Kvennakór Reykjavíkur syngur inn sumarið í kvöld Guðný Hrönn skrifar 18. maí 2017 09:15 Kvennakór Reykjavíkur heldur uppi stuðinu í Guðríðarkirkju í kvöld. Kvennakór Reykjavíkur ætlar að syngja inn sumarið í kvöld með tónleikum þar sem fjölbreytt tónlist verður tekin fyrir. Meðal þess er nýtt lag eftir tónskáldið Halldór Smárason. Við fögnum vori og íslenskri sumarblíðu með tónlist í takti við veður. Fjölbreytt, heillandi, sefandi en umfram allt lífleg og fjörleg,“ segir Svanhildur Sverrisdóttir, ein meðlima Kvennakórs Reykjavíkur um sumartónleikana sem kórinn heldur í kvöld.„Við munum taka allt frá þekktum dægurlögum Abba, Bítlanna, Lennons og Queen til ungverskra þjóðlaga og svo laga með ryþma-klappi þar sem sannarlega reynir á samhæfni, húmor og danshæfileika. Einnig flytjum við gullfallegt nýtt lag eftir Halldór Smárason við ljóð Haralds Stígssonar, Minningarbrot, sem frumflutt var um síðustu helgi á landsmóti íslenskra kvennakóra á Ísafirði.“ Lögin eru valin af kórstjóranum Ágotu Joó. „Hún hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir og takast á við frumlegar og krefjandi útsetningar. Um undirleik sjá svo Birgir Bragason á bassa, Erik Robert Qvick á slagverk og Vilberg Viggósson á píanó. “ „Við munum dusta rykið af óborganlegu skúringanúmeri,“ segir Svanhildur. Spurð nánar út í hvað það þýðir segir hún: „Hið óborganlega skúringanúmer er flutningur á laginu Three ways to vacuum your house eftir Stephen Hatfield og fjallar um duglegar húsmæður sem sannarlega standa sig í stykkinu við heimilisþrifin en rasa svo út inn á milli. Kórinn býður tónleikagestum þar upp á tilþrif hvað varðar spor og hreyfingar og jafnvel búninga,“ útskýrir Svanhildur sem lofar góðri skemmtun. „Kvennakór Reykjavíkur hefur unnið til verðlauna fyrir framúrskarandi flutning á fjölbreyttri tónlist. Hann æfir af miklum metnaði og tekst á við fjölþjóðlega tónlist á ýmsum tungumálum,“ bætir hún við að lokum. Þess má geta að tónleikarnir eru haldnir í Guðríðarkirkju og hefjast klukkan 20.00. Miðaverð er 3.000 krónur í forsölu en 3.500 krónur við innganginn.Athugið að í Fréttablaðinu í dag var sagt frá því að tónleikarnir væru á morgun en hið rétta er að þeir eru í kvöld. Tónlist Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Kvennakór Reykjavíkur ætlar að syngja inn sumarið í kvöld með tónleikum þar sem fjölbreytt tónlist verður tekin fyrir. Meðal þess er nýtt lag eftir tónskáldið Halldór Smárason. Við fögnum vori og íslenskri sumarblíðu með tónlist í takti við veður. Fjölbreytt, heillandi, sefandi en umfram allt lífleg og fjörleg,“ segir Svanhildur Sverrisdóttir, ein meðlima Kvennakórs Reykjavíkur um sumartónleikana sem kórinn heldur í kvöld.„Við munum taka allt frá þekktum dægurlögum Abba, Bítlanna, Lennons og Queen til ungverskra þjóðlaga og svo laga með ryþma-klappi þar sem sannarlega reynir á samhæfni, húmor og danshæfileika. Einnig flytjum við gullfallegt nýtt lag eftir Halldór Smárason við ljóð Haralds Stígssonar, Minningarbrot, sem frumflutt var um síðustu helgi á landsmóti íslenskra kvennakóra á Ísafirði.“ Lögin eru valin af kórstjóranum Ágotu Joó. „Hún hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir og takast á við frumlegar og krefjandi útsetningar. Um undirleik sjá svo Birgir Bragason á bassa, Erik Robert Qvick á slagverk og Vilberg Viggósson á píanó. “ „Við munum dusta rykið af óborganlegu skúringanúmeri,“ segir Svanhildur. Spurð nánar út í hvað það þýðir segir hún: „Hið óborganlega skúringanúmer er flutningur á laginu Three ways to vacuum your house eftir Stephen Hatfield og fjallar um duglegar húsmæður sem sannarlega standa sig í stykkinu við heimilisþrifin en rasa svo út inn á milli. Kórinn býður tónleikagestum þar upp á tilþrif hvað varðar spor og hreyfingar og jafnvel búninga,“ útskýrir Svanhildur sem lofar góðri skemmtun. „Kvennakór Reykjavíkur hefur unnið til verðlauna fyrir framúrskarandi flutning á fjölbreyttri tónlist. Hann æfir af miklum metnaði og tekst á við fjölþjóðlega tónlist á ýmsum tungumálum,“ bætir hún við að lokum. Þess má geta að tónleikarnir eru haldnir í Guðríðarkirkju og hefjast klukkan 20.00. Miðaverð er 3.000 krónur í forsölu en 3.500 krónur við innganginn.Athugið að í Fréttablaðinu í dag var sagt frá því að tónleikarnir væru á morgun en hið rétta er að þeir eru í kvöld.
Tónlist Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira