Sekt á hendur Samherja felld úr gildi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. apríl 2017 14:47 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. vísir/auðunn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi fimmtán milljón króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum í september í fyrra. Seðlabankanum var gert að greiða fjórar milljónir króna í málskostnað.Báðar kærurnar endursendar Upphaf málsins má rekja til ársins 2010 þegar Seðlabankinn hóf athugun á hvernig útflutningsfyrirtæki fylgdu ákvæðum reglna um gjaldeyrismál um skilaskyldu. Grunur lék á að Samherji hefði brotið gegn þessum reglum og aflaði Seðlabankinn því heimildar til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nítján öðrum félögum honum tengdum. Húsleitin fór fram á starfsstöð Samherja í mars 2012. Seðlabankinn lagði í tvígang fram kæru til embættis sérstaks saksóknara á hendur Samherja. Embættið endursendi kærurnar hins vegar til baka og felldi sakamálið að lokum niður, eða í apríl 2015. Seðlabankinn lagði þá fram sáttaboð þar sem Samherja var boðið að greiða 8,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs, sem Samherji hafnaði. Var sektin þá hækkuð í fimmtán milljónir króna.Seðlabankastjóri vanhæfur að mati Samherja Samherji stefndi Seðlabankanum í framhaldinu. Segir í málatilbúnaði fyrirtækisins að Már Guðmundsson seðlabankastjóri og aðrir starfsmenn bankans hafi verið vanhæfir til meðferðar málsins á hendur fyrirtækinu. Þá hafi þeir reitt afar hátt til höggs í rannsókn sinni og öllum málatilbúnaði allar götur frá því að Seðlabankinn réðist í húsleit hjá fyrirtækinu, líkt og það er orðað í dómnum. Jafnframt hafði það reynst stjórnendum Seðlabankans um megn að viðurkenna fyllilega að hafa farið offari í aðgerðum sínum gegn Samherja og tengdum aðilum. Samherji benti á fyrir dómi að málið á hendur fyrirtækinu hafi verið fellt niður og þar af leiðandi hafi verið um endurupptöku máls, sem standist ekki stjórnsýslulög. Dómurinn taldi sömuleiðis að málið hefði endanlega verið látið niður falla og að ekki hefði verið sýnt með neinum hætti á hvaða grundvelli heimilt var að taka mál Samherja upp að nýju. Var sektargreiðsla Seðlabankans því felld niður og honum gert að greiða allan málskostnað.Harðorð yfirlýsing vegna málsins Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján V. Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, sendu frá sér harðorða yfirlýsingu í garð Más Guðmundssonar á dögunum en þá voru liðin fimm ár frá húsleit Seðlabankans. „[Í] dag eru nákvæmlega fimm ár frá því að Seðlabankinn réðist inn á starfsstöðvar Samherja með um sextíu manna her, í beinni útsendingu fjölmiðla auk þess sem upplýsingafulltrúi bankans sendi fréttatilkynningu um húsleitina út um allan heim. Ávirðingarnar náðu hæst tugum milljarða króna en ekki var meira að marka þær ávirðingar en svo að bankinn sá sig umkominn að ljúka málinu með sátt upp á 8,5 milljón króna. Þegar því var hafnað skellti hann á Samherja 15 milljón króna sekt,“ segir í yfirlýsingunni. „Við upphaf húsleitar lýsti forstjóri Samherja strax yfir ábyrgð á hendur forsvarsmönnum Seðlabankans og fór fram á að fá upplýsingar um grundvöll húsleitarinnar svo unnt væri að takmarka tjónið af þessum harkalegu aðgerðum. Seðlabankinn kaus hins vegar að hundsa þá kröfu líkt og annað sem ekki fellur að hans hugmyndum. Þess í stað hefur bankinn, með seðlabankastjóra í broddi fylkingar, ítrekað borið á borð fjölmiðla og dómstóla rangar upplýsingar að því er virðist til að breiða yfir eigin gjörðir,“ bæta þeir við, en yfirlýsinguna má lesa í heild hér. Tengdar fréttir Segir Seðlabankann stunda að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla Í bréfinu er vísað til fyrra bréfs Þorsteins til bankaráðs þar sem því er haldið fram að lögmaður Seðlabankans hafi gegn betri vitund í nafni Seðlabankans rangfært sönnunargagn í héraðsdómsmáli í því skyni að hafa áhrif á úrslit málsins. 15. apríl 2017 14:47 Lögmaður Samherja furðu lostinn: Eins og ef lögreglan réðist inn í geymslur án heimildar Ákvörðun Hæstaréttar um að vísa frá kröfu Samherja og tengdra félaga vegna rannsóknar á meintu broti á gjaldeyrislögum er fráleit að mati Helga Jóhannessonar lögmanns Samherja. 31. október 2012 13:30 Sérstakur vísar meintu gjaldeyrisbroti Samherja frá Embætti sérstaks saksóknara hefur endursent gjaldeyrisbrotamál tengt útgerðarfyrirtækinu Samherja til Seðlabanka Íslands 9. september 2013 11:07 Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleit Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Samherja og tengdra aðila um að gögnum úr húsleit verði skilað. 30. júní 2014 16:30 Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugði við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. 6. janúar 2014 13:36 Þorsteinn Már kærir starfsfólk Seðlabankans Forstjóri Samherja, hefur kært þau Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóra, og Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, fyrir meint brot gegn sér. 30. nóvember 2016 09:50 Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi fimmtán milljón króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum í september í fyrra. Seðlabankanum var gert að greiða fjórar milljónir króna í málskostnað.Báðar kærurnar endursendar Upphaf málsins má rekja til ársins 2010 þegar Seðlabankinn hóf athugun á hvernig útflutningsfyrirtæki fylgdu ákvæðum reglna um gjaldeyrismál um skilaskyldu. Grunur lék á að Samherji hefði brotið gegn þessum reglum og aflaði Seðlabankinn því heimildar til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nítján öðrum félögum honum tengdum. Húsleitin fór fram á starfsstöð Samherja í mars 2012. Seðlabankinn lagði í tvígang fram kæru til embættis sérstaks saksóknara á hendur Samherja. Embættið endursendi kærurnar hins vegar til baka og felldi sakamálið að lokum niður, eða í apríl 2015. Seðlabankinn lagði þá fram sáttaboð þar sem Samherja var boðið að greiða 8,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs, sem Samherji hafnaði. Var sektin þá hækkuð í fimmtán milljónir króna.Seðlabankastjóri vanhæfur að mati Samherja Samherji stefndi Seðlabankanum í framhaldinu. Segir í málatilbúnaði fyrirtækisins að Már Guðmundsson seðlabankastjóri og aðrir starfsmenn bankans hafi verið vanhæfir til meðferðar málsins á hendur fyrirtækinu. Þá hafi þeir reitt afar hátt til höggs í rannsókn sinni og öllum málatilbúnaði allar götur frá því að Seðlabankinn réðist í húsleit hjá fyrirtækinu, líkt og það er orðað í dómnum. Jafnframt hafði það reynst stjórnendum Seðlabankans um megn að viðurkenna fyllilega að hafa farið offari í aðgerðum sínum gegn Samherja og tengdum aðilum. Samherji benti á fyrir dómi að málið á hendur fyrirtækinu hafi verið fellt niður og þar af leiðandi hafi verið um endurupptöku máls, sem standist ekki stjórnsýslulög. Dómurinn taldi sömuleiðis að málið hefði endanlega verið látið niður falla og að ekki hefði verið sýnt með neinum hætti á hvaða grundvelli heimilt var að taka mál Samherja upp að nýju. Var sektargreiðsla Seðlabankans því felld niður og honum gert að greiða allan málskostnað.Harðorð yfirlýsing vegna málsins Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján V. Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, sendu frá sér harðorða yfirlýsingu í garð Más Guðmundssonar á dögunum en þá voru liðin fimm ár frá húsleit Seðlabankans. „[Í] dag eru nákvæmlega fimm ár frá því að Seðlabankinn réðist inn á starfsstöðvar Samherja með um sextíu manna her, í beinni útsendingu fjölmiðla auk þess sem upplýsingafulltrúi bankans sendi fréttatilkynningu um húsleitina út um allan heim. Ávirðingarnar náðu hæst tugum milljarða króna en ekki var meira að marka þær ávirðingar en svo að bankinn sá sig umkominn að ljúka málinu með sátt upp á 8,5 milljón króna. Þegar því var hafnað skellti hann á Samherja 15 milljón króna sekt,“ segir í yfirlýsingunni. „Við upphaf húsleitar lýsti forstjóri Samherja strax yfir ábyrgð á hendur forsvarsmönnum Seðlabankans og fór fram á að fá upplýsingar um grundvöll húsleitarinnar svo unnt væri að takmarka tjónið af þessum harkalegu aðgerðum. Seðlabankinn kaus hins vegar að hundsa þá kröfu líkt og annað sem ekki fellur að hans hugmyndum. Þess í stað hefur bankinn, með seðlabankastjóra í broddi fylkingar, ítrekað borið á borð fjölmiðla og dómstóla rangar upplýsingar að því er virðist til að breiða yfir eigin gjörðir,“ bæta þeir við, en yfirlýsinguna má lesa í heild hér.
Tengdar fréttir Segir Seðlabankann stunda að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla Í bréfinu er vísað til fyrra bréfs Þorsteins til bankaráðs þar sem því er haldið fram að lögmaður Seðlabankans hafi gegn betri vitund í nafni Seðlabankans rangfært sönnunargagn í héraðsdómsmáli í því skyni að hafa áhrif á úrslit málsins. 15. apríl 2017 14:47 Lögmaður Samherja furðu lostinn: Eins og ef lögreglan réðist inn í geymslur án heimildar Ákvörðun Hæstaréttar um að vísa frá kröfu Samherja og tengdra félaga vegna rannsóknar á meintu broti á gjaldeyrislögum er fráleit að mati Helga Jóhannessonar lögmanns Samherja. 31. október 2012 13:30 Sérstakur vísar meintu gjaldeyrisbroti Samherja frá Embætti sérstaks saksóknara hefur endursent gjaldeyrisbrotamál tengt útgerðarfyrirtækinu Samherja til Seðlabanka Íslands 9. september 2013 11:07 Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleit Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Samherja og tengdra aðila um að gögnum úr húsleit verði skilað. 30. júní 2014 16:30 Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugði við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. 6. janúar 2014 13:36 Þorsteinn Már kærir starfsfólk Seðlabankans Forstjóri Samherja, hefur kært þau Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóra, og Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, fyrir meint brot gegn sér. 30. nóvember 2016 09:50 Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira
Segir Seðlabankann stunda að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla Í bréfinu er vísað til fyrra bréfs Þorsteins til bankaráðs þar sem því er haldið fram að lögmaður Seðlabankans hafi gegn betri vitund í nafni Seðlabankans rangfært sönnunargagn í héraðsdómsmáli í því skyni að hafa áhrif á úrslit málsins. 15. apríl 2017 14:47
Lögmaður Samherja furðu lostinn: Eins og ef lögreglan réðist inn í geymslur án heimildar Ákvörðun Hæstaréttar um að vísa frá kröfu Samherja og tengdra félaga vegna rannsóknar á meintu broti á gjaldeyrislögum er fráleit að mati Helga Jóhannessonar lögmanns Samherja. 31. október 2012 13:30
Sérstakur vísar meintu gjaldeyrisbroti Samherja frá Embætti sérstaks saksóknara hefur endursent gjaldeyrisbrotamál tengt útgerðarfyrirtækinu Samherja til Seðlabanka Íslands 9. september 2013 11:07
Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleit Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Samherja og tengdra aðila um að gögnum úr húsleit verði skilað. 30. júní 2014 16:30
Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugði við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. 6. janúar 2014 13:36
Þorsteinn Már kærir starfsfólk Seðlabankans Forstjóri Samherja, hefur kært þau Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóra, og Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, fyrir meint brot gegn sér. 30. nóvember 2016 09:50