Reiknar með breyttum leikstíl Makedóníu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 06:30 Geir ætlar að vera við öllu búinn í Skopje. vísir/ernir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari ætlar að halda áfram að byggja á því sem landsliðið gerði undir hans stjórn á HM í janúar er það mætir Makedóníu í tveimur leikjum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn fer fram ytra þann 4. maí en síðari leikurinn verður spilaður í Laugardalshöll þremur dögum síðar. Liðið kemur saman í Þýskalandi þann 1. maí og heldur svo til Skopje daginn fyrir leik. „Ég velti því fyrir mér að gera einhverjar breytingar því það er margt sem mig langar að prófa. Í ljósi þess að við fáum þrjá æfingaleiki í júní þá ákvað ég að bíða með það núna,“ segir Geir, en breytingarnar eru þær að Guðmundur Hólmar Helgason dettur út vegna meiðsla og Aron Pálmarsson kemur inn en hann missti af HM vegna meiðsla.Aron kemur inn „Það er frábært að fá Aron aftur í liðið. Hann er að spila mjög vel þessa dagana sem er mjög ánægjulegt. Hann er spenntur að koma og hjálpa okkur. Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá hann inn aftur.“ Þó svo Guðmund Hólmar vanti í vörnina þá er ekkert pláss fyrir Vigni Svavarsson. „Vignir var mjög nálægt því að komast inn. Ég átti mjög gott spjall við hann í vikunni og við verðum að sjá hvernig hlutirnir þróast. Við erum með öflugt þríeyki í hópnum sem kláraði HM í hjarta varnarinnar ásamt Guðmundi. Ég treysti þessum þremur til þess að klára þetta verkefni,“ segir Geir en er hann búinn að útiloka Vigni frá frekari verkefnum með landsliðinu? „Alls ekki. Hvort einhver hafi gripið gæsina og nýtt sitt tækifæri í hans fjarveru. Kannski er það þannig. Ég veit meira núna en ég vissi í upphafi árs. Vignir er klár og til í að koma í seinni leikinn ef svo ber undir.“Nýr þjálfari og nýjar áherslur Ísland hefur háð margar harðar rimmur við Makedóníu í gegnum tíðina. Nú síðast á HM í janúar er liðin skildu jöfn, 27-27. Þá spilaði Makedónía með sjö sóknarmenn nánast allan tímann en ekki er víst að þeir geri það núna í ljósi þess að Lino Cervar er hættur með liðið og nýr þjálfari kominn inn sem þreytir frumraun sína gegn Íslandi. Sá heitir Raul Gonzalez og þjálfar Vardar í Skopje. Hann er með mikla reynslu og vann með Talant Dujshebaev hjá Ciudad Real og Atletico Madrid. „Það má búast við því að hann spili hefðbundnari handbolta en Cervar. Við áttum ekkert í svo miklum vandræðum með þetta sjö á móti sex í Frakklandi. Þetta hefur allt kosti og galla. Við þurfum að búa okkur undir hvort tveggja,“ segir Geir en var ekki hundleiðinlegt að glíma við þennan leikstíl? „Þetta er leiðigjarn handbolti. Ég myndi nú ekki vilja banna þetta. Þróunin mun sjá til hvort þetta lifir eða ekki. Maður sér ótalmarga prófa þetta en árangurinn er misgóður. Menn höfðu miklar áhyggjur af því að þetta myndi útrýma opnum varnarleik en tilfellið er að sumum liðum gengur jafnvel betur að verjast í 5 plús einn vörn gegn sjö. Látum þetta bara þróast.“ Íslenska liðið tapaði óvænt í Úkraínu í öðrum leik sínum í undankeppninni og það er því ekki mikið svigrúm fyrir frekari mistök. „Við þurfum fimm til sex stig af þeim átta sem eru í boði til að tryggja okkur áfram. Við munum halda áfram að gera það sama og við höfum verið að gera en verðum með eitthvað nýtt upp í erminni. Þetta er rosalegur erfiður útivöllur og mikil gryfja. Þarna skipta þeir oft um ham og eru gríðarlega öflugir.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari ætlar að halda áfram að byggja á því sem landsliðið gerði undir hans stjórn á HM í janúar er það mætir Makedóníu í tveimur leikjum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn fer fram ytra þann 4. maí en síðari leikurinn verður spilaður í Laugardalshöll þremur dögum síðar. Liðið kemur saman í Þýskalandi þann 1. maí og heldur svo til Skopje daginn fyrir leik. „Ég velti því fyrir mér að gera einhverjar breytingar því það er margt sem mig langar að prófa. Í ljósi þess að við fáum þrjá æfingaleiki í júní þá ákvað ég að bíða með það núna,“ segir Geir, en breytingarnar eru þær að Guðmundur Hólmar Helgason dettur út vegna meiðsla og Aron Pálmarsson kemur inn en hann missti af HM vegna meiðsla.Aron kemur inn „Það er frábært að fá Aron aftur í liðið. Hann er að spila mjög vel þessa dagana sem er mjög ánægjulegt. Hann er spenntur að koma og hjálpa okkur. Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá hann inn aftur.“ Þó svo Guðmund Hólmar vanti í vörnina þá er ekkert pláss fyrir Vigni Svavarsson. „Vignir var mjög nálægt því að komast inn. Ég átti mjög gott spjall við hann í vikunni og við verðum að sjá hvernig hlutirnir þróast. Við erum með öflugt þríeyki í hópnum sem kláraði HM í hjarta varnarinnar ásamt Guðmundi. Ég treysti þessum þremur til þess að klára þetta verkefni,“ segir Geir en er hann búinn að útiloka Vigni frá frekari verkefnum með landsliðinu? „Alls ekki. Hvort einhver hafi gripið gæsina og nýtt sitt tækifæri í hans fjarveru. Kannski er það þannig. Ég veit meira núna en ég vissi í upphafi árs. Vignir er klár og til í að koma í seinni leikinn ef svo ber undir.“Nýr þjálfari og nýjar áherslur Ísland hefur háð margar harðar rimmur við Makedóníu í gegnum tíðina. Nú síðast á HM í janúar er liðin skildu jöfn, 27-27. Þá spilaði Makedónía með sjö sóknarmenn nánast allan tímann en ekki er víst að þeir geri það núna í ljósi þess að Lino Cervar er hættur með liðið og nýr þjálfari kominn inn sem þreytir frumraun sína gegn Íslandi. Sá heitir Raul Gonzalez og þjálfar Vardar í Skopje. Hann er með mikla reynslu og vann með Talant Dujshebaev hjá Ciudad Real og Atletico Madrid. „Það má búast við því að hann spili hefðbundnari handbolta en Cervar. Við áttum ekkert í svo miklum vandræðum með þetta sjö á móti sex í Frakklandi. Þetta hefur allt kosti og galla. Við þurfum að búa okkur undir hvort tveggja,“ segir Geir en var ekki hundleiðinlegt að glíma við þennan leikstíl? „Þetta er leiðigjarn handbolti. Ég myndi nú ekki vilja banna þetta. Þróunin mun sjá til hvort þetta lifir eða ekki. Maður sér ótalmarga prófa þetta en árangurinn er misgóður. Menn höfðu miklar áhyggjur af því að þetta myndi útrýma opnum varnarleik en tilfellið er að sumum liðum gengur jafnvel betur að verjast í 5 plús einn vörn gegn sjö. Látum þetta bara þróast.“ Íslenska liðið tapaði óvænt í Úkraínu í öðrum leik sínum í undankeppninni og það er því ekki mikið svigrúm fyrir frekari mistök. „Við þurfum fimm til sex stig af þeim átta sem eru í boði til að tryggja okkur áfram. Við munum halda áfram að gera það sama og við höfum verið að gera en verðum með eitthvað nýtt upp í erminni. Þetta er rosalegur erfiður útivöllur og mikil gryfja. Þarna skipta þeir oft um ham og eru gríðarlega öflugir.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira