Mikið hefur verið rætt og ritað um mögulegan bardaga Floyds Mayweather og Conors McGregor.
Nú hefur faðir Mayweathers, Floyd Mayweather eldri, blandað sér í umræðuna og sagt að hann myndi sjálfur vinna Conor í hringnum.
„Hann er ekkert nema kjafturinn. Ég hef sagt fólki að gleyma Floyd. Setjum hann til hliðar,“ sagði Mayweather eldri.
„Hérna er ég, 64 ára gamall karl og ég mun rústa honum. Ég mun berja hann í spað. Ég er klár hvenær sem er,“ bætti sá gamli við.
Mayweather keppti sjálfur á sínum tíma og þjálfaði svo nokkra boxara, þ.á.m. son sinn.
Mayweather eldri: Ég er 64 ára og mun berja Conor í spað
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti



United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn

