Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson skrifar 20. apríl 2017 07:00 Benedikt, það er alrangt að ég hafi skrifað greinar í dagblöð til þess að klekkja á Bjarna Benediktssyni eða til þess að rægja hann eða meiða á annan máta. Ég hef skrifað greinar í dagblöð til þess að reyna að beina honum í það sem mér finnst rétt átt í stjórnmálum, vegna þess að ég hef það á tilfinningunni að áttavitinn hans sé á köflum í tómu rugli. Ég hef til dæmis hvatt hann til þess að fjárfesta meira í heilbrigðiskerfinu og annars staðar í velferðarkerfinu. Ég hef reynt að veita honum aðhald og hvetja hann til góðra verka. Ég held því fram að með því sé ég að rísa undir þeirri ábyrgð sem fylgir því að fá að þykja vænt um þetta land og þessa þjóð og þetta lýðræði sem við viljum búa við. Ég viðurkenni fúslega að ég hef beitt háði og spotti og öðrum álíka hranalegum aðferðum en það hefur ekki verið í þeim tilgangi að meiða heldur til þess að reyna að komast í gegnum brynjuna hans Bjarna. Það eru nefnilega fáir sem eru eins flinkir og hann við að láta annarra orð sér sem vind um eyru þjóta. Ég held því fram að þegar ég segi stjórnmálamanninum Bjarna Benediktssyni til vamms sé það vinargreiði. Ég myndi ekki nenna því nema af því ég ber virðingu fyrir honum og vona að honum gangi vel að stjórna landinu og held að það gengi betur ef hann færi að mínum ráðum. Ég ætlast nefnilega til þess að í lok kjörtímabilsins skili hann af sér samfélagi sem er réttlátara en það er í dag með betra heilbrigðiskerfi, menntakerfi, og húsnæðiskerfi, og ég er handviss um að hann ætlast til þess líka. Vandamál Bjarna eru ekki menn eins og ég heldur menn eins og þú, Benedikt Einarsson. Vandamál Bjarna sem eru stöðu hans vegna líka vandamál íslensks samfélags eiga rætur sínar í persónulegum tengslum hans við viðskiptalífið, og skiptir þar litlu hvort þau eru raunveruleg eða ímynduð. Slíkt er eðli hagsmunaárekstra sem byggja á persónulegum tengslum forsætisráðherra við viðskiptalífið. Á fyrsta áratug þessarar aldar tók Bjarni þátt í alls konar viðskiptagjörningum með fjölskyldunni og bendir flest til þess að hann hafi gert það á heiðarlegan hátt og drengilegan eins og hans var von og vísa, þótt Vafningsmálið hafi verið hundleiðinlegt og jörðin undir viðskiptafótum hans hafi sviðnað við hrunið eins og flestra annarra. Síðan hætti hann beinum afskiptum af viðskiptum fjölskyldunnar og varð stjórnmálamaður í fullu starfi og síðan fjármálaráðherra og nú síðast forsætisráðherra. Það er gífurlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að hafa enga ástæðu til þess að ætla að fyrirtæki í eigu fjölskyldunnar hafi notið góðs af stöðu hans sem fjármálaráðherra eða njóti þess í dag að hann sé forsætisráðherra. Það skiptir hér engu hvort fyrirtækjunum hafi verið hyglað með ákvörðunum Bjarna eða ákvörðunum annarra sem héldu með réttu eða röngu að með þeim væru þeir að þóknast honum. Það má ekki gleymast hér að samfélagið stendur í þeirri trú að einhver hluti af velgengni fyrirtækja fjölskyldunnar gæti að lokum ratað í vasa Bjarna. Hvað skal til bragðs taka? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að samfélagið hafi það á tilfinningunni, að fjölskyldan sé að tappa fé af ríkinu í gegnum meðlimi hennar í stöðum fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Eitt er víst að það er með öllu ómögulegt meðan þú og fjölskyldan hagið ykkur eins og þið vitið ekki af vandanum og haldið því fram að þeir sem veki máls á honum séu bara að rægja Bjarna. Tökum sem dæmi nýjustu fréttir af viðskiptum fjölskyldunnar. Hún er búin að fá leyfi Samkeppniseftirlitsins til þess að kaupa ISS, stærsta ræstingarfyrirtæki landsins sem sérhæfir sig í að þrífa heilbrigðisstofnanir sem eru nær allar í eigu hins opinbera og er með samning við ríkið um þrif á sex ráðuneytum. Þetta er sem sagt fyrirtæki sem byggir að mestu á viðskiptum við ríkið. Og þú spyrð sjálfsagt: Og hvað með það? Og ég svara með þremur spurningum: Hvernig stendur á því að þið skiljið ekki að þið verðið að forðast viðskipti við ríkið meðan Bjarni leiðir hópinn sem stjórnar því? Hafið þið ekkert lært af Borgunarmálinu, eða er ykkur alveg sama þótt þið valdið Bjarna vandræðum og með því íslensku samfélagi? Haldið þið virkilega að þegar Bjarni þurfi að gera hreint fyrir sínum pólitísku dyrum sé aðferðin sú að fjölskyldan kaupi ræstingarfyrirtæki? Samfélagið stjórnast ekki bara af lögum og reglum sem á þeim byggja heldur líka af siðferðisstöðlum sem eru þeim að vissu leyti æðri. Með því að beina viðskiptum sínum að ríkinu er fjölskyldan svo sannarlega ekki að brjóta lög en það má leiða rök að því að það sé ósiðlegt athæfi, hættulegt íslensku samfélagi. Það er líka með ólíkindum að fjölskyldan skuli ekki gera sér grein fyrir því að með þessum óhefta stíl í viðskiptum er hún að vega að möguleikum Bjarna Benediktssonar, þessum hæfileikaríka og óvanalega stjórnmálaleiðtoga, til þess að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar við hliðina á honum afabróður sínum og alnafna. En það er til lausn á þessu fyrir Bjarna sem gæti jafnvel leyst á einu bretti öll ímyndarvandamálin sem eiga rætur í tengslum hans við viðskipti fjölskyldunnar. Hann gæti einfaldlega rift öllum samningum ríkisins við ISS og með því sagt við samfélagið að hann skynji vandann, skilji hann og ætli ekki að búa við hann. Það myndi að vísu búa til annan vanda sem er sá að það yrði að finna einhvern til að þrífa ráðuneytin. Hann væri að vísu auðvelt að leysa. Bjarni er búinn að sýna okkur að hann sé býsna húslegur og geti bakað góðar afmæliskökur. Það er ekki nokkur vafi á því að hann gæti líka skúrað. Hann gæti séð um forsætisráðuneytið og krafist þess að hver ráðherra fyrir sig skúraði sitt ráðuneyti. Það væri alþýðlegt og flott og tæki af allan vafa um að þegar við borgun ráðherrum laun fengjum við eitthvað fyrir okkar snúð, í það minnsta einu sinni í viku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Vafningsmálið Tengdar fréttir Rúllugjald - Opið bréf til Benedikts Einarssonar Benedikt, það er ýmislegt við greinina þína sem birtist í blaðinu á föstudaginn, sem mér finnst flott eins og til dæmis að þú tekur á efnisatriðum í stað þess að hjóla bara í manninn mig, þótt þú gerir svolítið af því á hárbeittan og elegant hátt. 12. apríl 2017 07:00 Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann Í Fréttablaðinu á miðvikudaginn síðastliðinn skrifaði Kári Stefánsson enn einn pistilinn þar sem hann beinir spjótum sínum að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Kári byrjar pistil sinn á að hreykja sér af því að hafa í fyrri skrifum sínum dregið Bjarna yfir naglabrettið, gert að honum grín, ásakað um ljóta hluti og gert lítið úr honum. 7. apríl 2017 07:00 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Benedikt, það er alrangt að ég hafi skrifað greinar í dagblöð til þess að klekkja á Bjarna Benediktssyni eða til þess að rægja hann eða meiða á annan máta. Ég hef skrifað greinar í dagblöð til þess að reyna að beina honum í það sem mér finnst rétt átt í stjórnmálum, vegna þess að ég hef það á tilfinningunni að áttavitinn hans sé á köflum í tómu rugli. Ég hef til dæmis hvatt hann til þess að fjárfesta meira í heilbrigðiskerfinu og annars staðar í velferðarkerfinu. Ég hef reynt að veita honum aðhald og hvetja hann til góðra verka. Ég held því fram að með því sé ég að rísa undir þeirri ábyrgð sem fylgir því að fá að þykja vænt um þetta land og þessa þjóð og þetta lýðræði sem við viljum búa við. Ég viðurkenni fúslega að ég hef beitt háði og spotti og öðrum álíka hranalegum aðferðum en það hefur ekki verið í þeim tilgangi að meiða heldur til þess að reyna að komast í gegnum brynjuna hans Bjarna. Það eru nefnilega fáir sem eru eins flinkir og hann við að láta annarra orð sér sem vind um eyru þjóta. Ég held því fram að þegar ég segi stjórnmálamanninum Bjarna Benediktssyni til vamms sé það vinargreiði. Ég myndi ekki nenna því nema af því ég ber virðingu fyrir honum og vona að honum gangi vel að stjórna landinu og held að það gengi betur ef hann færi að mínum ráðum. Ég ætlast nefnilega til þess að í lok kjörtímabilsins skili hann af sér samfélagi sem er réttlátara en það er í dag með betra heilbrigðiskerfi, menntakerfi, og húsnæðiskerfi, og ég er handviss um að hann ætlast til þess líka. Vandamál Bjarna eru ekki menn eins og ég heldur menn eins og þú, Benedikt Einarsson. Vandamál Bjarna sem eru stöðu hans vegna líka vandamál íslensks samfélags eiga rætur sínar í persónulegum tengslum hans við viðskiptalífið, og skiptir þar litlu hvort þau eru raunveruleg eða ímynduð. Slíkt er eðli hagsmunaárekstra sem byggja á persónulegum tengslum forsætisráðherra við viðskiptalífið. Á fyrsta áratug þessarar aldar tók Bjarni þátt í alls konar viðskiptagjörningum með fjölskyldunni og bendir flest til þess að hann hafi gert það á heiðarlegan hátt og drengilegan eins og hans var von og vísa, þótt Vafningsmálið hafi verið hundleiðinlegt og jörðin undir viðskiptafótum hans hafi sviðnað við hrunið eins og flestra annarra. Síðan hætti hann beinum afskiptum af viðskiptum fjölskyldunnar og varð stjórnmálamaður í fullu starfi og síðan fjármálaráðherra og nú síðast forsætisráðherra. Það er gífurlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að hafa enga ástæðu til þess að ætla að fyrirtæki í eigu fjölskyldunnar hafi notið góðs af stöðu hans sem fjármálaráðherra eða njóti þess í dag að hann sé forsætisráðherra. Það skiptir hér engu hvort fyrirtækjunum hafi verið hyglað með ákvörðunum Bjarna eða ákvörðunum annarra sem héldu með réttu eða röngu að með þeim væru þeir að þóknast honum. Það má ekki gleymast hér að samfélagið stendur í þeirri trú að einhver hluti af velgengni fyrirtækja fjölskyldunnar gæti að lokum ratað í vasa Bjarna. Hvað skal til bragðs taka? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að samfélagið hafi það á tilfinningunni, að fjölskyldan sé að tappa fé af ríkinu í gegnum meðlimi hennar í stöðum fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Eitt er víst að það er með öllu ómögulegt meðan þú og fjölskyldan hagið ykkur eins og þið vitið ekki af vandanum og haldið því fram að þeir sem veki máls á honum séu bara að rægja Bjarna. Tökum sem dæmi nýjustu fréttir af viðskiptum fjölskyldunnar. Hún er búin að fá leyfi Samkeppniseftirlitsins til þess að kaupa ISS, stærsta ræstingarfyrirtæki landsins sem sérhæfir sig í að þrífa heilbrigðisstofnanir sem eru nær allar í eigu hins opinbera og er með samning við ríkið um þrif á sex ráðuneytum. Þetta er sem sagt fyrirtæki sem byggir að mestu á viðskiptum við ríkið. Og þú spyrð sjálfsagt: Og hvað með það? Og ég svara með þremur spurningum: Hvernig stendur á því að þið skiljið ekki að þið verðið að forðast viðskipti við ríkið meðan Bjarni leiðir hópinn sem stjórnar því? Hafið þið ekkert lært af Borgunarmálinu, eða er ykkur alveg sama þótt þið valdið Bjarna vandræðum og með því íslensku samfélagi? Haldið þið virkilega að þegar Bjarni þurfi að gera hreint fyrir sínum pólitísku dyrum sé aðferðin sú að fjölskyldan kaupi ræstingarfyrirtæki? Samfélagið stjórnast ekki bara af lögum og reglum sem á þeim byggja heldur líka af siðferðisstöðlum sem eru þeim að vissu leyti æðri. Með því að beina viðskiptum sínum að ríkinu er fjölskyldan svo sannarlega ekki að brjóta lög en það má leiða rök að því að það sé ósiðlegt athæfi, hættulegt íslensku samfélagi. Það er líka með ólíkindum að fjölskyldan skuli ekki gera sér grein fyrir því að með þessum óhefta stíl í viðskiptum er hún að vega að möguleikum Bjarna Benediktssonar, þessum hæfileikaríka og óvanalega stjórnmálaleiðtoga, til þess að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar við hliðina á honum afabróður sínum og alnafna. En það er til lausn á þessu fyrir Bjarna sem gæti jafnvel leyst á einu bretti öll ímyndarvandamálin sem eiga rætur í tengslum hans við viðskipti fjölskyldunnar. Hann gæti einfaldlega rift öllum samningum ríkisins við ISS og með því sagt við samfélagið að hann skynji vandann, skilji hann og ætli ekki að búa við hann. Það myndi að vísu búa til annan vanda sem er sá að það yrði að finna einhvern til að þrífa ráðuneytin. Hann væri að vísu auðvelt að leysa. Bjarni er búinn að sýna okkur að hann sé býsna húslegur og geti bakað góðar afmæliskökur. Það er ekki nokkur vafi á því að hann gæti líka skúrað. Hann gæti séð um forsætisráðuneytið og krafist þess að hver ráðherra fyrir sig skúraði sitt ráðuneyti. Það væri alþýðlegt og flott og tæki af allan vafa um að þegar við borgun ráðherrum laun fengjum við eitthvað fyrir okkar snúð, í það minnsta einu sinni í viku.
Rúllugjald - Opið bréf til Benedikts Einarssonar Benedikt, það er ýmislegt við greinina þína sem birtist í blaðinu á föstudaginn, sem mér finnst flott eins og til dæmis að þú tekur á efnisatriðum í stað þess að hjóla bara í manninn mig, þótt þú gerir svolítið af því á hárbeittan og elegant hátt. 12. apríl 2017 07:00
Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann Í Fréttablaðinu á miðvikudaginn síðastliðinn skrifaði Kári Stefánsson enn einn pistilinn þar sem hann beinir spjótum sínum að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Kári byrjar pistil sinn á að hreykja sér af því að hafa í fyrri skrifum sínum dregið Bjarna yfir naglabrettið, gert að honum grín, ásakað um ljóta hluti og gert lítið úr honum. 7. apríl 2017 07:00
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun