ASÍ segir fjármálaáætlun ríkisstjórnar alvarlega aðför að velferðarkerfinu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. apríl 2017 14:44 Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er alvarleg aðför að velferðarkerfinu. Þetta segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. Ríkisstjórnin kynnti í lok mars fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Í ályktun miðstjórnar ASÍ frá því í gær er þessi áætlun harðlega gagnrýnd og hún sögð aðför að velferðakerfinu. Meðal annars þau áform að skerða réttindi atvinnuleitenda og stytta bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 24. Þetta er sagt alvarleg aðför að grundvallarréttindum launafólks. Þá kemur fram að þrátt fyrir ítrekuð loforð um aukin framlög til heilbrigðisþjónustunnar sé rekstur hennar áfram vanfjármagnaður. Varðandi áform um fjölgun hjúkrunarrýma kemur fram að sú fjölgun nemi einungis rúmlega helmingnum af áætlaðri viðbótarþörf fyrir ný hjúkrunarrými til ársins 2020. Miðstjórn ASÍ fagnar í ályktuninni áformaðri hækkun ríkisstjórnarinnar á hámarksgreiðslum til foreldra úr Fæðingarorlofssjóði í 600 þúsund krónur á mánuði, en telur jafnframt nauðsynlegt að tekjur upp að 300 þúsund krónum skerðist ekki og að fæðingarorlof verði lengt úr níu mánuðum í tólf. Þá vill stjórnin auka stofnframlög til byggingar hagkvæmra leiguíbúða í almenna íbúðakerfinu úr 600 í eitt þúsund á ári næstu ári, til að bregðast við slæmu ástandi á húsnæðismarkaði. Kjaramál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segist feta einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. 5. apríl 2017 19:51 Taka hluta af ávinningnum frá skólunum Samkvæmt fjármálaáætlun munu stjórnvöld ekki standa við fyrirheit um að framhaldsskólarnir haldi að fullu fjárhagslegum ávinningi af styttingu framhaldsskólans. Skólameistarar Borgarholtsskóla og MA lýsa vonbrigðum yfir niðurstöðunni. 10. apríl 2017 06:00 Fjárhagsáætlun sveltir Háskóla Íslands Stjórn Félags háskólakennara lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar tímabilið 2018–2022 þar sem hún viðheldur undirfjármögnun háskólastigsins. 13. apríl 2017 07:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Sjá meira
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er alvarleg aðför að velferðarkerfinu. Þetta segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. Ríkisstjórnin kynnti í lok mars fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Í ályktun miðstjórnar ASÍ frá því í gær er þessi áætlun harðlega gagnrýnd og hún sögð aðför að velferðakerfinu. Meðal annars þau áform að skerða réttindi atvinnuleitenda og stytta bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 24. Þetta er sagt alvarleg aðför að grundvallarréttindum launafólks. Þá kemur fram að þrátt fyrir ítrekuð loforð um aukin framlög til heilbrigðisþjónustunnar sé rekstur hennar áfram vanfjármagnaður. Varðandi áform um fjölgun hjúkrunarrýma kemur fram að sú fjölgun nemi einungis rúmlega helmingnum af áætlaðri viðbótarþörf fyrir ný hjúkrunarrými til ársins 2020. Miðstjórn ASÍ fagnar í ályktuninni áformaðri hækkun ríkisstjórnarinnar á hámarksgreiðslum til foreldra úr Fæðingarorlofssjóði í 600 þúsund krónur á mánuði, en telur jafnframt nauðsynlegt að tekjur upp að 300 þúsund krónum skerðist ekki og að fæðingarorlof verði lengt úr níu mánuðum í tólf. Þá vill stjórnin auka stofnframlög til byggingar hagkvæmra leiguíbúða í almenna íbúðakerfinu úr 600 í eitt þúsund á ári næstu ári, til að bregðast við slæmu ástandi á húsnæðismarkaði.
Kjaramál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segist feta einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. 5. apríl 2017 19:51 Taka hluta af ávinningnum frá skólunum Samkvæmt fjármálaáætlun munu stjórnvöld ekki standa við fyrirheit um að framhaldsskólarnir haldi að fullu fjárhagslegum ávinningi af styttingu framhaldsskólans. Skólameistarar Borgarholtsskóla og MA lýsa vonbrigðum yfir niðurstöðunni. 10. apríl 2017 06:00 Fjárhagsáætlun sveltir Háskóla Íslands Stjórn Félags háskólakennara lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar tímabilið 2018–2022 þar sem hún viðheldur undirfjármögnun háskólastigsins. 13. apríl 2017 07:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Sjá meira
Fjármálaráðherra segist feta einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. 5. apríl 2017 19:51
Taka hluta af ávinningnum frá skólunum Samkvæmt fjármálaáætlun munu stjórnvöld ekki standa við fyrirheit um að framhaldsskólarnir haldi að fullu fjárhagslegum ávinningi af styttingu framhaldsskólans. Skólameistarar Borgarholtsskóla og MA lýsa vonbrigðum yfir niðurstöðunni. 10. apríl 2017 06:00
Fjárhagsáætlun sveltir Háskóla Íslands Stjórn Félags háskólakennara lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar tímabilið 2018–2022 þar sem hún viðheldur undirfjármögnun háskólastigsins. 13. apríl 2017 07:00