Allir brosandi út að eyrum á opnuninni 4. maí 2017 10:15 Jón Proppé sýningarstjóri við eina af sjálfsmyndum Louisu Matthíasdóttur. Fréttablaðið/GVA Það var virkilega skemmtilegt verkefni að setja upp þessa sýningu. Verkin hennar Louisu höfða sterkt til fólks með sínum sterku formum og tæru litum enda var kraðak á opnuninni síðasta sunnudag. Allir voru brosandi út að eyrum, sýndist mér,“ segir Jón Proppé heimspekingur glaðlega, staddur á sýningunni Kyrrð á Kjarvalsstöðum. Kyrrð er yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur, bæði úr eigu safna og einstaklinga á Íslandi. Jón sá um að setja þau upp og þar má fá glögga yfirsýn yfir feril listakonunnar. Fyrstu myndirnar eru frá 1939.Sjálfsmynd frá 1962Louisa væri 100 ára á þessu ári ef hún lifði, en hún lést aldamótaárið 2000. Hún fæddist í húsinu Höfða, sem nú er orðið friðarsetur, árið 1917 og hafði því vítt útsýni út um gluggana á æskuheimili sínu út á sundin blá og til fjallanna handan þeirra. Jón bendir á að eflaust gæti þess í verkum hennar. Hún hafi túlkað íslenskt landslag á einstakan hátt. Reykvískt borgarlíf, kyrralífsmyndir, uppstillingar og myndir af fjölskyldu Louisu og henni sjálfri sjást einnig í salnum og nærri einu horninu er íslenskt sjávarþorp með snotrum húsum og snævi þöktum fjöllum í fjarska. Undir henni stendur nafnið Eskifjörður – í sviga. Við Jón erum svo heppin að hitta sýningargest sem kveðst hafa alist upp á Eskifirði og staðfestir að myndin sé þaðan, sum húsin standi enn.Landslag með gulum himni 1989Louisa var aðeins 17 ára þegar hún fór út í heim í listnám, fyrst til Kaupmannahafnar og þaðan til Parísar. Eftir þriggja ára dvöl heima á Íslandi á stríðsárunum hélt hún í frekara nám til New York, þar kynntist hún bandarískum málara, Leland Bell, sem hún giftist og bjó með í Bandaríkjunum mestan hluta ævinnar. Jón segir hana hafa komið í heimsókn til föðurlandsins af og til og þá skissað mikið. En hversu þekkt er hún á alþjóðavísu? „Louisa var vel þekkt í Bandaríkjunum, enda hafði hún haldið margar sýningar þar áður en hún tók þátt í fyrstu samsýningu á Íslandi árið 1974,“ segir Jón. „Það var mjög lofsamlega skrifað um hana í blöð vestra og íslensk blöð birtu útdrætti úr þeim umsögnum en engar myndir.“ Leiðsögn verður um sýninguna Kyrrð alla föstudaga í þessum mánuði – á íslensku klukkan 12.30 og á ensku kl. 14. Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Það var virkilega skemmtilegt verkefni að setja upp þessa sýningu. Verkin hennar Louisu höfða sterkt til fólks með sínum sterku formum og tæru litum enda var kraðak á opnuninni síðasta sunnudag. Allir voru brosandi út að eyrum, sýndist mér,“ segir Jón Proppé heimspekingur glaðlega, staddur á sýningunni Kyrrð á Kjarvalsstöðum. Kyrrð er yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur, bæði úr eigu safna og einstaklinga á Íslandi. Jón sá um að setja þau upp og þar má fá glögga yfirsýn yfir feril listakonunnar. Fyrstu myndirnar eru frá 1939.Sjálfsmynd frá 1962Louisa væri 100 ára á þessu ári ef hún lifði, en hún lést aldamótaárið 2000. Hún fæddist í húsinu Höfða, sem nú er orðið friðarsetur, árið 1917 og hafði því vítt útsýni út um gluggana á æskuheimili sínu út á sundin blá og til fjallanna handan þeirra. Jón bendir á að eflaust gæti þess í verkum hennar. Hún hafi túlkað íslenskt landslag á einstakan hátt. Reykvískt borgarlíf, kyrralífsmyndir, uppstillingar og myndir af fjölskyldu Louisu og henni sjálfri sjást einnig í salnum og nærri einu horninu er íslenskt sjávarþorp með snotrum húsum og snævi þöktum fjöllum í fjarska. Undir henni stendur nafnið Eskifjörður – í sviga. Við Jón erum svo heppin að hitta sýningargest sem kveðst hafa alist upp á Eskifirði og staðfestir að myndin sé þaðan, sum húsin standi enn.Landslag með gulum himni 1989Louisa var aðeins 17 ára þegar hún fór út í heim í listnám, fyrst til Kaupmannahafnar og þaðan til Parísar. Eftir þriggja ára dvöl heima á Íslandi á stríðsárunum hélt hún í frekara nám til New York, þar kynntist hún bandarískum málara, Leland Bell, sem hún giftist og bjó með í Bandaríkjunum mestan hluta ævinnar. Jón segir hana hafa komið í heimsókn til föðurlandsins af og til og þá skissað mikið. En hversu þekkt er hún á alþjóðavísu? „Louisa var vel þekkt í Bandaríkjunum, enda hafði hún haldið margar sýningar þar áður en hún tók þátt í fyrstu samsýningu á Íslandi árið 1974,“ segir Jón. „Það var mjög lofsamlega skrifað um hana í blöð vestra og íslensk blöð birtu útdrætti úr þeim umsögnum en engar myndir.“ Leiðsögn verður um sýninguna Kyrrð alla föstudaga í þessum mánuði – á íslensku klukkan 12.30 og á ensku kl. 14.
Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira