Hringamyndun og stjórnmál Þorvaldur Gylfason skrifar 20. apríl 2017 07:00 Hringamyndun er eðlileg freisting í viðskiptum. Vitaskuld vilja seljendur geta bundizt samtökum um að selja vöru sína og þjónustu sem allra dýrustu verði. Adam Smith, faðir hagfræðinnar, lýsti þessari freistingu vel í höfuðriti sínu Auðlegð þjóðanna 1776. Þess vegna höfum við samkeppnislög sem er ætlað að tryggja hag neytenda gegn hringamyndunartilburðum framleiðenda. Samkeppnislög duga þó misvel. Fyrir kemur að neytendur njóta þess hversu samkeppnislögin hrökkva skammt. Dæmi um það er atlaga bandarískra yfirvalda gegn hugbúnaðarrisanum Microsoft sem tókst að verja sig fyrir dómstólum og semja að endingu við yfirvöld m.a. með þeim rökum að fyrirtækið hafi í krafti sterkrar stöðu sinnar á markaði getað framleitt æ öflugri og ódýrari hugbúnað til hagsbóta fyrir neytendur. Olíuhringurinn OPEC Samkeppnislög einstakra landa ná ekki yfir landamæri og milliríkjasamningar um viðskipti ná ekki að fylla skarðið. Þannig gátu nokkur olíuútflutningsríki bundizt samtökum um að margfalda olíuverð í tvígang 1973 og 1979. Hringurinn heitir OPEC, var stofnaður í Bagdad í Írak 1960 og telur nú 13 aðildarlönd, en þó hvorki Noreg, Mexíkó né Rússland. Samstaða hringsins brast á endanum þar eð freistingin til að lækka verð á olíu niður fyrir sameiginlegt verð hringsins nær ævinlega yfirhöndinni einhvers staðar áður en lýkur. Þannig m.a. stendur á því að olíuverð á heimsmarkaði er nú þrátt fyrir OPEC innan við helmingur af olíuverði 1980 í sambærilegum Bandaríkjadölum. Hringurinn brast og við bættist ný tækni (e. hydrolic fracturing eða fracking) sem gerir olíufélögum kleift að bora lárétt eftir olíu og skyldum orkugjöfum frekar en lóðrétt. Þessi nýja tækni hefur aukið orkuframboð til muna og þrýst heimsmarkaðsverðinu niður en hún er umdeild af umhverfisástæðum og er t.d. bönnuð með lögum í Frakklandi. Stjórnmálahringar Og þá er ég loksins kominn að efninu sem er hringamyndun í stjórnmálum. Hvað er fjórflokkurinn eða fimmflokkurinn annað en hringur? (e. cartel) – þ.e. bandalag misgamalla stjórnmálaflokka gegn nýju fólki sem vill gera breytingar á lögum og stjórnarskrá í samræmi við skýran vilja meiri hluta kjósenda eins og hann hefur birzt í skoðanakönnunum ár fram af ári og einnig í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 um nýju stjórnarskrána. Þessi hringur skilur eftir sig langan slóða. Það er hans verk að fiskveiðistjórnin er í aðalatriðum óbreytt eftir öll þessi ár gegn skýrum vilja meiri hluta kjósenda. Það er hans verk að nýja stjórnarskráin liggur enn á ís í frystigeymslu Alþingis. Það er hans verk að ný framboð þurfa a.m.k. 5% atkvæða til að koma uppbótarmönnum á þing, en þessi regla var leidd í lög eftir að Sverrir Hermannsson fv. bankastjóri Landsbanka Íslands hafði sem þingmaður Frjálslynda flokksins velgt hringnum hressilega undir uggum úr ræðustól Alþingis. Þennan lista mætti lengja.Noregur, Svíþjóð, Þýzkaland Vandinn er ekki bundinn við Ísland. Ein ástæða þess að nýir flokkar ryðja sér nú til rúms í Evrópu er að gömlu flokkarnir hafa snúið bökum saman gegn nýgræðingunum og virða þá jafnvel ekki viðlits heldur úthrópa þá sem lýðskrumara. Þetta á t.d. við um norska Framfaraflokkinn sem var stofnaður 1973 og enginn annar þingflokkur virti viðlits þar til hann tók sæti í ríkisstjórn 2013, þriðji stærsti flokkur Noregs. Þetta á einnig við um Svíþjóðardemókrata sem hlutu 13% atkvæða í þingkosningunum í Svíþjóð 2014, þriðji stærsti flokkurinn á þingi, og enginn annar flokkur virðir enn viðlits. Og þetta á einnig við um nýja AfD-flokkinn (þ. Alternative für Deutschland) í Þýzkalandi sem mælir með úrsögn landsins úr ESB og gegn frekara innstreymi flóttafólks og aðrir flokkar forðast eins og heitan eld eins og það sé vænlegasta leiðin til að halda þessum nýja andstæðingi niðri. Hvaða rétt hafa gömlu flokkarnir til að kalla nýja flokka lýðskrumara? – flokka sem vara við stríðu innstreymi útlendinga, vilja úrsögn úr ESB o.s.frv. Væri ekki nær að rökræða við nýja andstæðinga frekar en að reyna að brennimerkja þá? Nýju flokkarnir liggja margir vel við höggi í rökræðum. T.d. vill norski Framfaraflokkurinn einn flokka nota olíusjóð Norðmanna strax frekar en að geyma hann til síðari nota. Geymslurökin eru þó býsna sterk enda nýtur Noregur aðdáunar og virðingar um allan heim fyrir styrka umsýslu þjóðareignarinnar. Svíþjóðardemókratar vilja einir flokka hefta innstreymi útlendinga til Svíþjóðar. Í því máli eru rökin býsna sterk á báða bóga. Hvorir eru meiri lýðskrumarar? – nýgræðingarnir sem benda á nýjan, viðkvæman vanda og leggja til viðbrögð við honum eða gömlu jaxlarnir sem hafa brugðizt við vandanum með því einu að gera hróp að þeim sem biðja um lausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Hringamyndun er eðlileg freisting í viðskiptum. Vitaskuld vilja seljendur geta bundizt samtökum um að selja vöru sína og þjónustu sem allra dýrustu verði. Adam Smith, faðir hagfræðinnar, lýsti þessari freistingu vel í höfuðriti sínu Auðlegð þjóðanna 1776. Þess vegna höfum við samkeppnislög sem er ætlað að tryggja hag neytenda gegn hringamyndunartilburðum framleiðenda. Samkeppnislög duga þó misvel. Fyrir kemur að neytendur njóta þess hversu samkeppnislögin hrökkva skammt. Dæmi um það er atlaga bandarískra yfirvalda gegn hugbúnaðarrisanum Microsoft sem tókst að verja sig fyrir dómstólum og semja að endingu við yfirvöld m.a. með þeim rökum að fyrirtækið hafi í krafti sterkrar stöðu sinnar á markaði getað framleitt æ öflugri og ódýrari hugbúnað til hagsbóta fyrir neytendur. Olíuhringurinn OPEC Samkeppnislög einstakra landa ná ekki yfir landamæri og milliríkjasamningar um viðskipti ná ekki að fylla skarðið. Þannig gátu nokkur olíuútflutningsríki bundizt samtökum um að margfalda olíuverð í tvígang 1973 og 1979. Hringurinn heitir OPEC, var stofnaður í Bagdad í Írak 1960 og telur nú 13 aðildarlönd, en þó hvorki Noreg, Mexíkó né Rússland. Samstaða hringsins brast á endanum þar eð freistingin til að lækka verð á olíu niður fyrir sameiginlegt verð hringsins nær ævinlega yfirhöndinni einhvers staðar áður en lýkur. Þannig m.a. stendur á því að olíuverð á heimsmarkaði er nú þrátt fyrir OPEC innan við helmingur af olíuverði 1980 í sambærilegum Bandaríkjadölum. Hringurinn brast og við bættist ný tækni (e. hydrolic fracturing eða