„Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. apríl 2017 19:00 Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára sem lögð var fram á Alþingi 31. mars verða flestar atvinnugreinar í ferðaþjónustu felldar undir efra þrep virðisaukaskatts frá og með 1. júlí á næsta ári og mun virðisaukaskattur þeirra þá hækka úr 11 prósentum í 24 prósent. Frá 1. janúar 2019 mun efra þrepið síðan lækka úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Samtök ferðaþjónustunnar birtu í dag gagnrýna samantekt um þessi áform. Samtökin segja að ekkert samráð hafi verið haft við fyrirtæki í ferðaþjónustu áður en hækkunin var kynnt og engin greining hafi farið fram á áhrifum hennar á atvinnugreinina. Svona snörp hækkun skattsins gangi jafnframt gegn ákvæðum laga um um opinber fjármál og gegn sjónarmiðum um meðalhóf við skattahækkanir. Þá verði neikvæð áhrif hækkunarinnar mest á landsbyggðinni. Almennt þrep í virðisaukaskatti er 24 prósent. Það þýðir að öll vara og þjónusta sem er skattskyld í lögunum ber 24 prósenta virðisaukaskatt nema annað komi fram í lögunum. Hver er þá sanngirnin í því að ferðaþjónustan, sú atvinnugrein sem skapar mest verðmæti fyrir þjóðarbúið, sé áfram á undanþágu í neðra þrepi skattsins? „Við erum útflutningsatvinnugrein og útflutningsatvinnugreinar á Íslandi greiða ekki virðisaukaskatt inn til samfélagsins nema ferðaþjónustan. Hins vegar er það eðlilegt og ástæður fyrir því. Við teljum mjög mikilvægt að við séum í sama þrepi og samkeppnislöndin,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Helga segir að ferðaþjónustan sé ekki að renna blint í sjóinn með sína gagnrýni. Hún byggist á greiningum og könnun meðal félagsmanna. „Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi. Það er það sem kemur manni á óvart vegna mikillar fjölgunar ferðamanna. Skýringin er sú að rekstrarskilyrði ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi hafa versnað til muna nú þegar. Þess vegna er ekki viðbótarþol fyrir skattahækkunum.“ Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára sem lögð var fram á Alþingi 31. mars verða flestar atvinnugreinar í ferðaþjónustu felldar undir efra þrep virðisaukaskatts frá og með 1. júlí á næsta ári og mun virðisaukaskattur þeirra þá hækka úr 11 prósentum í 24 prósent. Frá 1. janúar 2019 mun efra þrepið síðan lækka úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Samtök ferðaþjónustunnar birtu í dag gagnrýna samantekt um þessi áform. Samtökin segja að ekkert samráð hafi verið haft við fyrirtæki í ferðaþjónustu áður en hækkunin var kynnt og engin greining hafi farið fram á áhrifum hennar á atvinnugreinina. Svona snörp hækkun skattsins gangi jafnframt gegn ákvæðum laga um um opinber fjármál og gegn sjónarmiðum um meðalhóf við skattahækkanir. Þá verði neikvæð áhrif hækkunarinnar mest á landsbyggðinni. Almennt þrep í virðisaukaskatti er 24 prósent. Það þýðir að öll vara og þjónusta sem er skattskyld í lögunum ber 24 prósenta virðisaukaskatt nema annað komi fram í lögunum. Hver er þá sanngirnin í því að ferðaþjónustan, sú atvinnugrein sem skapar mest verðmæti fyrir þjóðarbúið, sé áfram á undanþágu í neðra þrepi skattsins? „Við erum útflutningsatvinnugrein og útflutningsatvinnugreinar á Íslandi greiða ekki virðisaukaskatt inn til samfélagsins nema ferðaþjónustan. Hins vegar er það eðlilegt og ástæður fyrir því. Við teljum mjög mikilvægt að við séum í sama þrepi og samkeppnislöndin,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Helga segir að ferðaþjónustan sé ekki að renna blint í sjóinn með sína gagnrýni. Hún byggist á greiningum og könnun meðal félagsmanna. „Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi. Það er það sem kemur manni á óvart vegna mikillar fjölgunar ferðamanna. Skýringin er sú að rekstrarskilyrði ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi hafa versnað til muna nú þegar. Þess vegna er ekki viðbótarþol fyrir skattahækkunum.“
Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira