Samræmd lífeyrisréttindi kalla á kjarabætur Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 18. maí 2017 07:00 Þáttaskil verða í kjara- og réttindamálum opinberra starfsmanna um næstu mánaðamót þegar nýskipan A-deilda Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar lífeyrissjóðs tekur gildi. Þeim sem hefja störf hjá hinu opinbera eftir 1. júní nk. verða búin sömu lífeyrisréttindi og gilda á almennum vinnumarkaði, þ.e. með aldurstengdri ávinnslu réttinda sem miðast við að lífeyristaka hefjist við 67 ára aldur. Núverandi sjóðfélagar munu eftir sem áður geta hætt störfum 65 ára og er tryggð jöfn ávinnsla réttinda með svokölluðum lífeyrisauka. Hið nýja lífeyriskerfi mun hafa mest áhrif á kjör og stöðu nýrra opinberra starfsmanna og kallar á kjarabætur þeim til handa. Háskólamenntaðir koma seinna en aðrir út á vinnumarkaðinn og missa því af mikilvægum „ávinnsluárum“ í nýju lífeyriskerfi. Vinna starfshóps um jöfnun launa á milli almenna og opinbera markaðarins er nýhafin og ljóst er að kjörin þurfa að breytast hratt og örugglega til hins betra ef ríki og sveitarfélög ætla ekki að verða undir í samkeppni um hæft háskólamenntað starfsfólk. Fyrstu skrefin þarf að taka í næstu kjarasamningum aðildarfélaga BHM við ríkið. Fleira veldur því að kjör og vinnuaðstæður háskólafólks eru í deiglunni. Æ fleiri eru sjálfstætt starfandi og/eða gegna hlutastörfum. Oft er um tímabundnar og ótryggar ráðningar að ræða. Sú tíð þegar stéttir háskólamenntaðra embættismanna gátu gengið að öruggum störfum hjá hinu opinbera vísum að loknu námi er löngu liðin. Samkeppni um góð störf er hörð en samræmt lífeyriskerfi á að auka hreyfanleika fólks á milli vinnumarkaða. Framfarir á sviði upplýsingatækni, t.d. á sviði gervigreindar, munu valda miklum breytingum á starfsumhverfi háskólamenntaðra á næstu áratugum. Til að tryggja samkeppnishæfi þjóðarinnar þarf að bæta aðgengi að fjölbreyttri menntun á framhalds- og háskólastigi í hæsta gæðaflokki. BHM skorar á ríkisstjórnina að láta af fjársvelti háskólastigsins og kallar eftir samstarfi við stjórnvöld, menntastofnanir og atvinnulífið um greiningu á framtíðarþörfum á vinnumarkaði og áhrifum tækniframfara á vinnumarkaðinn og störf háskólafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þáttaskil verða í kjara- og réttindamálum opinberra starfsmanna um næstu mánaðamót þegar nýskipan A-deilda Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar lífeyrissjóðs tekur gildi. Þeim sem hefja störf hjá hinu opinbera eftir 1. júní nk. verða búin sömu lífeyrisréttindi og gilda á almennum vinnumarkaði, þ.e. með aldurstengdri ávinnslu réttinda sem miðast við að lífeyristaka hefjist við 67 ára aldur. Núverandi sjóðfélagar munu eftir sem áður geta hætt störfum 65 ára og er tryggð jöfn ávinnsla réttinda með svokölluðum lífeyrisauka. Hið nýja lífeyriskerfi mun hafa mest áhrif á kjör og stöðu nýrra opinberra starfsmanna og kallar á kjarabætur þeim til handa. Háskólamenntaðir koma seinna en aðrir út á vinnumarkaðinn og missa því af mikilvægum „ávinnsluárum“ í nýju lífeyriskerfi. Vinna starfshóps um jöfnun launa á milli almenna og opinbera markaðarins er nýhafin og ljóst er að kjörin þurfa að breytast hratt og örugglega til hins betra ef ríki og sveitarfélög ætla ekki að verða undir í samkeppni um hæft háskólamenntað starfsfólk. Fyrstu skrefin þarf að taka í næstu kjarasamningum aðildarfélaga BHM við ríkið. Fleira veldur því að kjör og vinnuaðstæður háskólafólks eru í deiglunni. Æ fleiri eru sjálfstætt starfandi og/eða gegna hlutastörfum. Oft er um tímabundnar og ótryggar ráðningar að ræða. Sú tíð þegar stéttir háskólamenntaðra embættismanna gátu gengið að öruggum störfum hjá hinu opinbera vísum að loknu námi er löngu liðin. Samkeppni um góð störf er hörð en samræmt lífeyriskerfi á að auka hreyfanleika fólks á milli vinnumarkaða. Framfarir á sviði upplýsingatækni, t.d. á sviði gervigreindar, munu valda miklum breytingum á starfsumhverfi háskólamenntaðra á næstu áratugum. Til að tryggja samkeppnishæfi þjóðarinnar þarf að bæta aðgengi að fjölbreyttri menntun á framhalds- og háskólastigi í hæsta gæðaflokki. BHM skorar á ríkisstjórnina að láta af fjársvelti háskólastigsins og kallar eftir samstarfi við stjórnvöld, menntastofnanir og atvinnulífið um greiningu á framtíðarþörfum á vinnumarkaði og áhrifum tækniframfara á vinnumarkaðinn og störf háskólafólks.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar