Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 20:30 Forstjóri Landspítala segir íslenskt samfélag hafa brugðist öldruðum sjúklingum. Mynd/Vilhelm Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. Á ársfundi Landspítalans töluðu stjórnendur meðal annars um fjölda aldraðra sem situr fastur á spítalanum sem hefur orðið til þess að spítalinn er fjórða stærsta hjúkrunarheimili landsins. Forstjóri spítalans sagði íslenskt samfélag hafa brugðist eldra fólki. „Í dag, 24. apríl, bíða 95 einstaklingar sem lokið hafa meðferð á Landspítala og gætu útskrifast í kvöld, ef samfélagið gæti veitt þeim viðunandi þjónustu og útvegað þeim hjúkrunarrými. Í staðinn bíða þeir við mismunandi aðstæður um allan spítala og hinn kaldi raunveruleiki er sá að fimmtungur þeirra mun látast áður en hjúkrunarrými býðast þeim," sagði Páll í ræðu sinni. Einnig var farið yfir fjármál spítalans en Landspítali var rekinn með 85 milljóna króna halla árið 2016. Nýlega var þingsályktunartillaga um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára kynnt en þar er gert ráð fyrir tæplega 45 milljarða króna uppsafnaðri viðbót til sjúkrahúsþjónustu. Þar af fara tæpir 36 milljarðar í uppbyggingu nýs Landspítala Og tveir milljarðar fara í erlenda sjúkrahúsþjónustu. Þannig er í raun sjö milljarða króna viðbót sem fer í innlenda sjúkrahúsþjónustu. Samkvæmt fjármálaáætluninni eiga 4,4 milljarðar að mæta aukinni eftirspurn vegna öldrunar þjóðar, 3,8 millarðar eiga að styrkja mönnun, 1,4 milljarðar eiga að fara í rekstur jáeindaskanna, 700 milljónir til að auka þjónustu BUGL, einn milljarður í útskriftardeild aldraðra á Landakoti og einn milljarður í Brjóstamiðstöð. Þegar þetta hefur verið tekið saman eru rúmir fimm milljarðar í mínus. „Samkvæmt þessu þá virðist tillaga stjórnvalda gera ráð fyrir því að sjúkrahúsin á landinu skeri niður um 5,2 milljarða á tímabilinu til að skapa svigrúm fyrir það sem í tillögunni er kallað aukin framlög til nýrra verkefna," sagði María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans, í ræðu sinni. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Sjá meira
Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. Á ársfundi Landspítalans töluðu stjórnendur meðal annars um fjölda aldraðra sem situr fastur á spítalanum sem hefur orðið til þess að spítalinn er fjórða stærsta hjúkrunarheimili landsins. Forstjóri spítalans sagði íslenskt samfélag hafa brugðist eldra fólki. „Í dag, 24. apríl, bíða 95 einstaklingar sem lokið hafa meðferð á Landspítala og gætu útskrifast í kvöld, ef samfélagið gæti veitt þeim viðunandi þjónustu og útvegað þeim hjúkrunarrými. Í staðinn bíða þeir við mismunandi aðstæður um allan spítala og hinn kaldi raunveruleiki er sá að fimmtungur þeirra mun látast áður en hjúkrunarrými býðast þeim," sagði Páll í ræðu sinni. Einnig var farið yfir fjármál spítalans en Landspítali var rekinn með 85 milljóna króna halla árið 2016. Nýlega var þingsályktunartillaga um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára kynnt en þar er gert ráð fyrir tæplega 45 milljarða króna uppsafnaðri viðbót til sjúkrahúsþjónustu. Þar af fara tæpir 36 milljarðar í uppbyggingu nýs Landspítala Og tveir milljarðar fara í erlenda sjúkrahúsþjónustu. Þannig er í raun sjö milljarða króna viðbót sem fer í innlenda sjúkrahúsþjónustu. Samkvæmt fjármálaáætluninni eiga 4,4 milljarðar að mæta aukinni eftirspurn vegna öldrunar þjóðar, 3,8 millarðar eiga að styrkja mönnun, 1,4 milljarðar eiga að fara í rekstur jáeindaskanna, 700 milljónir til að auka þjónustu BUGL, einn milljarður í útskriftardeild aldraðra á Landakoti og einn milljarður í Brjóstamiðstöð. Þegar þetta hefur verið tekið saman eru rúmir fimm milljarðar í mínus. „Samkvæmt þessu þá virðist tillaga stjórnvalda gera ráð fyrir því að sjúkrahúsin á landinu skeri niður um 5,2 milljarða á tímabilinu til að skapa svigrúm fyrir það sem í tillögunni er kallað aukin framlög til nýrra verkefna," sagði María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans, í ræðu sinni.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Sjá meira