Trump segir fjölmiðla eiga skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2017 08:49 Donald Trump fór mikinn á fundinum í gær. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét fjölmiðla í Bandaríkjunum heyra það á sérstökum stuðningsmannafundi í gær sem skipulagður var til höfuðs árlegum kvöldverði blaðamanna sem einnig fór fram í gær. BBC greinir frá. Fundurinn var haldinn í Pennsylvaníu-ríki og sagði Trump við stuðningsmenn hans að hann væri að efna hvert loforðið á fætur öðru. Blés hann á alla gagnrýni og sagði hana vera „falskar fréttir“ frá „gamaldags“ blaðamönnum Trump hafði tilkynnt að hann myndi ekki mæta á kvöldverð blaðamanna en hefð er fyrir því að forsetinn mæti þangað, þar sem yfirleitt er gert góðlátlegt grín að sitjandi forseta. Er Trump fyrsti forsetinn frá árinu 1981 til þess að sleppa því að sitja kvölverðinn en það ár var Ronald Reagan að jafna sig eftir banatilræði. Á fundinum í gær sagði Trump að fjölmiðlar ættu skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ vegna umfjöllunar þeirra um það sem Trump hefur áorkað á fyrstu 100 dögum hans sem forseti. Þá sagði Trump að hann væri hæstánægður með að vera meira en í 150 kílómetra fjarlægð frá Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Minntist Trump lauslega á kvöldverð blaðamanna þar sem hann sagði stóra hópa Hollywood-leikara og blaðamanna í Washington vera að hugga hvorn annnan á kvöldverðinum sem myndi verða „mjög leiðinlegur“. Þá minntist hann stuttlega á umdeildan landamæramúr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reynst hefur erfitt að fjármagna en múrinn var eitt helsta kosningaloforð Trump fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári. „Við erum að fara að byggja múr, ekki einu sinni hafa áhyggjur af því,“ sagði Trump. Donald Trump Tengdar fréttir Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39 Kanna hversu mörgum kosningaloforðum Trump hefur framfylgt Donald Trump hefur efnt fimm af 28 kosningaloforðum á sínum fyrstu hundrað dögum í embætti. Fimm loforð eru út af borðinu. 29. apríl 2017 15:00 Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Fleiri fréttir Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét fjölmiðla í Bandaríkjunum heyra það á sérstökum stuðningsmannafundi í gær sem skipulagður var til höfuðs árlegum kvöldverði blaðamanna sem einnig fór fram í gær. BBC greinir frá. Fundurinn var haldinn í Pennsylvaníu-ríki og sagði Trump við stuðningsmenn hans að hann væri að efna hvert loforðið á fætur öðru. Blés hann á alla gagnrýni og sagði hana vera „falskar fréttir“ frá „gamaldags“ blaðamönnum Trump hafði tilkynnt að hann myndi ekki mæta á kvöldverð blaðamanna en hefð er fyrir því að forsetinn mæti þangað, þar sem yfirleitt er gert góðlátlegt grín að sitjandi forseta. Er Trump fyrsti forsetinn frá árinu 1981 til þess að sleppa því að sitja kvölverðinn en það ár var Ronald Reagan að jafna sig eftir banatilræði. Á fundinum í gær sagði Trump að fjölmiðlar ættu skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ vegna umfjöllunar þeirra um það sem Trump hefur áorkað á fyrstu 100 dögum hans sem forseti. Þá sagði Trump að hann væri hæstánægður með að vera meira en í 150 kílómetra fjarlægð frá Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Minntist Trump lauslega á kvöldverð blaðamanna þar sem hann sagði stóra hópa Hollywood-leikara og blaðamanna í Washington vera að hugga hvorn annnan á kvöldverðinum sem myndi verða „mjög leiðinlegur“. Þá minntist hann stuttlega á umdeildan landamæramúr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reynst hefur erfitt að fjármagna en múrinn var eitt helsta kosningaloforð Trump fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári. „Við erum að fara að byggja múr, ekki einu sinni hafa áhyggjur af því,“ sagði Trump.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39 Kanna hversu mörgum kosningaloforðum Trump hefur framfylgt Donald Trump hefur efnt fimm af 28 kosningaloforðum á sínum fyrstu hundrað dögum í embætti. Fimm loforð eru út af borðinu. 29. apríl 2017 15:00 Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Fleiri fréttir Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Sjá meira
Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39
Kanna hversu mörgum kosningaloforðum Trump hefur framfylgt Donald Trump hefur efnt fimm af 28 kosningaloforðum á sínum fyrstu hundrað dögum í embætti. Fimm loforð eru út af borðinu. 29. apríl 2017 15:00