Botn sleginn í Brexit? Stjórnarmaðurinn skrifar 23. apríl 2017 11:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú boðað til þingkosninga sem haldnar verða þann 8. júní næstkomandi. Ljóst er að málefnaskráin fyrir kosningarnar verður í styttra lagi. Aðalmálið, og allt að því það eina, verður væntanlega útganga Breta úr Evrópusambandinu. Varla verður annað sagt en að May sé í sterkri stöðu en Íhaldsflokkurinn er með tæplega tuttugu prósenta forskot á Verkamannaflokkinn samkvæmt könnunum. Allt bendir því til þess að May muni verulega styrkja stöðu sína og auka við meirihlutann í þinginu sem í dag er einungis tíu þingsæti. Tilgangur May er augljós, og raunar yfirlýstur. Hún vill endurnýja umboð sitt og tryggja sér ríflegan stuðning frá þingi og þjóð vegna yfirvofandi viðræðna við Evrópusambandið og aðrar viðskiptaþjóðir. Hið síðarnefnda er ekki síst mikilvægt enda spurningunni enn ósvarað um hvert Bretland muni snúa sér að útgöngu lokinni. Samningshönd Breta yrði að minnsta kosti sterkari ef sessunautar þeirra við samningaborðið væru vissir um að May væri í sterkri stöðu heima fyrir. Þetta er þó væntanlega ekki hið eina sem ræður stöðumati May. Helstu andstæðingar þeirra í Verkamannaflokknum eru allt að því óstarfhæfir með sósíalistann Jeremy Corbyn í stýrishúsinu. Frjálslyndi flokkurinn er enn að jafna sig eftir afhroðið í kosningunum 2015. Sterk staða að loknum kosningum myndi svo gefa May færi á að kæfa sjálfstæðistilburði Skota í fæðingu. Hvað sem slíkum pólitískum hræringum líður er sennilegt að mörkuðum yrði rórra ef niðurstaðan að loknum kosningum yrði öruggur meirihluti Íhaldsflokksins. Sterlingspundið styrktist verulega í kjölfar tíðindanna og hefur ekki verið sterkara gagnvart evru og bandaríkjadal um nokkurra mánaða skeið. Það skyldi þó ekki vera að væntur sigur Íhaldsflokksins yrði til að slá botn í þann óróa sem ríkt hefur allt frá atkvæðagreiðslunni fyrir réttum níu mánuðum? Spyrjum að leikslokum. Markaðir Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú boðað til þingkosninga sem haldnar verða þann 8. júní næstkomandi. Ljóst er að málefnaskráin fyrir kosningarnar verður í styttra lagi. Aðalmálið, og allt að því það eina, verður væntanlega útganga Breta úr Evrópusambandinu. Varla verður annað sagt en að May sé í sterkri stöðu en Íhaldsflokkurinn er með tæplega tuttugu prósenta forskot á Verkamannaflokkinn samkvæmt könnunum. Allt bendir því til þess að May muni verulega styrkja stöðu sína og auka við meirihlutann í þinginu sem í dag er einungis tíu þingsæti. Tilgangur May er augljós, og raunar yfirlýstur. Hún vill endurnýja umboð sitt og tryggja sér ríflegan stuðning frá þingi og þjóð vegna yfirvofandi viðræðna við Evrópusambandið og aðrar viðskiptaþjóðir. Hið síðarnefnda er ekki síst mikilvægt enda spurningunni enn ósvarað um hvert Bretland muni snúa sér að útgöngu lokinni. Samningshönd Breta yrði að minnsta kosti sterkari ef sessunautar þeirra við samningaborðið væru vissir um að May væri í sterkri stöðu heima fyrir. Þetta er þó væntanlega ekki hið eina sem ræður stöðumati May. Helstu andstæðingar þeirra í Verkamannaflokknum eru allt að því óstarfhæfir með sósíalistann Jeremy Corbyn í stýrishúsinu. Frjálslyndi flokkurinn er enn að jafna sig eftir afhroðið í kosningunum 2015. Sterk staða að loknum kosningum myndi svo gefa May færi á að kæfa sjálfstæðistilburði Skota í fæðingu. Hvað sem slíkum pólitískum hræringum líður er sennilegt að mörkuðum yrði rórra ef niðurstaðan að loknum kosningum yrði öruggur meirihluti Íhaldsflokksins. Sterlingspundið styrktist verulega í kjölfar tíðindanna og hefur ekki verið sterkara gagnvart evru og bandaríkjadal um nokkurra mánaða skeið. Það skyldi þó ekki vera að væntur sigur Íhaldsflokksins yrði til að slá botn í þann óróa sem ríkt hefur allt frá atkvæðagreiðslunni fyrir réttum níu mánuðum? Spyrjum að leikslokum.
Markaðir Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira