Íslandsmeistaratitillinn í Safamýrina eftir dramatík Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2017 06:00 Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Steinunn Björnsdóttir lyfta bikarnum. vísir/eyþór Það er ekki hægt annað en að segja að Fram sé vel að þessum sigri komið. Liðð var lengi framan af með forystu á toppi Olís-deildarinnar, en þær töpuðu einmitt fyrir Stjörnunni í úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð deildarkeppninnar. Þær virtust bara hafa eflst við það og standa nú uppi sem verðskuldaðir Íslandsmeistarar. Fbl_Megin: „Við skoðuðum þann leik mjög vel og fundum lausnir,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, í leikslok. „Við komum með þær lausnir í leikjum eitt og tvö, en Stjarnan las okkur svo í leik númer þrjú. Síðan komum við með nýjar lausnir í kvöld sem svínvirkuðu,“ sagði glaðbeittur Stefán.Mikil breyting frá síðasta leik Allt annað var að sjá til Fram-liðsins í þessum leik samanborið við leik númer þrjú þar, ef teknar eru frá fyrstu mínútur leiksins, en eftir það leiddu þær út allan leikinn og unnu að lokum 27-26. Mikill fögnuður braust út hjá Frömurum í leikslok og Steinunn Björnsdóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliðar liðsins, lyftu bikarnum á loft fyrir framan troðfulla Safamýrina.Byggt á traustum grunni Varnarleikur Fram í vetur hefur verið ógnasterkur og hefur verið aðalsmerki liðsins, en þar er ansi góður grunnur. Einnig hafa þær á að skipa stórskyttunum Ragnheiði Júlíusdóttur og Hildi Þorgeirsdóttur í sóknarleiknum. Í markinu er svo besti markvörður deildarinnar, að öðrum ólöstuðum, Guðrún Ósk Maríasdóttir, en hún átti enn einn frábæra leikinn í gærkvöldi. Guðrún varði vel á þriðja tug skota í leiknum, en það var vel við hæfi að hún var í leikslok valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. „Við ætluðum að hefna fyrir tapið í hinum úrslitaleiknum gegn Stjörnunni. Ég hef aldrei upplifað þetta og þetta er bara geðveikt. Þetta er búið að vera frábært tímabil og ótrúlega gaman að enda þetta svona,” sagði Guðrún Ósk kampakát í leikslok.Þjálfarinn ólseigi Það eru fáir betri í þessu fagi en þjálfari Fram, Stefán Arnarsson, en hann vann meðal annars fjóra Íslandsmeistaratitla með Val á tíma sínum á Hlíðarenda. Þetta var hans fyrsti Íslandsmeistaratitill með Fram síðan hann tók við liðinu. Handbragð hans sást á liðinu og á hann hrós skilið fyrir sína framgöngu með þetta lið. Geysilega sterkur varnarleikur með besta markvörðinn og agaður sóknarleikur skilaði sínu.Tapið súrt en tímabilið gott Það er ekki hægt annað en að hrósa Stjörnuliðinu fyrir tímabilið. Þær stóðu í ströngu allt tímabilið; unnu deildarmeistaratitilinn og urðu bikarmeistarar. Þær verða svekktar í kvöld og eitthvað næstu daga, en þegar þær líta til baka á tímabilið geta þær verið stoltar af sínum árangri þetta tímabilið. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Það er ekki hægt annað en að segja að Fram sé vel að þessum sigri komið. Liðð var lengi framan af með forystu á toppi Olís-deildarinnar, en þær töpuðu einmitt fyrir Stjörnunni í úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð deildarkeppninnar. Þær virtust bara hafa eflst við það og standa nú uppi sem verðskuldaðir Íslandsmeistarar. Fbl_Megin: „Við skoðuðum þann leik mjög vel og fundum lausnir,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, í leikslok. „Við komum með þær lausnir í leikjum eitt og tvö, en Stjarnan las okkur svo í leik númer þrjú. Síðan komum við með nýjar lausnir í kvöld sem svínvirkuðu,“ sagði glaðbeittur Stefán.Mikil breyting frá síðasta leik Allt annað var að sjá til Fram-liðsins í þessum leik samanborið við leik númer þrjú þar, ef teknar eru frá fyrstu mínútur leiksins, en eftir það leiddu þær út allan leikinn og unnu að lokum 27-26. Mikill fögnuður braust út hjá Frömurum í leikslok og Steinunn Björnsdóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliðar liðsins, lyftu bikarnum á loft fyrir framan troðfulla Safamýrina.Byggt á traustum grunni Varnarleikur Fram í vetur hefur verið ógnasterkur og hefur verið aðalsmerki liðsins, en þar er ansi góður grunnur. Einnig hafa þær á að skipa stórskyttunum Ragnheiði Júlíusdóttur og Hildi Þorgeirsdóttur í sóknarleiknum. Í markinu er svo besti markvörður deildarinnar, að öðrum ólöstuðum, Guðrún Ósk Maríasdóttir, en hún átti enn einn frábæra leikinn í gærkvöldi. Guðrún varði vel á þriðja tug skota í leiknum, en það var vel við hæfi að hún var í leikslok valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. „Við ætluðum að hefna fyrir tapið í hinum úrslitaleiknum gegn Stjörnunni. Ég hef aldrei upplifað þetta og þetta er bara geðveikt. Þetta er búið að vera frábært tímabil og ótrúlega gaman að enda þetta svona,” sagði Guðrún Ósk kampakát í leikslok.Þjálfarinn ólseigi Það eru fáir betri í þessu fagi en þjálfari Fram, Stefán Arnarsson, en hann vann meðal annars fjóra Íslandsmeistaratitla með Val á tíma sínum á Hlíðarenda. Þetta var hans fyrsti Íslandsmeistaratitill með Fram síðan hann tók við liðinu. Handbragð hans sást á liðinu og á hann hrós skilið fyrir sína framgöngu með þetta lið. Geysilega sterkur varnarleikur með besta markvörðinn og agaður sóknarleikur skilaði sínu.Tapið súrt en tímabilið gott Það er ekki hægt annað en að hrósa Stjörnuliðinu fyrir tímabilið. Þær stóðu í ströngu allt tímabilið; unnu deildarmeistaratitilinn og urðu bikarmeistarar. Þær verða svekktar í kvöld og eitthvað næstu daga, en þegar þær líta til baka á tímabilið geta þær verið stoltar af sínum árangri þetta tímabilið.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira