Leikkonan Amber Heard og frumkvöðullinn Elon Musk hafa staðfest að þau eru í sambandi. Það gerðu þau með því að birta myndir af sér saman á Instagram síðu sinni í gærkvöldi. Þau voru stödd á veitingastað með vinum.
Það er tæpt ár síðan Amber sótti um skilnað við eiginmann sinn, Johnny Depp. Elon Musk var einnig giftur leikkonunni Talulah Riley en þau skildu á seinasta ári. Musk er einnig hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað bílafyrirtækið Tesla sem og að vera einn af stofnendum PayPal.
Sögusagnir um Musk og Heard hafa verið á sveimi í marga mánuði en nú loksins hafa þau staðfest ást sína á hvort öðru.