Óvenju hlýtt loft yfir landinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. maí 2017 08:19 Það eru eflaust margir sem hlakka til að spóka sig í sólinni á Austurvelli í sumar. Vísir/Andri Marinó Óvenju hlýr loftmassi hefur nú sest yfir landið og í gær mældist mjög hár hiti á norðaustanverðu landinu. Hæstu hitatölur sem mældust í gær voru: 22,8°C í Ásbyrgi 22,8°C í Bjarnarey 22,7°C á Húsavík. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar en til að setja tölurnar í samhengi er bent á að hæsti hiti sem mældist allt íðasta sumar var 24,9°C, þann 3. Júní á Egilsstaðaflugvelli og er það einungis 2 stigum hlýrra en mældist í gær. Þá er útlit fyrir að í dag muni sunnanáttin ganga alveg niður og að áfram verði bjart og hlýtt veður. Það má reikna með að þokuloft verði með suðurströndinni og einnig með vesturströndinni í kvöld. Áfram er útlit fyrir rólegt veður á landinu næstu daga. Ský og þokuloft verða algengari um helgina og þá dregur úr hita. „Því miður virðist sem sumarið sé ekki komið til að vera, því langtímaspár gera ráð fyrir að þessum góðviðriskafla ljúki með kaldri norðanátt kringum miðja næstu viku,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag: Hægviðri, léttskýjað og hiti 13 til 19 stig. Sums staðar þokuloft við sjávarsíðuna og hiti 6 til 9 stig.Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað og þokuloft með norður- og austurströndinni og hiti 5 til 8 stig. Víða léttskýjað sunnan- og vestanlands, einkum í uppsveitum, með hita að 18 stigum.Á sunnudag: Hæg breytileg átt. Skýjað um landið sunnanvert og hiti 6 til 12 stig. Bjart nokkuð víða norðantil og hiti að 17 stigum.Á mánudag: Hæg vestan- og norðvestanátt. Bjartviðri SA- og A-lands og hiti 12 til 17 stig, en skýjað að mestu í öðrum landshlutum og hiti 6 til 12 stig.Á þriðjudag: Vestan 5-10, skýjað og dálítil súld af og til, en þurrt um landið austanvert. Heldur kólnandi.Á miðvikudag: Útlit fyrir stífa norðanátt. Rigning, slydda eða snjókoma norðan og austanlands og hiti 0 til 3 stig. Bjartviðri sunnan heiða og hiti 3 til 8 stig að deginum. Veður Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Óvenju hlýr loftmassi hefur nú sest yfir landið og í gær mældist mjög hár hiti á norðaustanverðu landinu. Hæstu hitatölur sem mældust í gær voru: 22,8°C í Ásbyrgi 22,8°C í Bjarnarey 22,7°C á Húsavík. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar en til að setja tölurnar í samhengi er bent á að hæsti hiti sem mældist allt íðasta sumar var 24,9°C, þann 3. Júní á Egilsstaðaflugvelli og er það einungis 2 stigum hlýrra en mældist í gær. Þá er útlit fyrir að í dag muni sunnanáttin ganga alveg niður og að áfram verði bjart og hlýtt veður. Það má reikna með að þokuloft verði með suðurströndinni og einnig með vesturströndinni í kvöld. Áfram er útlit fyrir rólegt veður á landinu næstu daga. Ský og þokuloft verða algengari um helgina og þá dregur úr hita. „Því miður virðist sem sumarið sé ekki komið til að vera, því langtímaspár gera ráð fyrir að þessum góðviðriskafla ljúki með kaldri norðanátt kringum miðja næstu viku,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag: Hægviðri, léttskýjað og hiti 13 til 19 stig. Sums staðar þokuloft við sjávarsíðuna og hiti 6 til 9 stig.Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað og þokuloft með norður- og austurströndinni og hiti 5 til 8 stig. Víða léttskýjað sunnan- og vestanlands, einkum í uppsveitum, með hita að 18 stigum.Á sunnudag: Hæg breytileg átt. Skýjað um landið sunnanvert og hiti 6 til 12 stig. Bjart nokkuð víða norðantil og hiti að 17 stigum.Á mánudag: Hæg vestan- og norðvestanátt. Bjartviðri SA- og A-lands og hiti 12 til 17 stig, en skýjað að mestu í öðrum landshlutum og hiti 6 til 12 stig.Á þriðjudag: Vestan 5-10, skýjað og dálítil súld af og til, en þurrt um landið austanvert. Heldur kólnandi.Á miðvikudag: Útlit fyrir stífa norðanátt. Rigning, slydda eða snjókoma norðan og austanlands og hiti 0 til 3 stig. Bjartviðri sunnan heiða og hiti 3 til 8 stig að deginum.
Veður Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira