Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg! Björgvin Guðmundsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Hver er staða aldraðra og öryrkja í dag? Hefur hún batnað? Er hún ásættanleg? Með stöðu aldraðra og öryrkja er ekki aðeins átt við það, hvort lífeyrir aldraðra og öryrkja sé viðunandi, heldur einnig stöðu hjúkrunarmála lífeyrisfólks; framboð rýmis á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun.Lífeyrir óviðunandi Í dag opnar ráðamaður á Íslandi varla munninn án þess að hann tali um það hvað þjóðin hafi það gott, hagvöxtur sé í hámarki og staða ríkisfjármála ágæt. Í samræmi við það ætti lífeyrir aldraðra og öryrkja að vera ásættanlegur. En er það svo? Nei, það er langur vegur þar frá. Ný lög um almannatryggingar tóku gildi um síðustu áramót; þau höfðu verið í undirbúningi í meira en áratug. Samkvæmt því hefði átt að vera mikið kjöt á beinunum. En svo var ekki. Lögin voru rýr í roðinu. Í fyrstu var ekki boðin ein króna í hækkun til þeirra aldraðra og öryrkja, sem aðeins höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Það var ekki fyrr en Félag eldri borgara í Reykjavík hafði haldið 1.000 manna mótmælafund í Háskólabíói, að þáverandi ríkisstjórn lét undan og samþykkti hungurlús í hækkun til þeirra, sem voru á „strípuðum“ lífeyri. Þegar hungurlúsin hafði náð fram að ganga, var lífeyrir aldraðra í hjónabandi og í sambúð kominn í 197 þúsund á mánuði, eftir skatt! Lífeyrir einhleypra aldraðra hafði þá hækkað í 230 þúsund á mánuði eftir skatt. Það mundu víst margir aðrir geta lifað af þessum upphæðum í dag? Þetta er skammarlega lágt og engin leið að framfleyta sér af þessum lífeyri. Þetta er óásættanlegt, þegar nógir peningar eru til í þjóðfélaginu.305 þúsund á mánuði eftir skatt er lágmark Hvað þarf lífeyrir að vera hár til þess að hann dugi fyrir sómasamlegri framfærslu? Svarið er þetta: 400 þúsund á mánuði fyrir skatt fyrir einhleypa eldri borgara. Það þýðir 305 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Mér finnst þetta lágt, þegar haft er í huga, að meðaltekjur einstaklinga voru 620 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt 2015. Lífeyrir aldraðra og öryrkja er óásættanlegur, þ.e. þeirra sem hafa „strípaðan“ lífeyri. Það er ekki unnt að lifa af honum. En hvað með aðra þætti, sem varða lífeyrisfólk, t.d. hjúkrunarheimili? Þar er staðan einnig óásættanleg: Biðtími eftir rými er 6 mánuðir að lágmarki. Og heimilin eru svo fjársvelt, að þau geta ekki ráðið nægilega margt fagmenntað fólk eins og hjúkrunarfræðinga. Þetta ástand er til skammar hjá „velferðarríki“. Talað er mikið um að stuðla eigi að því að eldri borgarar eigi að geta verið sem lengst heima. En ekkert er gert til að tryggja það. Heimahjúkrun er einnig fjársvelt. Samandregið: Það ríkir vandræðaástand í málefnum aldraðra og öryrkja á öllum mikilvægustu sviðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Hver er staða aldraðra og öryrkja í dag? Hefur hún batnað? Er hún ásættanleg? Með stöðu aldraðra og öryrkja er ekki aðeins átt við það, hvort lífeyrir aldraðra og öryrkja sé viðunandi, heldur einnig stöðu hjúkrunarmála lífeyrisfólks; framboð rýmis á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun.Lífeyrir óviðunandi Í dag opnar ráðamaður á Íslandi varla munninn án þess að hann tali um það hvað þjóðin hafi það gott, hagvöxtur sé í hámarki og staða ríkisfjármála ágæt. Í samræmi við það ætti lífeyrir aldraðra og öryrkja að vera ásættanlegur. En er það svo? Nei, það er langur vegur þar frá. Ný lög um almannatryggingar tóku gildi um síðustu áramót; þau höfðu verið í undirbúningi í meira en áratug. Samkvæmt því hefði átt að vera mikið kjöt á beinunum. En svo var ekki. Lögin voru rýr í roðinu. Í fyrstu var ekki boðin ein króna í hækkun til þeirra aldraðra og öryrkja, sem aðeins höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Það var ekki fyrr en Félag eldri borgara í Reykjavík hafði haldið 1.000 manna mótmælafund í Háskólabíói, að þáverandi ríkisstjórn lét undan og samþykkti hungurlús í hækkun til þeirra, sem voru á „strípuðum“ lífeyri. Þegar hungurlúsin hafði náð fram að ganga, var lífeyrir aldraðra í hjónabandi og í sambúð kominn í 197 þúsund á mánuði, eftir skatt! Lífeyrir einhleypra aldraðra hafði þá hækkað í 230 þúsund á mánuði eftir skatt. Það mundu víst margir aðrir geta lifað af þessum upphæðum í dag? Þetta er skammarlega lágt og engin leið að framfleyta sér af þessum lífeyri. Þetta er óásættanlegt, þegar nógir peningar eru til í þjóðfélaginu.305 þúsund á mánuði eftir skatt er lágmark Hvað þarf lífeyrir að vera hár til þess að hann dugi fyrir sómasamlegri framfærslu? Svarið er þetta: 400 þúsund á mánuði fyrir skatt fyrir einhleypa eldri borgara. Það þýðir 305 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Mér finnst þetta lágt, þegar haft er í huga, að meðaltekjur einstaklinga voru 620 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt 2015. Lífeyrir aldraðra og öryrkja er óásættanlegur, þ.e. þeirra sem hafa „strípaðan“ lífeyri. Það er ekki unnt að lifa af honum. En hvað með aðra þætti, sem varða lífeyrisfólk, t.d. hjúkrunarheimili? Þar er staðan einnig óásættanleg: Biðtími eftir rými er 6 mánuðir að lágmarki. Og heimilin eru svo fjársvelt, að þau geta ekki ráðið nægilega margt fagmenntað fólk eins og hjúkrunarfræðinga. Þetta ástand er til skammar hjá „velferðarríki“. Talað er mikið um að stuðla eigi að því að eldri borgarar eigi að geta verið sem lengst heima. En ekkert er gert til að tryggja það. Heimahjúkrun er einnig fjársvelt. Samandregið: Það ríkir vandræðaástand í málefnum aldraðra og öryrkja á öllum mikilvægustu sviðum.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun