Gjaldkeri Vinstri grænna hópfjármagnar fyrstu íbúðarkaupin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2017 09:00 Una Hildardóttir fer nýstárlega aðferð við að safna sér fyrir fyrstu íbúðinni sinni; með hópfjármögnun á Indiegogo. mynd/skjáskot/hildur margrétardóttir Una Hildardóttir, gjaldkeri Vinstri grænna og upplýsingafulltrúi, hefur brugðið á það ráð að hópfjármagna fyrstu íbúðarkaupin sín. Hún segir í samtali við Vísi að hún geri þetta bæði í gamni og alvöru; þetta sé vissulega meiri ádeila heldur en hitt og vill Una vekja athygli á því hversu erfitt það er fyrir ungt fólk að kaupa sér húsnæði á sama tíma og það er á leigumarkaðnum. „Ég er að flytja út núna frá foreldrum mínum og byrja að leigja. Ég er ung, nýkomin út á vinnumarkaðinn og hef áhuga á því að kaupa íbúð á næstu þremur árum en það er bara ofboðslega erfitt fyrir ungt fólk í dag að kaupa sér íbúð. Það er varla hægt að gera það nema með aðstoð foreldra og ættingja en ég vil ekki þurfa að fá slíka aðstoð. Það eru margir sem eiga ekki foreldra sem geta aðstoðað yfir höfuð. Það er minnsta kosti út í hött að ég geti gert þetta sjálf,“ segir Una.Er með húsnæðissparnað hjá Íslandsbanka Hún segir ekki miklar líkur á að henni takist að hópfjármagna útborgunina í fyrstu íbúðina sína en segir að það hafi ekki sakað að prófa. Hún sjái einfaldlega ekki fram á að geta safnað sér fyrir íbúð og verið á leigumarkaðnum en segist þó vera í forréttindastöðu að því leyti að hún leigi af pabba sínum og sé því í öruggu húsnæði. Yfirskrift söfnunar Unu er „Þetta er hægt, ég ætla ekki að gefast upp, ég er með plan“ sem er bein vísun í auglýsingaherferð Íslandsbanka sem fór í loftið fyrir nokkrum vikum og beindist að ungu fólki og mögulegum leiðum fyrir það inn á húsnæðismarkaðinn. Herferðin sætti mikilli gagnrýni og segir Una að hún hafi ekki farið neitt sérlega vel í hana. „Mér leið eins og ég og annað fólk værum svolítið ein á báti þar sem reynslusögurnar í herferðinni voru af ungu fólki sem hafði fengið einhvers konar aðstoð frá skyldmennum. Mér fannst það svolítið leiðinlegt að það komu engar raunhæfar leiðir fyrir ungt fólk til að safna sér fyrir íbúð. Ég er í viðskiptum við Íslandsbanka og er með húsnæðissparnaðarreikning þar og ég legg inn á þann reikning eins mikið og ég get í hverjum mánuði. Það breytir því þó ekki að ég kemst aldrei nær því að safna fyrir fyrstu útborgun í dag því markmiðið hækkar alltaf því húsnæðisverðið hækkar bara,“ segir Una.Hægt að fá boð í innflutningspartýið eða matarboð Aðspurð hvernig viðbrögð hún hafi fengið við hópfjármögnuninni segir Una að fólki finnist þetta aðallega fyndið en líka góð pæling. „Besta vinkona mín sagði „Loksins þorir einhver að gera þetta,“ því maður grínaðist alveg með það þegar Íslandsbankaherferðin hófst að fara þessa leið bara; að stofna söfnun.“ Alls hafa núna safnast um 7000 krónur en hópfjármögnun gengur út á það að fólk borgar eitthvað til að styrkja við ákveðið verkefni og fær svo eitthvað í staðinn þegar verkefninu er lokið. Oftast er það einhver vara eða þjónusta en Una býður upp á að fólk fá nafn á þakkarvegg, boð í innflutningspartý eða matarboð svo eitthvað sé nefnt. „Ég ákvað að hafa söfnunina bara í þrjár vikur því þetta var nú aðallega til þess að athuga hvort að svona gjörningur myndi virka og það væri kannski þannig að aðrir í sömu eða verri stöðu en ég gætu þá nýtt sér þetta. Ég sé reyndar ekki fram á það að ég sé að fara að kaupa mér eign næstu tvö þrjú árin, því miður. Ég er mjög ánægð að vera að byrja að leigja núna en á mjög erfitt með að sjá það hvernig ég á að geta safnað fyrir íbúð á meðan ég er á leigumarkaðnum.“Söfnun Unu má nálgast hér. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Una Hildardóttir, gjaldkeri Vinstri grænna og upplýsingafulltrúi, hefur brugðið á það ráð að hópfjármagna fyrstu íbúðarkaupin sín. Hún segir í samtali við Vísi að hún geri þetta bæði í gamni og alvöru; þetta sé vissulega meiri ádeila heldur en hitt og vill Una vekja athygli á því hversu erfitt það er fyrir ungt fólk að kaupa sér húsnæði á sama tíma og það er á leigumarkaðnum. „Ég er að flytja út núna frá foreldrum mínum og byrja að leigja. Ég er ung, nýkomin út á vinnumarkaðinn og hef áhuga á því að kaupa íbúð á næstu þremur árum en það er bara ofboðslega erfitt fyrir ungt fólk í dag að kaupa sér íbúð. Það er varla hægt að gera það nema með aðstoð foreldra og ættingja en ég vil ekki þurfa að fá slíka aðstoð. Það eru margir sem eiga ekki foreldra sem geta aðstoðað yfir höfuð. Það er minnsta kosti út í hött að ég geti gert þetta sjálf,“ segir Una.Er með húsnæðissparnað hjá Íslandsbanka Hún segir ekki miklar líkur á að henni takist að hópfjármagna útborgunina í fyrstu íbúðina sína en segir að það hafi ekki sakað að prófa. Hún sjái einfaldlega ekki fram á að geta safnað sér fyrir íbúð og verið á leigumarkaðnum en segist þó vera í forréttindastöðu að því leyti að hún leigi af pabba sínum og sé því í öruggu húsnæði. Yfirskrift söfnunar Unu er „Þetta er hægt, ég ætla ekki að gefast upp, ég er með plan“ sem er bein vísun í auglýsingaherferð Íslandsbanka sem fór í loftið fyrir nokkrum vikum og beindist að ungu fólki og mögulegum leiðum fyrir það inn á húsnæðismarkaðinn. Herferðin sætti mikilli gagnrýni og segir Una að hún hafi ekki farið neitt sérlega vel í hana. „Mér leið eins og ég og annað fólk værum svolítið ein á báti þar sem reynslusögurnar í herferðinni voru af ungu fólki sem hafði fengið einhvers konar aðstoð frá skyldmennum. Mér fannst það svolítið leiðinlegt að það komu engar raunhæfar leiðir fyrir ungt fólk til að safna sér fyrir íbúð. Ég er í viðskiptum við Íslandsbanka og er með húsnæðissparnaðarreikning þar og ég legg inn á þann reikning eins mikið og ég get í hverjum mánuði. Það breytir því þó ekki að ég kemst aldrei nær því að safna fyrir fyrstu útborgun í dag því markmiðið hækkar alltaf því húsnæðisverðið hækkar bara,“ segir Una.Hægt að fá boð í innflutningspartýið eða matarboð Aðspurð hvernig viðbrögð hún hafi fengið við hópfjármögnuninni segir Una að fólki finnist þetta aðallega fyndið en líka góð pæling. „Besta vinkona mín sagði „Loksins þorir einhver að gera þetta,“ því maður grínaðist alveg með það þegar Íslandsbankaherferðin hófst að fara þessa leið bara; að stofna söfnun.“ Alls hafa núna safnast um 7000 krónur en hópfjármögnun gengur út á það að fólk borgar eitthvað til að styrkja við ákveðið verkefni og fær svo eitthvað í staðinn þegar verkefninu er lokið. Oftast er það einhver vara eða þjónusta en Una býður upp á að fólk fá nafn á þakkarvegg, boð í innflutningspartý eða matarboð svo eitthvað sé nefnt. „Ég ákvað að hafa söfnunina bara í þrjár vikur því þetta var nú aðallega til þess að athuga hvort að svona gjörningur myndi virka og það væri kannski þannig að aðrir í sömu eða verri stöðu en ég gætu þá nýtt sér þetta. Ég sé reyndar ekki fram á það að ég sé að fara að kaupa mér eign næstu tvö þrjú árin, því miður. Ég er mjög ánægð að vera að byrja að leigja núna en á mjög erfitt með að sjá það hvernig ég á að geta safnað fyrir íbúð á meðan ég er á leigumarkaðnum.“Söfnun Unu má nálgast hér.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira