Deilt um fríverslunarsamning við blóðuga stjórn Duterte Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2017 19:00 Þingmenn Vinstri grænna og Pírata leggjast gegn því að Alþingi staðfesti fríverslunarsamning við Filippseyjar vegna mannréttindabrota og morða forseta landsins á óbreyttum borgurum. Stjórnarþingmenn segja samninginn koma íbúum Filippseyja til góða. Það var mikill fjöldi mála á dagskrá Alþingis í dag. meðal annars voru kosnir fulltrúar í sextán stjórnir og ráð, eins og í stjórn Ríkisútvarpsins og bankaráð Seðlabanka Íslands. En það var fríverslunarsamningur við Filippseyjar sem stal athyglinni á Alþingi. EFTA-ríkin undirrituðu fríverslunarsamning við Filippseyjar í lok apríl í fyrra, um tveimur mánuðum áður en Rodrigo Duterte var kjörinn forseti landsins. Utanríkisráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um staðfestingu samningsins. Hann felur meðal annars í sér gagnkvæma lækkun og niðurfellingu tolla á iðnaðarvörum, sjávarafurðum og unnum og óunnum landbúnaðarvörum.Duterte hefur reynst blóðugur forseti og hvatt til morða á fíkniefnasölum og neytendum án dóms og laga og stært sig af því að hafa persónulega myrt fólk þegar hann var borgarstjóri í Davao. Síðan hann tók við völdum hafa rúmlega níu þúsund manns verið myrt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði að inni í samningum væru ákvæði um vernd mannréttinda, lýðræðis, réttarreglur og mannfrelsi í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þá er rétt að upplýsa í þessu sambandi að ég gagnrýndi stjórnvöld Filippseyja og Duterte forseta harkalega á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í febrúarmánuði síðast liðnum. Þeirri gagnrýni hefur síðan verið fylgt eftir af embættismönnum ráðuneytisins á vettvangi mannréttindaráðsins. Síðan má nefna að næsta lota í svo kallaðri jafningjarýni mannréttindaráðsins hefst í Genf í byrjun maí. Filippseyjar koma þar til skoðunar,“ sagði utanríkisráðherra. Þingmenn Vinstri grænna og Pírata lögðust gegn því að samningurinn verði staðfestur í ljósi mannréttindabrota Duterte. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði skýrslur mannréttindasamtaka sýna að mannréttindi væru brotin á fleiri hópum en fíklum eins og frumbyggjum, börnum, bændum og samkynhneigðum. Ráðist hafi verið að valdi á frumbyggja, börn sættu nauðungarvinnu, skotið hafi verið á mótmæli bænda og morðum á hinsegin fólki hefði fjölgað. „Af hverju kemur ríkisstjórn Íslands með svona mál hingað inn í sal Alþingis? Af hverju vill ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar liðka fyrir viðskiptum við morðóða menn,“ spurði Rísa Björk. Þingmenn tókust síðan á um áhrif fríverslunarsamninga, sem þrátt fyrir vond stjórnvöld gætu komið íbúum Filippseyja til góða eða þrýst á forsetann blóðuga með því að samþiggja þá ekki. En allir voru sammála um að mannréttindabrot Duterte væru skelfileg og stjórnvöld landsins einstaklega vond. Alþingi Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Þingmenn Vinstri grænna og Pírata leggjast gegn því að Alþingi staðfesti fríverslunarsamning við Filippseyjar vegna mannréttindabrota og morða forseta landsins á óbreyttum borgurum. Stjórnarþingmenn segja samninginn koma íbúum Filippseyja til góða. Það var mikill fjöldi mála á dagskrá Alþingis í dag. meðal annars voru kosnir fulltrúar í sextán stjórnir og ráð, eins og í stjórn Ríkisútvarpsins og bankaráð Seðlabanka Íslands. En það var fríverslunarsamningur við Filippseyjar sem stal athyglinni á Alþingi. EFTA-ríkin undirrituðu fríverslunarsamning við Filippseyjar í lok apríl í fyrra, um tveimur mánuðum áður en Rodrigo Duterte var kjörinn forseti landsins. Utanríkisráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um staðfestingu samningsins. Hann felur meðal annars í sér gagnkvæma lækkun og niðurfellingu tolla á iðnaðarvörum, sjávarafurðum og unnum og óunnum landbúnaðarvörum.Duterte hefur reynst blóðugur forseti og hvatt til morða á fíkniefnasölum og neytendum án dóms og laga og stært sig af því að hafa persónulega myrt fólk þegar hann var borgarstjóri í Davao. Síðan hann tók við völdum hafa rúmlega níu þúsund manns verið myrt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði að inni í samningum væru ákvæði um vernd mannréttinda, lýðræðis, réttarreglur og mannfrelsi í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þá er rétt að upplýsa í þessu sambandi að ég gagnrýndi stjórnvöld Filippseyja og Duterte forseta harkalega á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í febrúarmánuði síðast liðnum. Þeirri gagnrýni hefur síðan verið fylgt eftir af embættismönnum ráðuneytisins á vettvangi mannréttindaráðsins. Síðan má nefna að næsta lota í svo kallaðri jafningjarýni mannréttindaráðsins hefst í Genf í byrjun maí. Filippseyjar koma þar til skoðunar,“ sagði utanríkisráðherra. Þingmenn Vinstri grænna og Pírata lögðust gegn því að samningurinn verði staðfestur í ljósi mannréttindabrota Duterte. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði skýrslur mannréttindasamtaka sýna að mannréttindi væru brotin á fleiri hópum en fíklum eins og frumbyggjum, börnum, bændum og samkynhneigðum. Ráðist hafi verið að valdi á frumbyggja, börn sættu nauðungarvinnu, skotið hafi verið á mótmæli bænda og morðum á hinsegin fólki hefði fjölgað. „Af hverju kemur ríkisstjórn Íslands með svona mál hingað inn í sal Alþingis? Af hverju vill ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar liðka fyrir viðskiptum við morðóða menn,“ spurði Rísa Björk. Þingmenn tókust síðan á um áhrif fríverslunarsamninga, sem þrátt fyrir vond stjórnvöld gætu komið íbúum Filippseyja til góða eða þrýst á forsetann blóðuga með því að samþiggja þá ekki. En allir voru sammála um að mannréttindabrot Duterte væru skelfileg og stjórnvöld landsins einstaklega vond.
Alþingi Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira