Jón Arnór leggur landsliðsskóna á hilluna í Helsinki Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2017 14:15 Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, var í dag útnefndur besti leikmaður Domino´s-deildar karla í körfubolta þegar körfuboltaveturinn var gerður upp í Ægisgarði. Jón Arnór var meiddur framan af vetri en byrjaði eftir áramót og var mjög góður. Hann var svo enn betri í úrslitakeppninni og var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir að KR stóð uppi sem meistari fjórða árið í röð. „Ég hélt að nú menn þyrftu að spila allt tímabilið til að vinna svona titil en þetta eru kannski verðlaun fyrir KR-liðið og hvernig við stóðum okkur í ár. Það þarf einhver að taka við þessum verðlaunum,“ sagði Jón Arnór við Vísi í dag. „Það kom mér mjög á óvart að fá þessi verðlaun ef ég á að vera hreinskilinn. En við unnum titilinn og þá kannski skilur maður þetta aðeins.“ Jón Arnór gerði tveggja ára samning við KR þegar hann kom heim síðasta sumar. Hann stefnir að því að klára þann samning og spila með uppeldisfélaginu í Domino´s-deildinni næsta vetur.„Það fer nú styttast í annan endann eins og ég hef margoft sagt. Það verður mjög erfitt að stíga frá þessu og hætta að spila körfubolta og hætta að mæta inn í klefa að keppast. Þetta gefur mér það mikið að ég sé ekki fyrir mér að hætta þessu en auðvitað kemur sá tími. Það er bara spurning um hvenær það gerist,“ sagði Jón Arnór sem er þó ekki kominn í sumarfrí. Íslenska landsliðið á nefnilega fyrir höndum risastórt verkefni á EM í Helsinki í september en þetta er annað skiptið í röð sem strákarnir okkar keppa á meðal þeirra bestu í Evrópu. Evrópumótið verður að öllum líkindum svanasöngur Jóns Arnórs með íslenska landsliðinu. „Ég einbeiti mér núna helst að því að komast í landsliðið fyrir verkefnið í sumar. Ég ætla að njóta þess alveg í botn að spila með landsliðinu því þetta verður mitt síðasta sumar með landsliðinu,“ sagði Jón Arnór. „Ég myndi segja að það séu miklar líkur á að þetta verði endalokin nema þeir nái að plata mig út í einhverja vitleysu. En maður þarf líka að komast í liðið. Það eru margir farnir að banka upp á og kominn tími á eldri mennina að stíga til hliðar. Maður þarf að finna réttu stundina fyrir það.“ „Ég myndi halda að þetta verði mitt síðasta ár með landsliðinu. Það er á stærsta sviðinu, í Helsinki á lokamóti EM. Það er mjög góð stund til að leggja landsliðsskóna á hilluna. Ég mun hugsa þetta samt aðeins meira í sumar og sjá svo til,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jón Arnór og Thelma Dís bestu leikmenn tímabilsins Jóhann Þór Ólafsson og Sverrir Þór Sverrisson bestu þjálfararnir í uppgjöri Domino´s-deildarinnar. 5. maí 2017 13:00 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, var í dag útnefndur besti leikmaður Domino´s-deildar karla í körfubolta þegar körfuboltaveturinn var gerður upp í Ægisgarði. Jón Arnór var meiddur framan af vetri en byrjaði eftir áramót og var mjög góður. Hann var svo enn betri í úrslitakeppninni og var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir að KR stóð uppi sem meistari fjórða árið í röð. „Ég hélt að nú menn þyrftu að spila allt tímabilið til að vinna svona titil en þetta eru kannski verðlaun fyrir KR-liðið og hvernig við stóðum okkur í ár. Það þarf einhver að taka við þessum verðlaunum,“ sagði Jón Arnór við Vísi í dag. „Það kom mér mjög á óvart að fá þessi verðlaun ef ég á að vera hreinskilinn. En við unnum titilinn og þá kannski skilur maður þetta aðeins.“ Jón Arnór gerði tveggja ára samning við KR þegar hann kom heim síðasta sumar. Hann stefnir að því að klára þann samning og spila með uppeldisfélaginu í Domino´s-deildinni næsta vetur.„Það fer nú styttast í annan endann eins og ég hef margoft sagt. Það verður mjög erfitt að stíga frá þessu og hætta að spila körfubolta og hætta að mæta inn í klefa að keppast. Þetta gefur mér það mikið að ég sé ekki fyrir mér að hætta þessu en auðvitað kemur sá tími. Það er bara spurning um hvenær það gerist,“ sagði Jón Arnór sem er þó ekki kominn í sumarfrí. Íslenska landsliðið á nefnilega fyrir höndum risastórt verkefni á EM í Helsinki í september en þetta er annað skiptið í röð sem strákarnir okkar keppa á meðal þeirra bestu í Evrópu. Evrópumótið verður að öllum líkindum svanasöngur Jóns Arnórs með íslenska landsliðinu. „Ég einbeiti mér núna helst að því að komast í landsliðið fyrir verkefnið í sumar. Ég ætla að njóta þess alveg í botn að spila með landsliðinu því þetta verður mitt síðasta sumar með landsliðinu,“ sagði Jón Arnór. „Ég myndi segja að það séu miklar líkur á að þetta verði endalokin nema þeir nái að plata mig út í einhverja vitleysu. En maður þarf líka að komast í liðið. Það eru margir farnir að banka upp á og kominn tími á eldri mennina að stíga til hliðar. Maður þarf að finna réttu stundina fyrir það.“ „Ég myndi halda að þetta verði mitt síðasta ár með landsliðinu. Það er á stærsta sviðinu, í Helsinki á lokamóti EM. Það er mjög góð stund til að leggja landsliðsskóna á hilluna. Ég mun hugsa þetta samt aðeins meira í sumar og sjá svo til,“ sagði Jón Arnór Stefánsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jón Arnór og Thelma Dís bestu leikmenn tímabilsins Jóhann Þór Ólafsson og Sverrir Þór Sverrisson bestu þjálfararnir í uppgjöri Domino´s-deildarinnar. 5. maí 2017 13:00 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Jón Arnór og Thelma Dís bestu leikmenn tímabilsins Jóhann Þór Ólafsson og Sverrir Þór Sverrisson bestu þjálfararnir í uppgjöri Domino´s-deildarinnar. 5. maí 2017 13:00