Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Donald Trump tjáði sig hvorki um meint afskipti af störfum FBI né fundinn með Rússum er hann sótti útskriftarathöfn skóla landhelgisgæslu Bandaríkjanna í gær. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki verið jafn óvinsæll frá því hann tók við embætti og hann er nú. Þetta sýnir meðaltal skoðanakannana sem FiveThirtyEight hefur tekið saman. Mælist Trump með 39,7 prósenta stuðning nú. Til samanburðar mældist Barack Obama með 60,7 prósenta stuðning, George W. Bush 54,4 prósent, Bill Clinton 47,9 prósent, George H.W. Bush 56,1 prósent og Ronald Reagan 68 prósent þegar þeir höfðu gegnt forsetaembættinu jafn lengi og Trump hefur nú gert. Frétt Washington Post frá því á mánudag, sem snerist um að Donald Trump hefði sagt utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, og sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, Sergei Kislyak, frá leynilegum upplýsingum á fundi þeirra í síðustu viku þykir líkleg til þess að draga úr stuðningi við forsetann. Það gerir frétt New York Times um að Trump hafi farið fram á það við James Comey, þá yfirmann alríkislögreglunnar, að stöðva rannsókn á tengslum Rússlands við Michael Flynn, fyrrverandi öryggisráðgjafa Trumps, sem rekinn var úr starfi, og einnig ákvörðun Trumps um að reka Comey úr starfi. Frásögn New York Times stangast mögulega á við vitnisburð Andrews McCabe, starfandi yfirmanns Alríkislögreglunnar, er hann kom fyrir þingnefnd í síðustu viku. Sagði hann þá að enginn hafi reynt að trufla rannsókn FBI á tengslum rússneskra yfirvalda við liðsmenn Bandaríkjaforseta. Ekki er útilokað að McCabe hafi ekki vitað af fundi Trumps og Comey. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kom Trump til varnar í gær. Sagði forsetinn að kollegi hans hefði ekki greint frá leynilegum upplýsingum. „Ef ríkisstjórn Bandaríkjanna telur það nauðsynlegt erum við reiðubúin til að verða henni úti um upptöku okkar af fundinum,“ sagði Pútín. Heimildarmenn CNN segja hins vegar að Trump hafi sagt eftirfarandi á fundinum: „Ég fæ svo stórkostlegar upplýsingar. Fólk segir mér stórkostlegar upplýsingar á hverjum degi.“ Í kjölfarið á Trump að hafa greint frá upplýsingunum sem tengdust Ísrael og Íslamska ríkinu. Talsmenn forsetans neituðu frásögn Washington Post í upphafi en sögðu síðar að það væri „algjörlega við hæfi“ að Trump deildi slíkum upplýsingum. „Ég held að forsetinn þurfi síst af öllu á stuðningi Pútíns að halda einmitt núna. Það er hins vegar undarlegt að Rússar séu að taka upp fundi með forsetanum,“ sagði Adam Schiff, fulltrúi Demókrata í upplýsingamálanefnd fulltrúadeildar þingsins, í viðtali á CNN í gær.Möguleiki á ákæru Þegar Bill Clinton var forseti Bandaríkjanna samþykkti fulltrúadeild þingsins að ákæra (e. impeach) hann, meðal annars fyrir að hindra framgang réttlætisins. Hafa margir andstæðingar Donalds Trump farið fram á að slíkt hið sama verði gert í tilfelli Trumps í ljósi ásakana um að hann hafi beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Þá hækkuðu líkur á því undanfarna daga ef marka má veðbanka. Óvíst er hvort slík ákæra næði í gegnum þingið. Til þess að fulltrúadeildin ákæri Trump þarf einfaldur meirihluti hennar að samþykkja það. Repúblikanar, flokksbræður Trumps, eru hins vegar í meirihluta í fulltrúadeildinni. Hafa verður þó í huga að ekki eru allir þingmenn Repúblikana eindregnir stuðningsmenn forsetans. Ef fulltrúadeildin ákærir forseta þarf öldungadeildin hins vegar að sakfella til þess að forseti sé rekinn úr embætti. Til þess þarf 67 atkvæði. Afar ólíklegt er að núverandi öldungadeild myndi sakfella Trump en þar sitja 52 Repúblikanar, 46 Demókratar og tveir óháðir. Því þyrftu að minnsta kosti 19 Repúblikanar að kjósa gegn forseta sínum. Kosið er um 33 öldungadeildarþingsæti á næsta ári. Hins vegar er einungis kosið um átta sæti sem Repúblikanar verma nú. Jafnvel þótt Demókratar héldu öllum sínum sætum og tækju átta af Repúblikönum þyrftu enn 11 Repúblikanar að kjósa gegn forsetanum. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki verið jafn óvinsæll frá því hann tók við embætti og hann er nú. Þetta sýnir meðaltal skoðanakannana sem FiveThirtyEight hefur tekið saman. Mælist Trump með 39,7 prósenta stuðning nú. Til samanburðar mældist Barack Obama með 60,7 prósenta stuðning, George W. Bush 54,4 prósent, Bill Clinton 47,9 prósent, George H.W. Bush 56,1 prósent og Ronald Reagan 68 prósent þegar þeir höfðu gegnt forsetaembættinu jafn lengi og Trump hefur nú gert. Frétt Washington Post frá því á mánudag, sem snerist um að Donald Trump hefði sagt utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, og sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, Sergei Kislyak, frá leynilegum upplýsingum á fundi þeirra í síðustu viku þykir líkleg til þess að draga úr stuðningi við forsetann. Það gerir frétt New York Times um að Trump hafi farið fram á það við James Comey, þá yfirmann alríkislögreglunnar, að stöðva rannsókn á tengslum Rússlands við Michael Flynn, fyrrverandi öryggisráðgjafa Trumps, sem rekinn var úr starfi, og einnig ákvörðun Trumps um að reka Comey úr starfi. Frásögn New York Times stangast mögulega á við vitnisburð Andrews McCabe, starfandi yfirmanns Alríkislögreglunnar, er hann kom fyrir þingnefnd í síðustu viku. Sagði hann þá að enginn hafi reynt að trufla rannsókn FBI á tengslum rússneskra yfirvalda við liðsmenn Bandaríkjaforseta. Ekki er útilokað að McCabe hafi ekki vitað af fundi Trumps og Comey. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kom Trump til varnar í gær. Sagði forsetinn að kollegi hans hefði ekki greint frá leynilegum upplýsingum. „Ef ríkisstjórn Bandaríkjanna telur það nauðsynlegt erum við reiðubúin til að verða henni úti um upptöku okkar af fundinum,“ sagði Pútín. Heimildarmenn CNN segja hins vegar að Trump hafi sagt eftirfarandi á fundinum: „Ég fæ svo stórkostlegar upplýsingar. Fólk segir mér stórkostlegar upplýsingar á hverjum degi.“ Í kjölfarið á Trump að hafa greint frá upplýsingunum sem tengdust Ísrael og Íslamska ríkinu. Talsmenn forsetans neituðu frásögn Washington Post í upphafi en sögðu síðar að það væri „algjörlega við hæfi“ að Trump deildi slíkum upplýsingum. „Ég held að forsetinn þurfi síst af öllu á stuðningi Pútíns að halda einmitt núna. Það er hins vegar undarlegt að Rússar séu að taka upp fundi með forsetanum,“ sagði Adam Schiff, fulltrúi Demókrata í upplýsingamálanefnd fulltrúadeildar þingsins, í viðtali á CNN í gær.Möguleiki á ákæru Þegar Bill Clinton var forseti Bandaríkjanna samþykkti fulltrúadeild þingsins að ákæra (e. impeach) hann, meðal annars fyrir að hindra framgang réttlætisins. Hafa margir andstæðingar Donalds Trump farið fram á að slíkt hið sama verði gert í tilfelli Trumps í ljósi ásakana um að hann hafi beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Þá hækkuðu líkur á því undanfarna daga ef marka má veðbanka. Óvíst er hvort slík ákæra næði í gegnum þingið. Til þess að fulltrúadeildin ákæri Trump þarf einfaldur meirihluti hennar að samþykkja það. Repúblikanar, flokksbræður Trumps, eru hins vegar í meirihluta í fulltrúadeildinni. Hafa verður þó í huga að ekki eru allir þingmenn Repúblikana eindregnir stuðningsmenn forsetans. Ef fulltrúadeildin ákærir forseta þarf öldungadeildin hins vegar að sakfella til þess að forseti sé rekinn úr embætti. Til þess þarf 67 atkvæði. Afar ólíklegt er að núverandi öldungadeild myndi sakfella Trump en þar sitja 52 Repúblikanar, 46 Demókratar og tveir óháðir. Því þyrftu að minnsta kosti 19 Repúblikanar að kjósa gegn forseta sínum. Kosið er um 33 öldungadeildarþingsæti á næsta ári. Hins vegar er einungis kosið um átta sæti sem Repúblikanar verma nú. Jafnvel þótt Demókratar héldu öllum sínum sætum og tækju átta af Repúblikönum þyrftu enn 11 Repúblikanar að kjósa gegn forsetanum.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira