Fyrsta serían sem Anna Úrsúla tapar í úrslitakeppni í tólf ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2017 20:30 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með Íslandsbikarinn. Vísir/Valli Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og félagar hennar í Gróttu eru komnar í sumarfrí og það er tilfinning sem Anna Úrsúla hefur ekki fundið fyrir í meira en áratug. Gróttukonur, Íslandsmeistarar tveggja síðustu ára, komust í 2-0 á móti Stjörnunni í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en eru úr leik eftir þrjú töp í röð. Stjarnan mætir því Fram í lokaúrslitunum og hefndi þar með fyrir tap á móti Gróttu í úrslitaeinvíginu undanfarin tvö tímabil. Anna Úrsúla var búin að fagna Íslandsmeistaratitlinum í sex síðustu úrslitakeppnum sínum, fyrst fjórum sinnum með val frá 2010 til 2014 og svo undanfarin tvö tímabil með uppeldisfélagi sínu Gróttu. Valskonur unnu titilinn 2010, 2011, 2012 og 2014 en misstu af honum vorið 2013. Það var einmitt úrslitakeppnina þar sem Anna Úrsúla var í barneignafríi og gat ekki spilað með liðinu. Anna Úrsúla tapaði síðast seríu í úrslitakeppni í apríl 2005 eða fyrir tólf árum síðan. Hún lék þá með liði Gróttu/KR sem datt út úr átta liða úrslitum á móti einmitt Stjörnunni. Það var engin úrslitakeppni á árunum 2006 til 2008 og vorið 2009 var Anna Úrsúla að glíma við meiðsli auk þess að Gróttuliðið hennar komst ekki í úrslitakeppnina. Hún hafði reyndir byrjað 2008-09 tímabilið með Stjörnunni (sem varð meistari vorið 2009) en skipti aftur yfir í Gróttu. Anna Úrsúla skipti yfir í Val sumarið 2009 og við tók mikil sigurganga með Valsliðinu sem hafði þá ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í 27 ár en vann hann fjórum sinnum á næstu fimm ár eins og áður sagði. Hún var búin að fagna sigri í fimmtán seríum í röð í úrslitakeppninni þegar hún tapaði oddaleiknum á móti Stjörnunni á sunnudaginn.Fagnaði sigri í fimmtán seríum í röð í úrslitakeppniMeð Val2009-10 Íslandsmeistari 1) 2-0 sigur á Haukum í undanúrslitum 2) 3-1 sigur á Fram í lokaúrslitum2010-11 Íslandsmeistari 3) 2-0 sigur á Fylki í undanúrslitum 4) 3-0 sigur á Fram í lokaúrslitum2011-12 Íslandsmeistari 5) 3-0 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum 6) 3-2 sigur á Fram í lokaúrslitum2012-13 Barneignafrí2013-14 Íslandsmeistari 7) 2-0 sigur á Haukum í 8 liða úrslitum 8) 3-1 sigur á ÍBV í undanúrslitum 9) 3-2 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitumMeð Gróttu2014-15 Íslandsmeistari 10) 2-0 sigur á Selfossi í 8 liða úrslitum 11) 3-2 sigur á ÍBV í undanúrslitum 12) 3-1 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitum2015-16 Íslandsmeistari 13) 2-0 sigur á Selfossi í 8 liða úrslitum 14) 3-0 sigur á Fram í undanúrslitum 15) 3-1 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitum2016-17 Út í undanúrslitum 3-2 tap á móti Stjörnunni í undanúrslitum Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Grótta 29-25 | Stjarnan í úrslit fimmta árið í röð Stjarnan er komin í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna fimmta árið í röð eftir 29-25 sigur á Gróttu í oddaleik í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjarnan vann einvígið 3-2 og mætir Fram í úrslitum. 30. apríl 2017 17:30 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 20-21 | Stjarnan náði að knýja fram oddaleik Stjarnan tryggði sér oddaleik upp á sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna með 21-20 sigri á Gróttu í Hertz-hellinum í kvöld en eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu eru Garðbæingar búnir að jafna metin. 27. apríl 2017 21:00 Stjarnan ætlar ekki lengra með málið Kvörtun Stjörnunnar til HSÍ vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ á úrslitum í leik liðsins gegn Gróttu bar ekki árangur. 25. apríl 2017 15:07 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 19-14 | Stjarnan nýtti reiðina rétt Stjarnan minnkaði muninn í einvígi sínu við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í 2-1. Liðin mætast aftur á Seltjarnarnesi á fimmtudag. 25. apríl 2017 21:45 Úrslitin í leik Gróttu og Stjörnunnar standa Mótanefnd HSÍ sá ekki ástæðu til þess að breyta úrskurði sínum og Grótta vinnur því leikinn, 10-0. 25. apríl 2017 14:54 Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og félagar hennar í Gróttu eru komnar í sumarfrí og það er tilfinning sem Anna Úrsúla hefur ekki fundið fyrir í meira en áratug. Gróttukonur, Íslandsmeistarar tveggja síðustu ára, komust í 2-0 á móti Stjörnunni í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en eru úr leik eftir þrjú töp í röð. Stjarnan mætir því Fram í lokaúrslitunum og hefndi þar með fyrir tap á móti Gróttu í úrslitaeinvíginu undanfarin tvö tímabil. Anna Úrsúla var búin að fagna Íslandsmeistaratitlinum í sex síðustu úrslitakeppnum sínum, fyrst fjórum sinnum með val frá 2010 til 2014 og svo undanfarin tvö tímabil með uppeldisfélagi sínu Gróttu. Valskonur unnu titilinn 2010, 2011, 2012 og 2014 en misstu af honum vorið 2013. Það var einmitt úrslitakeppnina þar sem Anna Úrsúla var í barneignafríi og gat ekki spilað með liðinu. Anna Úrsúla tapaði síðast seríu í úrslitakeppni í apríl 2005 eða fyrir tólf árum síðan. Hún lék þá með liði Gróttu/KR sem datt út úr átta liða úrslitum á móti einmitt Stjörnunni. Það var engin úrslitakeppni á árunum 2006 til 2008 og vorið 2009 var Anna Úrsúla að glíma við meiðsli auk þess að Gróttuliðið hennar komst ekki í úrslitakeppnina. Hún hafði reyndir byrjað 2008-09 tímabilið með Stjörnunni (sem varð meistari vorið 2009) en skipti aftur yfir í Gróttu. Anna Úrsúla skipti yfir í Val sumarið 2009 og við tók mikil sigurganga með Valsliðinu sem hafði þá ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í 27 ár en vann hann fjórum sinnum á næstu fimm ár eins og áður sagði. Hún var búin að fagna sigri í fimmtán seríum í röð í úrslitakeppninni þegar hún tapaði oddaleiknum á móti Stjörnunni á sunnudaginn.Fagnaði sigri í fimmtán seríum í röð í úrslitakeppniMeð Val2009-10 Íslandsmeistari 1) 2-0 sigur á Haukum í undanúrslitum 2) 3-1 sigur á Fram í lokaúrslitum2010-11 Íslandsmeistari 3) 2-0 sigur á Fylki í undanúrslitum 4) 3-0 sigur á Fram í lokaúrslitum2011-12 Íslandsmeistari 5) 3-0 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum 6) 3-2 sigur á Fram í lokaúrslitum2012-13 Barneignafrí2013-14 Íslandsmeistari 7) 2-0 sigur á Haukum í 8 liða úrslitum 8) 3-1 sigur á ÍBV í undanúrslitum 9) 3-2 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitumMeð Gróttu2014-15 Íslandsmeistari 10) 2-0 sigur á Selfossi í 8 liða úrslitum 11) 3-2 sigur á ÍBV í undanúrslitum 12) 3-1 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitum2015-16 Íslandsmeistari 13) 2-0 sigur á Selfossi í 8 liða úrslitum 14) 3-0 sigur á Fram í undanúrslitum 15) 3-1 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitum2016-17 Út í undanúrslitum 3-2 tap á móti Stjörnunni í undanúrslitum
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Grótta 29-25 | Stjarnan í úrslit fimmta árið í röð Stjarnan er komin í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna fimmta árið í röð eftir 29-25 sigur á Gróttu í oddaleik í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjarnan vann einvígið 3-2 og mætir Fram í úrslitum. 30. apríl 2017 17:30 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 20-21 | Stjarnan náði að knýja fram oddaleik Stjarnan tryggði sér oddaleik upp á sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna með 21-20 sigri á Gróttu í Hertz-hellinum í kvöld en eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu eru Garðbæingar búnir að jafna metin. 27. apríl 2017 21:00 Stjarnan ætlar ekki lengra með málið Kvörtun Stjörnunnar til HSÍ vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ á úrslitum í leik liðsins gegn Gróttu bar ekki árangur. 25. apríl 2017 15:07 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 19-14 | Stjarnan nýtti reiðina rétt Stjarnan minnkaði muninn í einvígi sínu við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í 2-1. Liðin mætast aftur á Seltjarnarnesi á fimmtudag. 25. apríl 2017 21:45 Úrslitin í leik Gróttu og Stjörnunnar standa Mótanefnd HSÍ sá ekki ástæðu til þess að breyta úrskurði sínum og Grótta vinnur því leikinn, 10-0. 25. apríl 2017 14:54 Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Grótta 29-25 | Stjarnan í úrslit fimmta árið í röð Stjarnan er komin í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna fimmta árið í röð eftir 29-25 sigur á Gróttu í oddaleik í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjarnan vann einvígið 3-2 og mætir Fram í úrslitum. 30. apríl 2017 17:30
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 20-21 | Stjarnan náði að knýja fram oddaleik Stjarnan tryggði sér oddaleik upp á sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna með 21-20 sigri á Gróttu í Hertz-hellinum í kvöld en eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu eru Garðbæingar búnir að jafna metin. 27. apríl 2017 21:00
Stjarnan ætlar ekki lengra með málið Kvörtun Stjörnunnar til HSÍ vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ á úrslitum í leik liðsins gegn Gróttu bar ekki árangur. 25. apríl 2017 15:07
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 19-14 | Stjarnan nýtti reiðina rétt Stjarnan minnkaði muninn í einvígi sínu við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í 2-1. Liðin mætast aftur á Seltjarnarnesi á fimmtudag. 25. apríl 2017 21:45
Úrslitin í leik Gróttu og Stjörnunnar standa Mótanefnd HSÍ sá ekki ástæðu til þess að breyta úrskurði sínum og Grótta vinnur því leikinn, 10-0. 25. apríl 2017 14:54