Ronaldo vildi ekki greiða 100 milljónir í nauðgunarmálinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2017 13:00 Ronaldo er sakaður um að hafa greitt stúlku í Bandaríkjunum svo hún myndi ekki kæra hann fyrir nauðgun. vísir/getty Það er mikið fjallað um Cristiano Ronaldo á neikvæðum forsendum þessa dagana eftir að þýska blaðið Der Spiegel hóf að fjalla um að hann hefði þaggað niður í bandarískri stúlku sem ætlaði að kæra hann fyrir nauðgun. Umboðsmenn Ronaldos hafa vísað öllum ásökunum á bug og segja þetta vera upplognar sakir hjá fjölmiðlum. Der Spiegel segist hafa sannanir fyrir því að Ronaldo hafi tekið þátt í viðræðunum við konuna um hversu mikið ætti að greiða henni fyrir að þegja. Það var snemma í janúar árið 2010 sem lögfræðingar Ronaldos settust niður með bandarísku stúlkunni sem sakaði Ronaldo um að hafa nauðgað sér í Las Vegas sumarið áður. Þá var Ronaldo að fagna því að hafa verið seldur frá Man. Utd til Real Madrid. Hún vildi semja utan réttarsalar og mætti með sinn eigin lögfræðing til fundarins. Ráðgjafi Ronaldos sat fundinn og sendi portúgölsku ofurstjörnunni textaskilaboð um gang mála. Skilaboð sem Der Spiegel segist vera með í sínum fórum sem og öll málsgögnin um sáttina á milli Ronaldo og stúlkunnar. Gögnin fékk blaðið frá Football Leaks síðunni sem svipar til Wikileaks en sérhæfir sig augljóslega í málum tengdum knattspyrnu.Það gustar um Ronaldo þessa dagana.vísir/gettyRonaldo er sagður hafa verið meðvitaður um ásakanirnar strax árið 2010 og skipti sér mikið af fjárhagslegu hliðinni á samkomulaginu. Er Ronaldo fékk sms frá Las Vegas um að stúlkan vildi fá 950 þúsund dollara, rúmar 100 milljónir króna, svaraði Ronaldo að það væri of mikið. Upphæðin yrði að vera lægri. OK, svaraði ráðgjafinn á staðnum. Að lokum var samið um að Ronaldo greiddi stúlkunni rúmar 30 milljónir króna. Hún skrifaði um leið undir samkomulag sem meinar henni að tjá sig um málið á allan hátt. Ronaldo neitar því staðfastlega að hafa nauðgað stúlkunni. Nánar má lesa um málið hér á síðu Der Spiegel. Fótbolti Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira
Það er mikið fjallað um Cristiano Ronaldo á neikvæðum forsendum þessa dagana eftir að þýska blaðið Der Spiegel hóf að fjalla um að hann hefði þaggað niður í bandarískri stúlku sem ætlaði að kæra hann fyrir nauðgun. Umboðsmenn Ronaldos hafa vísað öllum ásökunum á bug og segja þetta vera upplognar sakir hjá fjölmiðlum. Der Spiegel segist hafa sannanir fyrir því að Ronaldo hafi tekið þátt í viðræðunum við konuna um hversu mikið ætti að greiða henni fyrir að þegja. Það var snemma í janúar árið 2010 sem lögfræðingar Ronaldos settust niður með bandarísku stúlkunni sem sakaði Ronaldo um að hafa nauðgað sér í Las Vegas sumarið áður. Þá var Ronaldo að fagna því að hafa verið seldur frá Man. Utd til Real Madrid. Hún vildi semja utan réttarsalar og mætti með sinn eigin lögfræðing til fundarins. Ráðgjafi Ronaldos sat fundinn og sendi portúgölsku ofurstjörnunni textaskilaboð um gang mála. Skilaboð sem Der Spiegel segist vera með í sínum fórum sem og öll málsgögnin um sáttina á milli Ronaldo og stúlkunnar. Gögnin fékk blaðið frá Football Leaks síðunni sem svipar til Wikileaks en sérhæfir sig augljóslega í málum tengdum knattspyrnu.Það gustar um Ronaldo þessa dagana.vísir/gettyRonaldo er sagður hafa verið meðvitaður um ásakanirnar strax árið 2010 og skipti sér mikið af fjárhagslegu hliðinni á samkomulaginu. Er Ronaldo fékk sms frá Las Vegas um að stúlkan vildi fá 950 þúsund dollara, rúmar 100 milljónir króna, svaraði Ronaldo að það væri of mikið. Upphæðin yrði að vera lægri. OK, svaraði ráðgjafinn á staðnum. Að lokum var samið um að Ronaldo greiddi stúlkunni rúmar 30 milljónir króna. Hún skrifaði um leið undir samkomulag sem meinar henni að tjá sig um málið á allan hátt. Ronaldo neitar því staðfastlega að hafa nauðgað stúlkunni. Nánar má lesa um málið hér á síðu Der Spiegel.
Fótbolti Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira