Kvöldsund um helgar Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 20. apríl 2017 09:45 Ólafur Egill Egilsson vill lengri opnunartíma í sundlaugum borgarinnar. Vísir/Eyþór Leikarinn Ólafur Egill Egilsson skrifaði formlegt bréf til Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í byrjun árs, þar sem hann óskaði eftir að opnunartími sundlauga yrði lengdur um helgar. „Ég myndi helst vilja hafa opið í einni laug allan sólarhringinn. Ég held að sundlaugar hafi mjög góð áhrif á samfélagið en það er bara ekki hægt að mæla þessi áhrif,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikari spurður út í lengri opnunartíma sundlauga á höfuðborgarsvæðinu. Í haust stóð Ólafur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað var á Reykjavíkurborg, nánar tiltekið Íþrótta- og tómstundaráð, að lengja opnunartíma sundstaða til klukkan 22.00 um helgar. „Aðsókn í sund hefur aukist töluvert síðustu ár. Það hefur yfirleitt verið pakkað í Laugardalslauginni þegar maður hefur farið þangað um helgar. Ég var svolítið í því að kvarta yfir þessu í pottinum í minni heimalaug og sá að margir voru á sama máli. Ég hugsaði með mér að það væri kominn tími til að sjá hversu margir væru sammála mér. Það söfnuðust rúmlega 3.000 undirskriftir, og ég sendi formlegt bréf til ÍTR rétt eftir áramót,“ segir Ólafur ánægður. Ólafur fer nær daglega í Sundlaug Vesturbæjar og segir það mikla heilsubót. „Ég hef farið í Vesturbæjarlaugina frá því ég var lítill með ömmu Dísu þar sem hún kenndi mér að synda, núna fer ég með börnin mín nær daglega,“ segir hann.Gestum Vesturbæjarlaugar hefur fjölgað töluvert undafarið, hér er Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Vísir/GVAÍ byrjun mars fékk Ólafur svar til baka, þar sem honum var tjáð að opnunartíminn yrði lengdur til 22.00 um helgar í Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug, frá 1. júní næstkomandi. Einnig verður opið til 22.00 þegar nýja Sundhöllin verður opnuð, líklega næsta haust. „Ég er virkilega ánægður með að hlustað sé á borgarana og við fáum aukna þjónustu. Kvöldsund er í miklu uppáhaldi hjá mér og mér þætti virkilega leiðinlegt að komast ekki í kvöldsund um helgar í minni laug. Þó það hafi verið opið í Laugardalslauginni þá er Sundlaug Vesturbæjar eins og minn hverfispöbb, og maður er ekkert að skipta um pöbb svona upp á grín, ef maður kemst hjá því, þó ég þurfi þó kannski að skoða málið þegar nýja Sundhöllin verður opnuð í Þingholtunum,“ segir Ólafur. „Þetta er áfangasigur,“ segir Ólafur en hann hefur verið í samskiptum við Ómar Einarsson, framkvæmdastjóra ÍTR, og Þórgný Thoroddsen, formann ÍTR, sem báðir tjáðu Ólafi að líkur væru á þetta fyrirkomulag yrði framlengt. „Ég vona innilega að þessi opnunartími sé kominn til að vera,“ segir hann og bætir við að einnig væri óskandi að opnunartíminn yrði lengdur til klukkan 22.00 á föstudögum. Sundlaugar Tengdar fréttir Hægt að fara í kvöldsund um helgar í Vesturbænum og Breiðholti í sumar Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug verða opnar til klukkan 22 á kvöldin laugardaga og sunnudaga í sumar, það er frá og með 1. júní næstkomandi til 4. september. 13. mars 2017 21:03 Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Elli og María Birta hafa tekið að sér átta börn á síðustu árum og ættleitt tvö Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Elli og María Birta hafa tekið að sér átta börn á síðustu árum og ættleitt tvö Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Sjá meira
Leikarinn Ólafur Egill Egilsson skrifaði formlegt bréf til Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í byrjun árs, þar sem hann óskaði eftir að opnunartími sundlauga yrði lengdur um helgar. „Ég myndi helst vilja hafa opið í einni laug allan sólarhringinn. Ég held að sundlaugar hafi mjög góð áhrif á samfélagið en það er bara ekki hægt að mæla þessi áhrif,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikari spurður út í lengri opnunartíma sundlauga á höfuðborgarsvæðinu. Í haust stóð Ólafur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað var á Reykjavíkurborg, nánar tiltekið Íþrótta- og tómstundaráð, að lengja opnunartíma sundstaða til klukkan 22.00 um helgar. „Aðsókn í sund hefur aukist töluvert síðustu ár. Það hefur yfirleitt verið pakkað í Laugardalslauginni þegar maður hefur farið þangað um helgar. Ég var svolítið í því að kvarta yfir þessu í pottinum í minni heimalaug og sá að margir voru á sama máli. Ég hugsaði með mér að það væri kominn tími til að sjá hversu margir væru sammála mér. Það söfnuðust rúmlega 3.000 undirskriftir, og ég sendi formlegt bréf til ÍTR rétt eftir áramót,“ segir Ólafur ánægður. Ólafur fer nær daglega í Sundlaug Vesturbæjar og segir það mikla heilsubót. „Ég hef farið í Vesturbæjarlaugina frá því ég var lítill með ömmu Dísu þar sem hún kenndi mér að synda, núna fer ég með börnin mín nær daglega,“ segir hann.Gestum Vesturbæjarlaugar hefur fjölgað töluvert undafarið, hér er Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Vísir/GVAÍ byrjun mars fékk Ólafur svar til baka, þar sem honum var tjáð að opnunartíminn yrði lengdur til 22.00 um helgar í Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug, frá 1. júní næstkomandi. Einnig verður opið til 22.00 þegar nýja Sundhöllin verður opnuð, líklega næsta haust. „Ég er virkilega ánægður með að hlustað sé á borgarana og við fáum aukna þjónustu. Kvöldsund er í miklu uppáhaldi hjá mér og mér þætti virkilega leiðinlegt að komast ekki í kvöldsund um helgar í minni laug. Þó það hafi verið opið í Laugardalslauginni þá er Sundlaug Vesturbæjar eins og minn hverfispöbb, og maður er ekkert að skipta um pöbb svona upp á grín, ef maður kemst hjá því, þó ég þurfi þó kannski að skoða málið þegar nýja Sundhöllin verður opnuð í Þingholtunum,“ segir Ólafur. „Þetta er áfangasigur,“ segir Ólafur en hann hefur verið í samskiptum við Ómar Einarsson, framkvæmdastjóra ÍTR, og Þórgný Thoroddsen, formann ÍTR, sem báðir tjáðu Ólafi að líkur væru á þetta fyrirkomulag yrði framlengt. „Ég vona innilega að þessi opnunartími sé kominn til að vera,“ segir hann og bætir við að einnig væri óskandi að opnunartíminn yrði lengdur til klukkan 22.00 á föstudögum.
Sundlaugar Tengdar fréttir Hægt að fara í kvöldsund um helgar í Vesturbænum og Breiðholti í sumar Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug verða opnar til klukkan 22 á kvöldin laugardaga og sunnudaga í sumar, það er frá og með 1. júní næstkomandi til 4. september. 13. mars 2017 21:03 Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Elli og María Birta hafa tekið að sér átta börn á síðustu árum og ættleitt tvö Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Elli og María Birta hafa tekið að sér átta börn á síðustu árum og ættleitt tvö Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Sjá meira
Hægt að fara í kvöldsund um helgar í Vesturbænum og Breiðholti í sumar Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug verða opnar til klukkan 22 á kvöldin laugardaga og sunnudaga í sumar, það er frá og með 1. júní næstkomandi til 4. september. 13. mars 2017 21:03
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið