Allir brosandi út að eyrum á opnuninni 4. maí 2017 10:15 Jón Proppé sýningarstjóri við eina af sjálfsmyndum Louisu Matthíasdóttur. Fréttablaðið/GVA Það var virkilega skemmtilegt verkefni að setja upp þessa sýningu. Verkin hennar Louisu höfða sterkt til fólks með sínum sterku formum og tæru litum enda var kraðak á opnuninni síðasta sunnudag. Allir voru brosandi út að eyrum, sýndist mér,“ segir Jón Proppé heimspekingur glaðlega, staddur á sýningunni Kyrrð á Kjarvalsstöðum. Kyrrð er yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur, bæði úr eigu safna og einstaklinga á Íslandi. Jón sá um að setja þau upp og þar má fá glögga yfirsýn yfir feril listakonunnar. Fyrstu myndirnar eru frá 1939.Sjálfsmynd frá 1962Louisa væri 100 ára á þessu ári ef hún lifði, en hún lést aldamótaárið 2000. Hún fæddist í húsinu Höfða, sem nú er orðið friðarsetur, árið 1917 og hafði því vítt útsýni út um gluggana á æskuheimili sínu út á sundin blá og til fjallanna handan þeirra. Jón bendir á að eflaust gæti þess í verkum hennar. Hún hafi túlkað íslenskt landslag á einstakan hátt. Reykvískt borgarlíf, kyrralífsmyndir, uppstillingar og myndir af fjölskyldu Louisu og henni sjálfri sjást einnig í salnum og nærri einu horninu er íslenskt sjávarþorp með snotrum húsum og snævi þöktum fjöllum í fjarska. Undir henni stendur nafnið Eskifjörður – í sviga. Við Jón erum svo heppin að hitta sýningargest sem kveðst hafa alist upp á Eskifirði og staðfestir að myndin sé þaðan, sum húsin standi enn.Landslag með gulum himni 1989Louisa var aðeins 17 ára þegar hún fór út í heim í listnám, fyrst til Kaupmannahafnar og þaðan til Parísar. Eftir þriggja ára dvöl heima á Íslandi á stríðsárunum hélt hún í frekara nám til New York, þar kynntist hún bandarískum málara, Leland Bell, sem hún giftist og bjó með í Bandaríkjunum mestan hluta ævinnar. Jón segir hana hafa komið í heimsókn til föðurlandsins af og til og þá skissað mikið. En hversu þekkt er hún á alþjóðavísu? „Louisa var vel þekkt í Bandaríkjunum, enda hafði hún haldið margar sýningar þar áður en hún tók þátt í fyrstu samsýningu á Íslandi árið 1974,“ segir Jón. „Það var mjög lofsamlega skrifað um hana í blöð vestra og íslensk blöð birtu útdrætti úr þeim umsögnum en engar myndir.“ Leiðsögn verður um sýninguna Kyrrð alla föstudaga í þessum mánuði – á íslensku klukkan 12.30 og á ensku kl. 14. Menning Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Það var virkilega skemmtilegt verkefni að setja upp þessa sýningu. Verkin hennar Louisu höfða sterkt til fólks með sínum sterku formum og tæru litum enda var kraðak á opnuninni síðasta sunnudag. Allir voru brosandi út að eyrum, sýndist mér,“ segir Jón Proppé heimspekingur glaðlega, staddur á sýningunni Kyrrð á Kjarvalsstöðum. Kyrrð er yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur, bæði úr eigu safna og einstaklinga á Íslandi. Jón sá um að setja þau upp og þar má fá glögga yfirsýn yfir feril listakonunnar. Fyrstu myndirnar eru frá 1939.Sjálfsmynd frá 1962Louisa væri 100 ára á þessu ári ef hún lifði, en hún lést aldamótaárið 2000. Hún fæddist í húsinu Höfða, sem nú er orðið friðarsetur, árið 1917 og hafði því vítt útsýni út um gluggana á æskuheimili sínu út á sundin blá og til fjallanna handan þeirra. Jón bendir á að eflaust gæti þess í verkum hennar. Hún hafi túlkað íslenskt landslag á einstakan hátt. Reykvískt borgarlíf, kyrralífsmyndir, uppstillingar og myndir af fjölskyldu Louisu og henni sjálfri sjást einnig í salnum og nærri einu horninu er íslenskt sjávarþorp með snotrum húsum og snævi þöktum fjöllum í fjarska. Undir henni stendur nafnið Eskifjörður – í sviga. Við Jón erum svo heppin að hitta sýningargest sem kveðst hafa alist upp á Eskifirði og staðfestir að myndin sé þaðan, sum húsin standi enn.Landslag með gulum himni 1989Louisa var aðeins 17 ára þegar hún fór út í heim í listnám, fyrst til Kaupmannahafnar og þaðan til Parísar. Eftir þriggja ára dvöl heima á Íslandi á stríðsárunum hélt hún í frekara nám til New York, þar kynntist hún bandarískum málara, Leland Bell, sem hún giftist og bjó með í Bandaríkjunum mestan hluta ævinnar. Jón segir hana hafa komið í heimsókn til föðurlandsins af og til og þá skissað mikið. En hversu þekkt er hún á alþjóðavísu? „Louisa var vel þekkt í Bandaríkjunum, enda hafði hún haldið margar sýningar þar áður en hún tók þátt í fyrstu samsýningu á Íslandi árið 1974,“ segir Jón. „Það var mjög lofsamlega skrifað um hana í blöð vestra og íslensk blöð birtu útdrætti úr þeim umsögnum en engar myndir.“ Leiðsögn verður um sýninguna Kyrrð alla föstudaga í þessum mánuði – á íslensku klukkan 12.30 og á ensku kl. 14.
Menning Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira