsinu. Helsta umræðuefnið á fundinum var nýlega vopnasending Bandaríkjanna til YPG, hersveita Kúrda í Sýrlandi. Þá ítrekaði Erdogan bón sína um að Bandaríkin framseldu klerkinn Fethullah Gulen til Tyrklands. Forsetinn grunar klerkinn um að hafa staðið á bak við valdaránstilraunina í Tyrklandi í fyrrasumar. „Við styðjum Tyrki í baráttunni gegn ISIS og PKK og ábyrgjumst að þau samtök eigi hvergi skjól,“ sagði Trump.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45 Segir leka hins opinbera vera vandamálið Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og utanríkisráðherra Rússlands í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið "fullkomlega við hæfi“. 16. maí 2017 16:50 Erdogan hreinsar til í tveimur ráðuneytum Tyrknesk stjórnvöld hafa fyrirskipað að 85 starfsmenn í ráðuneytum orkumála og menntamála skuli handteknir. 16. maí 2017 15:37 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45
Segir leka hins opinbera vera vandamálið Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og utanríkisráðherra Rússlands í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið "fullkomlega við hæfi“. 16. maí 2017 16:50
Erdogan hreinsar til í tveimur ráðuneytum Tyrknesk stjórnvöld hafa fyrirskipað að 85 starfsmenn í ráðuneytum orkumála og menntamála skuli handteknir. 16. maí 2017 15:37