Tyrkir gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2017 22:57 Eftirmálar árásanna í Sýrlandi. Vísir/AFP Minnst tuttugu Kúrdar féllu í loftárásum Tyrkja í Írak og Sýrlandi í dag. Í Sýrlandi beindust árásirnar gegn meðlimum YPG, sem leiða baráttuna gegn Íslamska ríkinu og eru bandamenn Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa áhyggjur af árásunum. Í Írak féllu sex meðlimir Peshmerga sveitanna svokölluðu, sem eru að mestu vinveitt Tyrklandi. AFP fréttaveitan segir útlit fyrir að sú árás hafi verið slys. Yfirvöld í Tyrklandi segja árásirnar hafa beinst gegn „hryðjuverkamönnum“ og heita því að halda árásum áfram. Þeir segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi sem hafa í áratugi barist fyrir sjálfstæði í austurhluta Tyrklands. Írakar segja árásina þar í landi vera brot á fullveldi Írak og alþjóðalögum. PKK hefur verið með viðveru við Sinjarfjall í Írak eftir að þeir komu Jasídum til aðstoðar eftir innrás Íslamska ríkisins í Írak sumarið 2014. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Mark Toner, segir Bandaríkin hafa komið áhyggjum sínum á framfæri við yfirvöld í Tyrklandi. Þrátt fyrir að Bandaríkin skilji áhyggjur Tyrkja vegna PKK skaði árásir sem þessar baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Írakskir Kúrdar hafa einnig lýst yfir andstöðu við veru PKK í Sinjarhéraði. Einn af forsvarsmönnum Syrian Democratic Forces, sem eru regnhlífarsamtök sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í Sýrlandi, kallar eftir því að Bandaríkin hjálpi þeim að koma upp loftvörnum til að verjast árásum Tyrkja. SDF stjórna stórum hluta Sýrlands sem liggur að landamærum Tyrklands. Tyrkir gerðu í raun innrás í Sýrland í ágúst í fyrra, með uppreisnarhópum sem þeir styðja, til þess að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar næðu öllum landamærunum á sitt vald. Þeir hafa jafnvel hótað því að beita hernaði gegn Kúrdum og sendu Bandaríkin hermenn til borgarinnar Manbij til þess að koma í veg fyrir slíka árás.Sjá einnig: Bandaríkin fjölga hermönnum í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Tyrklandi segja 40 „hryðjuverkamenn“ hafa fallið í Sýrlandi og 30 í Írak. Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir PKK ógna öryggi ríkisins og að barist yrði gegn þeim þrátt fyrir að þeir haldi til í „landi A eða landi B“. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Búast við frekari stuðningi Bandaríkjanna gegn ISIS Sýrlenskir Kúrdar segjast tilbúnir til að verjast gegn Tyrkjum. 15. febrúar 2017 21:49 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Höfuðvígi ISIS er nærri því umkringt Sveitir, studdar af Bandaríkjunum, hafa lokað síðasta þjóðveginum að borginni Raqqa. 6. mars 2017 17:03 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Minnst tuttugu Kúrdar féllu í loftárásum Tyrkja í Írak og Sýrlandi í dag. Í Sýrlandi beindust árásirnar gegn meðlimum YPG, sem leiða baráttuna gegn Íslamska ríkinu og eru bandamenn Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa áhyggjur af árásunum. Í Írak féllu sex meðlimir Peshmerga sveitanna svokölluðu, sem eru að mestu vinveitt Tyrklandi. AFP fréttaveitan segir útlit fyrir að sú árás hafi verið slys. Yfirvöld í Tyrklandi segja árásirnar hafa beinst gegn „hryðjuverkamönnum“ og heita því að halda árásum áfram. Þeir segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi sem hafa í áratugi barist fyrir sjálfstæði í austurhluta Tyrklands. Írakar segja árásina þar í landi vera brot á fullveldi Írak og alþjóðalögum. PKK hefur verið með viðveru við Sinjarfjall í Írak eftir að þeir komu Jasídum til aðstoðar eftir innrás Íslamska ríkisins í Írak sumarið 2014. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Mark Toner, segir Bandaríkin hafa komið áhyggjum sínum á framfæri við yfirvöld í Tyrklandi. Þrátt fyrir að Bandaríkin skilji áhyggjur Tyrkja vegna PKK skaði árásir sem þessar baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Írakskir Kúrdar hafa einnig lýst yfir andstöðu við veru PKK í Sinjarhéraði. Einn af forsvarsmönnum Syrian Democratic Forces, sem eru regnhlífarsamtök sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í Sýrlandi, kallar eftir því að Bandaríkin hjálpi þeim að koma upp loftvörnum til að verjast árásum Tyrkja. SDF stjórna stórum hluta Sýrlands sem liggur að landamærum Tyrklands. Tyrkir gerðu í raun innrás í Sýrland í ágúst í fyrra, með uppreisnarhópum sem þeir styðja, til þess að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar næðu öllum landamærunum á sitt vald. Þeir hafa jafnvel hótað því að beita hernaði gegn Kúrdum og sendu Bandaríkin hermenn til borgarinnar Manbij til þess að koma í veg fyrir slíka árás.Sjá einnig: Bandaríkin fjölga hermönnum í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Tyrklandi segja 40 „hryðjuverkamenn“ hafa fallið í Sýrlandi og 30 í Írak. Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir PKK ógna öryggi ríkisins og að barist yrði gegn þeim þrátt fyrir að þeir haldi til í „landi A eða landi B“.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Búast við frekari stuðningi Bandaríkjanna gegn ISIS Sýrlenskir Kúrdar segjast tilbúnir til að verjast gegn Tyrkjum. 15. febrúar 2017 21:49 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Höfuðvígi ISIS er nærri því umkringt Sveitir, studdar af Bandaríkjunum, hafa lokað síðasta þjóðveginum að borginni Raqqa. 6. mars 2017 17:03 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Búast við frekari stuðningi Bandaríkjanna gegn ISIS Sýrlenskir Kúrdar segjast tilbúnir til að verjast gegn Tyrkjum. 15. febrúar 2017 21:49
„Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30
Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34
Höfuðvígi ISIS er nærri því umkringt Sveitir, studdar af Bandaríkjunum, hafa lokað síðasta þjóðveginum að borginni Raqqa. 6. mars 2017 17:03
Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56