Óskar Hrafn erfiðastur en Hjörvar nokkuð auðveldur viðureignar Benedikt Bóas skrifar 26. apríl 2017 07:00 „Það blundar í mér að vera meira fyrir aftan myndavélina,“ segir Auðunn Blöndal en hann leikstýrði nýrri auglýsingu fyrir Pepsi-deildarmörkin sem sýnd eru á Stöð 2 Sport. Pepsi-deildin hefst með pompi og prakt á sunnudag og verður upphitunarþáttur í opinni dagskrá á föstudagskvöld. Auglýsingin var frumsýnd í gær en þetta var fyrsta leikstjórnarverkefni Auðuns. Hann skrifaði að auki handritið. „Að vera meira fyrir aftan myndavélina er eitthvað sem ég hef áhuga á. Það hefur komið með árunum og ef ég myndi fara að læra eitthvað núna þá væri það leikstjórn, ekki spurning,“ segir hann.Auðunn hefur áhuga á því að færa sig meira fyrir aftan myndavélarnar.Vísir/VilhelmAuðunn hefur átt gott ár fyrir framan myndavélina og frammistaða hans í Asíska draumnum, Satt eða logið og Steypustöðinni hefur fest hann í sessi sem frábæran leikara. Nú fór hann í leikstjórastólinn í fyrsta sinn og stýrði góðvini sínum Hjörvari Hafliðasyni, Herði Magnússyni, Óskari Hrafn Þorvaldssyni og Loga Ólafssyni sem munu stýra umfjöllun Stöðvar 2 Sport um Pepsi-deildina. Auk þeirra koma Íslandsmeistarar FH við sögu og Víkingur úr Reykjavík þar sem nokkrir leikmenn bera á sér bossann í sturtu. „Leikararnir fóru allir á kostum og voru hrikalega góðir. Ég hef alltaf sagt að Hörður sé til dæmis mun betri leikari en fólk áttar sig á,“ segir Auðunn en eins og flestir vita eru góð Hörður góð leikaragen í Herði en faðir hans, Magnús Ólafsson, er enn að slá í gegn á hvíta tjaldinu. „Óskar Hrafn var erfiðastur. Trúlega vegna þess að honum fannst óþægilegt að vera að leika. Hjörvar var svo nokkuð auðveldur viðureignar,“ segir hann en þeim er vel til vina. Fyrsti leikurinn sem verður sýndur á Stöð 2 Sport verður viðureign ÍA og FH á sunnudag en fyrstu Pepsi-mörkin rúlla af stað á verkalýðsdaginn, 1. maí, þegar fyrstu umferð lýkur.Meistaraflokkur Víkings Reykjavíkur berháttar sig í auglýsingunni fyrir eftirminnilegt sturtuskot. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Fleiri fréttir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Sjá meira
„Það blundar í mér að vera meira fyrir aftan myndavélina,“ segir Auðunn Blöndal en hann leikstýrði nýrri auglýsingu fyrir Pepsi-deildarmörkin sem sýnd eru á Stöð 2 Sport. Pepsi-deildin hefst með pompi og prakt á sunnudag og verður upphitunarþáttur í opinni dagskrá á föstudagskvöld. Auglýsingin var frumsýnd í gær en þetta var fyrsta leikstjórnarverkefni Auðuns. Hann skrifaði að auki handritið. „Að vera meira fyrir aftan myndavélina er eitthvað sem ég hef áhuga á. Það hefur komið með árunum og ef ég myndi fara að læra eitthvað núna þá væri það leikstjórn, ekki spurning,“ segir hann.Auðunn hefur áhuga á því að færa sig meira fyrir aftan myndavélarnar.Vísir/VilhelmAuðunn hefur átt gott ár fyrir framan myndavélina og frammistaða hans í Asíska draumnum, Satt eða logið og Steypustöðinni hefur fest hann í sessi sem frábæran leikara. Nú fór hann í leikstjórastólinn í fyrsta sinn og stýrði góðvini sínum Hjörvari Hafliðasyni, Herði Magnússyni, Óskari Hrafn Þorvaldssyni og Loga Ólafssyni sem munu stýra umfjöllun Stöðvar 2 Sport um Pepsi-deildina. Auk þeirra koma Íslandsmeistarar FH við sögu og Víkingur úr Reykjavík þar sem nokkrir leikmenn bera á sér bossann í sturtu. „Leikararnir fóru allir á kostum og voru hrikalega góðir. Ég hef alltaf sagt að Hörður sé til dæmis mun betri leikari en fólk áttar sig á,“ segir Auðunn en eins og flestir vita eru góð Hörður góð leikaragen í Herði en faðir hans, Magnús Ólafsson, er enn að slá í gegn á hvíta tjaldinu. „Óskar Hrafn var erfiðastur. Trúlega vegna þess að honum fannst óþægilegt að vera að leika. Hjörvar var svo nokkuð auðveldur viðureignar,“ segir hann en þeim er vel til vina. Fyrsti leikurinn sem verður sýndur á Stöð 2 Sport verður viðureign ÍA og FH á sunnudag en fyrstu Pepsi-mörkin rúlla af stað á verkalýðsdaginn, 1. maí, þegar fyrstu umferð lýkur.Meistaraflokkur Víkings Reykjavíkur berháttar sig í auglýsingunni fyrir eftirminnilegt sturtuskot.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Fleiri fréttir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið