Grindavík henti KR út í horn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2017 06:30 Grindvíkingar fagna eftir sigurinn á KR-ingum í gær. Þeir eru nú búnir að vinna tvo leiki í röð og tryggja sér oddaleik á sunnudaginn. vísir/andri marinó Það verður oddaleikur í DHL-höllinni á sunnudag eftir magnaðan sigur Grindavíkur á KR, 79-66, í Röstinni í gær. Hver hafði trú á því? Líklega enginn fyrir utan þessa geggjuðu baráttujaxla í Grindavíkurliðinu. Þeir hafa vaxið við hverja raun og eru til alls líklegir í Vesturbænum. Atvik átti sér stað er leikurinn var að hefjast sem var nokkuð lýsandi fyrir leikinn. Ómar Örn Sævarsson Grindvíkingur er að bíða eftir uppkastinu og syngur og dillar sér við söng stuðningsmanna KR. Já, KR. Gleði í Grindvíkingum og þeir ætluðu svo sannarlega að njóta þess að spila þennan leik í frábærri stemningu. KR-ingar að sama skapi virtust þjakaðir af taugaspennu. Engin gleði og engin ánægja að vera að spila í úrslitaeinvígi. Þeir voru líka yfirmáta pirraðir og þoldu mótlætið engan veginn. Þeir létu á löngum köflum allt fara í taugarnar á sér. Á sama tíma var Grindavík að njóta hverrar sekúndu. Grindavík leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-15, og með níu stigum í hálfleik, 42-33. Forskotið hefði átt að vera stærra miðað við hvað KR-ingarnir voru lélegir. KR-liðið kom ákveðið til leiks í síðari hálfleik. Jón Arnór vaknaði loksins og jafnaði leikinn í 50-50. Þá héldu margir að Grindvíkingar myndi brotna. Raunin varð önnur. Þeir héldu KR frá því að skora í rúmar fimm leikmínútur og tóku gott forskot á ný. Því forskoti slepptu þeir aldrei og tryggðu sér oddaleikinn. Þvert á allar spár sérfræðinga. Það er ekki til sá leikmaður Grindavíkur sem er ekki til í að fórna lífi og limum til þess að vinna bolta. Grindavík er að spila frábæran liðsbolta og liðsandinn er engu líkur. Ef KR-ingar taka ekki til í hausnum á sér og þjálfarinn nær ekki að stilla spennustigið fyrir oddaleikinn þá mun KR tapa oddaleiknum. KR-ingar þurfa að fara í rækilega naflaskoðun fyrir úrslitaleikinn. „Þetta var verðskuldað. Það er kannski smá hroki að segja það en þetta var allt að því sannfærandi hjá okkur,“ segir vígreifur þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson. Hann var eðlilega stoltur en það mátti sjá á honum að hann er alls ekki orðinn saddur. „Ég er svo stoltur af því hvernig við svörum er við dettum aðeins niður. Við kláruðum þetta með þvílíkum stæl. Þetta var frábært. Okkur langar þetta mikið og við erum að fara langt á því að njóta og gefa okkur alla í þetta. Það er liðsheildin sem skapar þennan sigur og allir fyrir einn. Gömlu klisjurnar bara. Við höfum fundið takt sem er að virka. Við erum að spila á okkar styrkleikum og mér finnst við líka á köflum gera mjög vel í að finna þeirra veikleika ef hægt er að tala um það.“ Dominos-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Það verður oddaleikur í DHL-höllinni á sunnudag eftir magnaðan sigur Grindavíkur á KR, 79-66, í Röstinni í gær. Hver hafði trú á því? Líklega enginn fyrir utan þessa geggjuðu baráttujaxla í Grindavíkurliðinu. Þeir hafa vaxið við hverja raun og eru til alls líklegir í Vesturbænum. Atvik átti sér stað er leikurinn var að hefjast sem var nokkuð lýsandi fyrir leikinn. Ómar Örn Sævarsson Grindvíkingur er að bíða eftir uppkastinu og syngur og dillar sér við söng stuðningsmanna KR. Já, KR. Gleði í Grindvíkingum og þeir ætluðu svo sannarlega að njóta þess að spila þennan leik í frábærri stemningu. KR-ingar að sama skapi virtust þjakaðir af taugaspennu. Engin gleði og engin ánægja að vera að spila í úrslitaeinvígi. Þeir voru líka yfirmáta pirraðir og þoldu mótlætið engan veginn. Þeir létu á löngum köflum allt fara í taugarnar á sér. Á sama tíma var Grindavík að njóta hverrar sekúndu. Grindavík leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-15, og með níu stigum í hálfleik, 42-33. Forskotið hefði átt að vera stærra miðað við hvað KR-ingarnir voru lélegir. KR-liðið kom ákveðið til leiks í síðari hálfleik. Jón Arnór vaknaði loksins og jafnaði leikinn í 50-50. Þá héldu margir að Grindvíkingar myndi brotna. Raunin varð önnur. Þeir héldu KR frá því að skora í rúmar fimm leikmínútur og tóku gott forskot á ný. Því forskoti slepptu þeir aldrei og tryggðu sér oddaleikinn. Þvert á allar spár sérfræðinga. Það er ekki til sá leikmaður Grindavíkur sem er ekki til í að fórna lífi og limum til þess að vinna bolta. Grindavík er að spila frábæran liðsbolta og liðsandinn er engu líkur. Ef KR-ingar taka ekki til í hausnum á sér og þjálfarinn nær ekki að stilla spennustigið fyrir oddaleikinn þá mun KR tapa oddaleiknum. KR-ingar þurfa að fara í rækilega naflaskoðun fyrir úrslitaleikinn. „Þetta var verðskuldað. Það er kannski smá hroki að segja það en þetta var allt að því sannfærandi hjá okkur,“ segir vígreifur þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson. Hann var eðlilega stoltur en það mátti sjá á honum að hann er alls ekki orðinn saddur. „Ég er svo stoltur af því hvernig við svörum er við dettum aðeins niður. Við kláruðum þetta með þvílíkum stæl. Þetta var frábært. Okkur langar þetta mikið og við erum að fara langt á því að njóta og gefa okkur alla í þetta. Það er liðsheildin sem skapar þennan sigur og allir fyrir einn. Gömlu klisjurnar bara. Við höfum fundið takt sem er að virka. Við erum að spila á okkar styrkleikum og mér finnst við líka á köflum gera mjög vel í að finna þeirra veikleika ef hægt er að tala um það.“
Dominos-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira