Karnival í KR-heimilinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. maí 2017 06:00 Brynjar Þór Björnsson lyftir Íslandsmeistarabikarnum í DHL-höllinni í Frostaskjóli í gærkvöldi. Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill KR í röð. Fréttablaðið/andri marinó Fjórða árið í röð náði KR að verða Íslandsmeistari í körfubolta. Það er magnaður árangur. Grindvíkingar voru eins og lömb leidd til slátrunar fyrir framan 2.700 áhorfendur í KR-heimilinu í gær. Það var uppselt og hætt að selja inn hálftíma fyrir leik. Slíkt gerist bara ekki á Íslandi og gaman að sjá þennan mikla körfuboltaáhuga. Eftir lofandi upphafsmínútur hjá Grindvíkingum þá féll þeim allur ketill í eld. Brattir KR-ingar tóku keflið og hlupu með það alla leið. KR skoraði 21 síðustu stig fyrri hálfleiks og leiddi með 31 stig yfir í hálfleik, 49-18. Algjörlega ótrúlegar tölur. Á meðan ofurlið KR sýndi loksins allar sínar bestu hliðar voru Grindvíkingar heillum horfnir. Þeirra aðalmaður, Lewis Clinch, var meðvitundarlaus og skoraði sitt fyrsta stig ekki fyrr en í lok þriðja leikhluta. Þá var leikurinn löngu búinn. Sýndu sig á stóra sviðinuVísir/Andri MarinóÞað var hrein unun að fylgjast með KR-liðinu í gær. Þó svo liðið sé búið að vinna allt þá er búið að gagnrýna þá nokkuð. Er sviðið var orðið eins stórt og það getur orðið þá sýndu þessir strákar svo sannarlega hvað þeir eru. Þetta eru sigurvegarar. Fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson fór fyrir sínu liði en hann elskar stóru leikina. Hann sýndi það enn eina ferðina í gær með mögnuðum leik. Það lögðu allir sín lóð á vogarskálarnir í gær. Engir farþegar. Einfaldlega besta körfuboltalið landsins að sýna þjóðinni hvað það er gott. Það sem hlýtur að gera þennan einstaka árangur KR-liðsins enn sætari en ella fyrir félagið er sú staðreynd að liðið er borið uppi af uppöldum KR-ingum. Útlendingurinn er í aukahlutverki og í raun gæti KR stillt upp alíslensku byrjunarliði ef Kristófer Acox væri settur í liðið. Þessir titlar eru stór rós í hnappagat uppeldisstarfs KR-inga sem er augljóslega til mikillar fyrirmyndar. Grindvíkingar eiga skilið klapp á bakið fyrir sína frammistöðu í vetur þrátt fyrir þessa útreið. Liðið er búið að gefa öllum langt nef í vetur og það var ekki lítið afrek hjá þeim að komast í þennan oddaleik gegn KR. Er upp var staðið var verkefnið einfaldlega of stórt engu að síður. Loksins á heimavelli„Það er alveg yndislegt að lyfta bikarnum á heimavelli núna eftir að hafa tekið síðustu þrjá á útivelli,“ sagði glaðbeittur fyrirliði KR, Brynjar Þór Björnsson, sem var að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil í gær. „Ég trúði því varla er ég frétti að stúkan væri full tveimur tímum fyrir leik og það var ólýsanlegt að labba út í upphitun og síðan spila leikinn í þessari umgjörð. Það er alltaf verið að tala um hvað við séum rosalega góðir og það síast inn. Þá kemur deyfð. Við erum eiginlega fórnarlömb okkar eigin árangurs. Við höfðum gaman af þessu og þegar sviðið verður svona stórt þá höfðum við rosalega gaman af þessu.“ Brynjar segir að það hafi ekki verið neitt stress þó svo liðið hafi verið að spila illa í síðustu leikjum. Sjálfur elskar hann stóru leikina og sýndi það í kvöld með því að vera stigahæstur á vellinum með 23 stig. „Þetta eru síðustu forvöð hjá mér að spila svona leiki og það er því eins gott fyrir mig að njóta þess. Þetta var einstakur viðburður þessi leikur fyrir framan uppseldu húsi. Það er mikið afrek að vinna þetta fjögur ár í röð. Síðustu fjórir titlar dofna í samanburði við þennan. Þessi var rosalega sætur.