Stálu hátt í 30 pokum fullum af flöskum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2017 11:15 Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft í nógu að snúast í vikunni. Vísir/Eyþór Þjófar sem voru á ferðinni í Garði fyrr í vikunni stálu hátt í 30 pokum sem voru fullir af tómum gosflöskum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir fyrst hafi verið tilkynnt um þjófnað á átta eða níu svörtum ruslapokum sem höfðu að geyma tómar gosflöskur. Síðar kom annar íbúi úr sömu götu á lögreglustöðina og tilkynnti þjófnað á tuttugu pokum, fullum af flöskum, sem hann hafði safnað saman aftan við hús sitt. Lögreglan veit ekki hver eða hverjir voru þarna að verki. Þá var lögreglunni á Suðurnesjum einnig tilkynnt um innbrot í íbúðarhúsnæði í umdæminum. Höfðu þjófarnir á brott með sér tvær fartölvur, sjónvarp og sjónvarpsflakkara en lögreglan rannsakar nú málið. Svo var það ökumaðurinn sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýverið sem „var vægast sagt með allt sem hugsast gat í ólagi. Bifreiðin var ótryggð og óskoðuð frá því árið 2015. Þá ók hann sviptur ökuréttindum. Loks vaknaði grunur um að hann æki undir áhrifum fíkniefna og var hann því handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum og sýnatökur fóru fram. Tveir ökumenn til viðbótar voru einnig grunaðir um fíkniefnaakstur,“ segir í tilkynningu. Lögreglan á Suðurnesjum hefur síðan kært nítján ökumenn fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Sá sem ók hraðast mældist á 124 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Þjófar sem voru á ferðinni í Garði fyrr í vikunni stálu hátt í 30 pokum sem voru fullir af tómum gosflöskum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir fyrst hafi verið tilkynnt um þjófnað á átta eða níu svörtum ruslapokum sem höfðu að geyma tómar gosflöskur. Síðar kom annar íbúi úr sömu götu á lögreglustöðina og tilkynnti þjófnað á tuttugu pokum, fullum af flöskum, sem hann hafði safnað saman aftan við hús sitt. Lögreglan veit ekki hver eða hverjir voru þarna að verki. Þá var lögreglunni á Suðurnesjum einnig tilkynnt um innbrot í íbúðarhúsnæði í umdæminum. Höfðu þjófarnir á brott með sér tvær fartölvur, sjónvarp og sjónvarpsflakkara en lögreglan rannsakar nú málið. Svo var það ökumaðurinn sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýverið sem „var vægast sagt með allt sem hugsast gat í ólagi. Bifreiðin var ótryggð og óskoðuð frá því árið 2015. Þá ók hann sviptur ökuréttindum. Loks vaknaði grunur um að hann æki undir áhrifum fíkniefna og var hann því handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum og sýnatökur fóru fram. Tveir ökumenn til viðbótar voru einnig grunaðir um fíkniefnaakstur,“ segir í tilkynningu. Lögreglan á Suðurnesjum hefur síðan kært nítján ökumenn fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Sá sem ók hraðast mældist á 124 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira