Ungt par var handtekið á lokuðu athafnasvæði fyrirtækis við Skútuvog í Reykjavík á fimmta tímanum. Parið var búið að setja hluti í töskur þegar lögreglu bar að og var það í framhaldinu vistað í fangageymslum.
Þá var brotist inn í frístundaheimili við Safamýri um klukkan hálf þrjú í nótt. Þaðan var meðal annars stolið flatskjá, tölvu og fleiru en hinn fingralangi er enn ófundinn.
Þrír voru handteknir vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og/eða annarra vímuefna, að því er segir í dagbók lögreglu. Einn þeirra er talinn hafa ekið stolinni bifreið, en sá er jafnframt próflaus, og í fórum hans fundust fíkniefni.
Handtóku par sem reyndi að fara ránshendi
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