“ Dominos-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Fjórða árið í röð náði KR að verða Íslandsmeistari í körfubolta. Það er magnaður árangur. Grindvíkingar voru eins og lömb leidd til slátrunar fyrir framan 2.700 áhorfendur í KR-heimilinu í gær. Það var uppselt og hætt að selja inn hálftíma fyrir leik. Slíkt gerist bara ekki á Íslandi og gaman að sjá þennan mikla körfuboltaáhuga. Eftir lofandi upphafsmínútur hjá Grindvíkingum þá féll þeim allur ketill í eld. Brattir KR-ingar tóku keflið og hlupu með það alla leið. KR skoraði 21 síðustu stig fyrri hálfleiks og leiddi með 31 stig yfir í hálfleik, 49-18. Algjörlega ótrúlegar tölur. Á meðan ofurlið KR sýndi loksins allar sínar bestu hliðar voru Grindvíkingar heillum horfnir. Þeirra aðalmaður, Lewis Clinch, var meðvitundarlaus og skoraði sitt fyrsta stig ekki fyrr en í lok þriðja leikhluta. Þá var leikurinn löngu búinn. Sýndu sig á stóra sviðinuVísir/Andri MarinóÞað var hrein unun að fylgjast með KR-liðinu í gær. Þó svo liðið sé búið að vinna allt þá er búið að gagnrýna þá nokkuð. Er sviðið var orðið eins stórt og það getur orðið þá sýndu þessir strákar svo sannarlega hvað þeir eru. Þetta eru sigurvegarar. Fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson fór fyrir sínu liði en hann elskar stóru leikina. Hann sýndi það enn eina ferðina í gær með mögnuðum leik. Það lögðu allir sín lóð á vogarskálarnir í gær. Engir farþegar. Einfaldlega besta körfuboltalið landsins að sýna þjóðinni hvað það er gott. Það sem hlýtur að gera þennan einstaka árangur KR-liðsins enn sætari en ella fyrir félagið er sú staðreynd að liðið er borið uppi af uppöldum KR-ingum. Útlendingurinn er í aukahlutverki og í raun gæti KR stillt upp alíslensku byrjunarliði ef Kristófer Acox væri settur í liðið. Þessir titlar eru stór rós í hnappagat uppeldisstarfs KR-inga sem er augljóslega til mikillar fyrirmyndar. Grindvíkingar eiga skilið klapp á bakið fyrir sína frammistöðu í vetur þrátt fyrir þessa útreið. Liðið er búið að gefa öllum langt nef í vetur og það var ekki lítið afrek hjá þeim að komast í þennan oddaleik gegn KR. Er upp var staðið var verkefnið einfaldlega of stórt engu að síður. Loksins á heimavelli„Það er alveg yndislegt að lyfta bikarnum á heimavelli núna eftir að hafa tekið síðustu þrjá á útivelli,“ sagði glaðbeittur fyrirliði KR, Brynjar Þór Björnsson, sem var að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil í gær. „Ég trúði því varla er ég frétti að stúkan væri full tveimur tímum fyrir leik og það var ólýsanlegt að labba út í upphitun og síðan spila leikinn í þessari umgjörð. Það er alltaf verið að tala um hvað við séum rosalega góðir og það síast inn. Þá kemur deyfð. Við erum eiginlega fórnarlömb okkar eigin árangurs. Við höfðum gaman af þessu og þegar sviðið verður svona stórt þá höfðum við rosalega gaman af þessu.“ Brynjar segir að það hafi ekki verið neitt stress þó svo liðið hafi verið að spila illa í síðustu leikjum. Sjálfur elskar hann stóru leikina og sýndi það í kvöld með því að vera stigahæstur á vellinum með 23 stig. „Þetta eru síðustu forvöð hjá mér að spila svona leiki og það er því eins gott fyrir mig að njóta þess. Þetta var einstakur viðburður þessi leikur fyrir framan uppseldu húsi. Það er mikið afrek að vinna þetta fjögur ár í röð. Síðustu fjórir titlar dofna í samanburði við þennan. Þessi var rosalega sætur.“
Dominos-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira