Hefur ekki áhyggjur af frumvarpinu þrátt fyrir efasemdir einstaka þingmanna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2017 10:59 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Vísir/Ernir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist ekki hafa áhyggjur af því að frumvarp um jafnlaunavottun nái ekki fram að ganga þrátt fyrir að einstaka stjórnarþingmenn hafi lýst yfir efasemdum um frumvarpið. Hann mælti fyrir frumvarpinu í gærkvöldi. „Stutta svarið er nei. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég tel að um þetta mál sé víðtækur stuðningur í þinginu og þó svo það sé vissulega rétt að einstaka þingmenn stjórnarmeirihlutans hafi viðrað efasemdir þá er ég ekki í nokkrum vafa um að frumvarpið njóti víðtæks stuðnings,“ sagði Þorsteinn við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks; Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja frumvarp Þorsteins. Þá hefur Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra einnig lýst yfir efasemdum en hún ritaði grein á dögunum þar sem hún dró kynbundinn launamun í efa.Augljóst veikleikamerki? Oddný Harðardóttir sagðist taka vel í frumvarpið. Hún spurði hins vegar hvort það sé ekki augljóst veikleikamerki á ríkisstjórnarsamstarfinu að svo stórt mál njóti ekki stuðnings allra stjórnarþingmanna. Þorsteinn sagðist ekki telja það veikleikamerki enda sé hann fullviss um að frumvarpið muni njóta víðtæks stuðnings. Oddný benti jafnframt á að lög séu í gildi um að konum og körlum séu greidd jöfn laun, en að þeim lögum sé ekki framfylgt. Lagði hún því til að aðilar vinnumarkaðarins tækju þessi mál í sínar hendur. „Segjum svo að frumvarpið bara falli, eða nái ekki fram að ganga, væri þá ekki önnur leið – gætu aðilar vinnumarkaðarins ekki bara tekið málið til sín og sagt að ef þingið getur ekki ráðið við þetta þá semjum við um að hafa hlutina með þessum hætti? Ef það ekki líka að mörgu leyti eðlilegi farvegurinn fyrir svona mál, að það sé samið um það á vinnumarkaði um að nýta þetta tæki til þess að sjá til þess að lögin séu uppfyllt,“ sagði húnÓlíklegt að lögin fæli fyrirtæki frá ráðningum Þá sagði Þorsteinn aðspurður að lögin nái til 1400 fyrirtækja og stofnana og um 70 prósent launþega á vinnumarkaði, þannig að þau dekki stærstan hluta vinnumarkaðarins. Frumvarpið kveður á um að öll fyrirtæki og stofnanir í landinu með 25 starfsmenn eða fleiri þurfi að undirgangast ferli til að greina kynbundinn launamun, og aðspurður sagðist Þorsteinn ekki hafa áhyggjur af því að lögin fæli fyrirtæki frá ráðningum. „Það dreg ég stórlega í efa,“ sagði hann. Samkvæmt skýrslu á vegum velferðarráðuneytisins frá 2015 er launamunur kynjanna 7,6 prósent hjá vinnumarkaðnum í heild. Alþingi Tengdar fréttir Efasemdir um jafnlaunavottun innan stjórnarandstöðunnar Frumvarp ríkisstjórnarinnar um jafnlaunavottun fær líklega brautargengi á Alþingi þrátt fyrir efasemdaraddir innan stjórnarandstöðunnar. Fulltrúar allra flokka eru sammála um að markmið frumvarpsins sé göfugt. 7. apríl 2017 06:00 Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist ekki hafa áhyggjur af því að frumvarp um jafnlaunavottun nái ekki fram að ganga þrátt fyrir að einstaka stjórnarþingmenn hafi lýst yfir efasemdum um frumvarpið. Hann mælti fyrir frumvarpinu í gærkvöldi. „Stutta svarið er nei. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég tel að um þetta mál sé víðtækur stuðningur í þinginu og þó svo það sé vissulega rétt að einstaka þingmenn stjórnarmeirihlutans hafi viðrað efasemdir þá er ég ekki í nokkrum vafa um að frumvarpið njóti víðtæks stuðnings,“ sagði Þorsteinn við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks; Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja frumvarp Þorsteins. Þá hefur Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra einnig lýst yfir efasemdum en hún ritaði grein á dögunum þar sem hún dró kynbundinn launamun í efa.Augljóst veikleikamerki? Oddný Harðardóttir sagðist taka vel í frumvarpið. Hún spurði hins vegar hvort það sé ekki augljóst veikleikamerki á ríkisstjórnarsamstarfinu að svo stórt mál njóti ekki stuðnings allra stjórnarþingmanna. Þorsteinn sagðist ekki telja það veikleikamerki enda sé hann fullviss um að frumvarpið muni njóta víðtæks stuðnings. Oddný benti jafnframt á að lög séu í gildi um að konum og körlum séu greidd jöfn laun, en að þeim lögum sé ekki framfylgt. Lagði hún því til að aðilar vinnumarkaðarins tækju þessi mál í sínar hendur. „Segjum svo að frumvarpið bara falli, eða nái ekki fram að ganga, væri þá ekki önnur leið – gætu aðilar vinnumarkaðarins ekki bara tekið málið til sín og sagt að ef þingið getur ekki ráðið við þetta þá semjum við um að hafa hlutina með þessum hætti? Ef það ekki líka að mörgu leyti eðlilegi farvegurinn fyrir svona mál, að það sé samið um það á vinnumarkaði um að nýta þetta tæki til þess að sjá til þess að lögin séu uppfyllt,“ sagði húnÓlíklegt að lögin fæli fyrirtæki frá ráðningum Þá sagði Þorsteinn aðspurður að lögin nái til 1400 fyrirtækja og stofnana og um 70 prósent launþega á vinnumarkaði, þannig að þau dekki stærstan hluta vinnumarkaðarins. Frumvarpið kveður á um að öll fyrirtæki og stofnanir í landinu með 25 starfsmenn eða fleiri þurfi að undirgangast ferli til að greina kynbundinn launamun, og aðspurður sagðist Þorsteinn ekki hafa áhyggjur af því að lögin fæli fyrirtæki frá ráðningum. „Það dreg ég stórlega í efa,“ sagði hann. Samkvæmt skýrslu á vegum velferðarráðuneytisins frá 2015 er launamunur kynjanna 7,6 prósent hjá vinnumarkaðnum í heild.
Alþingi Tengdar fréttir Efasemdir um jafnlaunavottun innan stjórnarandstöðunnar Frumvarp ríkisstjórnarinnar um jafnlaunavottun fær líklega brautargengi á Alþingi þrátt fyrir efasemdaraddir innan stjórnarandstöðunnar. Fulltrúar allra flokka eru sammála um að markmið frumvarpsins sé göfugt. 7. apríl 2017 06:00 Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Efasemdir um jafnlaunavottun innan stjórnarandstöðunnar Frumvarp ríkisstjórnarinnar um jafnlaunavottun fær líklega brautargengi á Alþingi þrátt fyrir efasemdaraddir innan stjórnarandstöðunnar. Fulltrúar allra flokka eru sammála um að markmið frumvarpsins sé göfugt. 7. apríl 2017 06:00
Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51