Diaz hefur ekki enn farið í búrið síðan hann tapaði seinni bardaga sínum gegn Conor McGregor. Diaz sagði í viðtalinu að hann ætli ekkert að berjast í ár. Hann hafi það fínt og þurfi ekki að berjast. Kannabisfyrirtækin eru víst að moka peningum í hann.
Diaz óð á súðum í viðtalinu. Sagðist hafa samþykkt að berjast við Tony Ferguson í júlí en síðan hætt við þar sem hann vilji ekki vinna skítverkin fyrir Conor.
Margir hafa haldið því fram að Diaz sé bara að bíða eftir þriðja bardaganum gegn Conor. Það kom því á óvart að Diaz sagðist ekki hafa neinn áhuga á þriðja bardaganum. Hann hefði þegar unnið Conor tvisvar en úrslitin í seinni bardaganum hefðu verið svindl hjá UFC.
Diaz segist einnig vilja sjá Conor og Mayweather berjast. Viðtalið er annars ein löng og tær snilld. Það má sjá hér að neðan.