fracking) sem gerir olíufélögum kleift að bora lárétt eftir olíu og skyldum orkugjöfum frekar en lóðrétt. Þessi nýja tækni hefur aukið orkuframboð til muna og þrýst heimsmarkaðsverðinu niður en hún er umdeild af umhverfisástæðum og er t.d. bönnuð með lögum í Frakklandi. Stjórnmálahringar Og þá er ég loksins kominn að efninu sem er hringamyndun í stjórnmálum. Hvað er fjórflokkurinn eða fimmflokkurinn annað en hringur? (e. cartel) – þ.e. bandalag misgamalla stjórnmálaflokka gegn nýju fólki sem vill gera breytingar á lögum og stjórnarskrá í samræmi við skýran vilja meiri hluta kjósenda eins og hann hefur birzt í skoðanakönnunum ár fram af ári og einnig í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 um nýju stjórnarskrána. Þessi hringur skilur eftir sig langan slóða. Það er hans verk að fiskveiðistjórnin er í aðalatriðum óbreytt eftir öll þessi ár gegn skýrum vilja meiri hluta kjósenda. Það er hans verk að nýja stjórnarskráin liggur enn á ís í frystigeymslu Alþingis. Það er hans verk að ný framboð þurfa a.m.k. 5% atkvæða til að koma uppbótarmönnum á þing, en þessi regla var leidd í lög eftir að Sverrir Hermannsson fv. bankastjóri Landsbanka Íslands hafði sem þingmaður Frjálslynda flokksins velgt hringnum hressilega undir uggum úr ræðustól Alþingis. Þennan lista mætti lengja.Noregur, Svíþjóð, Þýzkaland Vandinn er ekki bundinn við Ísland. Ein ástæða þess að nýir flokkar ryðja sér nú til rúms í Evrópu er að gömlu flokkarnir hafa snúið bökum saman gegn nýgræðingunum og virða þá jafnvel ekki viðlits heldur úthrópa þá sem lýðskrumara. Þetta á t.d. við um norska Framfaraflokkinn sem var stofnaður 1973 og enginn annar þingflokkur virti viðlits þar til hann tók sæti í ríkisstjórn 2013, þriðji stærsti flokkur Noregs. Þetta á einnig við um Svíþjóðardemókrata sem hlutu 13% atkvæða í þingkosningunum í Svíþjóð 2014, þriðji stærsti flokkurinn á þingi, og enginn annar flokkur virðir enn viðlits. Og þetta á einnig við um nýja AfD-flokkinn (þ. Alternative für Deutschland) í Þýzkalandi sem mælir með úrsögn landsins úr ESB og gegn frekara innstreymi flóttafólks og aðrir flokkar forðast eins og heitan eld eins og það sé vænlegasta leiðin til að halda þessum nýja andstæðingi niðri. Hvaða rétt hafa gömlu flokkarnir til að kalla nýja flokka lýðskrumara? – flokka sem vara við stríðu innstreymi útlendinga, vilja úrsögn úr ESB o.s.frv. Væri ekki nær að rökræða við nýja andstæðinga frekar en að reyna að brennimerkja þá? Nýju flokkarnir liggja margir vel við höggi í rökræðum. T.d. vill norski Framfaraflokkurinn einn flokka nota olíusjóð Norðmanna strax frekar en að geyma hann til síðari nota. Geymslurökin eru þó býsna sterk enda nýtur Noregur aðdáunar og virðingar um allan heim fyrir styrka umsýslu þjóðareignarinnar. Svíþjóðardemókratar vilja einir flokka hefta innstreymi útlendinga til Svíþjóðar. Í því máli eru rökin býsna sterk á báða bóga. Hvorir eru meiri lýðskrumarar? – nýgræðingarnir sem benda á nýjan, viðkvæman vanda og leggja til viðbrögð við honum eða gömlu jaxlarnir sem hafa brugðizt við vandanum með því einu að gera hróp að þeim sem biðja um lausnir.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun