Leit að íslenskum dreng: „Viljum fá að vita að það sé í lagi með hann“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2017 19:11 Sænsk kona er stödd hér á landi að leita að stjúpsyni sínum en ekkert hefur spurst til hans og íslenskrar móður hans í eitt og hálft ár. Lögregluyfirvöld í Svíþjóð og á Íslandi rannsaka málið sem barnsrán. Magðalena Níelsdóttir, er móðir drengsins. Hún bjó í Svíþjóð ásamt syni sínum, Emil Kára Peterson, en hún og sænskur faðir drengsins voru með sameiginlegt forræði. Í nóvember 2015 sagðist Magðalena ætla í frí með drenginn og ekkert hefur spurst til mæðginanna síðan. Stjúpmóðir Emils, Erika Nilsson, hefur síðustu vikuna verið á Íslandi til að setja sig í samband við lögregluyfirvöld, dreifa miðum í póstkassa og hengja upp plaköt. En hún hefur engar vísbendingar fengið um hvar Emil og móðir hans eru stödd.Erika hefur gengið um alla borgina, dreift miðum í póstkassa og hengt upp plaköt.„Lögreglan hefur talað við ættingja hennar og þeir segjast ekkert vita og líklega vita flestir ekki hvar þau eru. Þannig að það eru engar nýjar vísbendingar," segir Erika Nilsson. Lögreglan í Svíþjóð telur líklegt að móðirin feli sig á Íslandi en það finnst íslenskum lögregluyfirvöldum ólíklegt nema hún haldi sig innandyra með drenginn öllum stundum. Emil er með sjaldgæfan meltingafærasjúkdóm og þarf að vera undir reglulegu eftirliti sérfræðinga. „Ég hef áhyggjur af heilsu hans, að hann sé ekki undir eftirliti. En ég hef líka áhyggjur af félagslegum og andlegum þroska hans, því ef þau eru í felum þá gengur hann ekki í leikskóla eða skóla, og er ekki að leika með öðrum börnum," segir Erika. Á morgun á Emil afmæli og verður sex ára gamall. Íslensk og sænsk lögregluyfirvöld leita Magðalenu Níelsdóttur, móður Emils Kára.„Á morgun hefur hann misst af tveimur afmælum og tveimur jólum með fjölskyldu sinni.“ Fjölskyldan hefur sett upp heimasíðu og hægt er að koma upplýsingum þangað eða beint til lögreglu. Ef einhver getur látið okkur vita að hann sé í lagi eða jafnvel á lífi, því það vitum við ekki, þá væri það svo gott. Jafnvel þótt það væri nafnlaus ábending - bara að fá að vita eitthvað um hann," segir Erika sem fer aftur til Svíþjóðar á laugardaginn. Viðtal við Eriku má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Sænsk kona er stödd hér á landi að leita að stjúpsyni sínum en ekkert hefur spurst til hans og íslenskrar móður hans í eitt og hálft ár. Lögregluyfirvöld í Svíþjóð og á Íslandi rannsaka málið sem barnsrán. Magðalena Níelsdóttir, er móðir drengsins. Hún bjó í Svíþjóð ásamt syni sínum, Emil Kára Peterson, en hún og sænskur faðir drengsins voru með sameiginlegt forræði. Í nóvember 2015 sagðist Magðalena ætla í frí með drenginn og ekkert hefur spurst til mæðginanna síðan. Stjúpmóðir Emils, Erika Nilsson, hefur síðustu vikuna verið á Íslandi til að setja sig í samband við lögregluyfirvöld, dreifa miðum í póstkassa og hengja upp plaköt. En hún hefur engar vísbendingar fengið um hvar Emil og móðir hans eru stödd.Erika hefur gengið um alla borgina, dreift miðum í póstkassa og hengt upp plaköt.„Lögreglan hefur talað við ættingja hennar og þeir segjast ekkert vita og líklega vita flestir ekki hvar þau eru. Þannig að það eru engar nýjar vísbendingar," segir Erika Nilsson. Lögreglan í Svíþjóð telur líklegt að móðirin feli sig á Íslandi en það finnst íslenskum lögregluyfirvöldum ólíklegt nema hún haldi sig innandyra með drenginn öllum stundum. Emil er með sjaldgæfan meltingafærasjúkdóm og þarf að vera undir reglulegu eftirliti sérfræðinga. „Ég hef áhyggjur af heilsu hans, að hann sé ekki undir eftirliti. En ég hef líka áhyggjur af félagslegum og andlegum þroska hans, því ef þau eru í felum þá gengur hann ekki í leikskóla eða skóla, og er ekki að leika með öðrum börnum," segir Erika. Á morgun á Emil afmæli og verður sex ára gamall. Íslensk og sænsk lögregluyfirvöld leita Magðalenu Níelsdóttur, móður Emils Kára.„Á morgun hefur hann misst af tveimur afmælum og tveimur jólum með fjölskyldu sinni.“ Fjölskyldan hefur sett upp heimasíðu og hægt er að koma upplýsingum þangað eða beint til lögreglu. Ef einhver getur látið okkur vita að hann sé í lagi eða jafnvel á lífi, því það vitum við ekki, þá væri það svo gott. Jafnvel þótt það væri nafnlaus ábending - bara að fá að vita eitthvað um hann," segir Erika sem fer aftur til Svíþjóðar á laugardaginn. Viðtal við Eriku má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira