Margir fastir í óíbúðarhæfu húsnæði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2017 20:00 Kristmann segir suma ekki hafa efni á að fara í framkvæmdir og búi við óviðunandi aðstæður Vísir/skjáskot Sagt hefur verið frá fimm manna fjölskyldu sem er á götunni þar sem húsið er ónýtt vegna vegna veggjatítlu og myglusvepps - en tryggingar bæta ekki skaðann. Reyndar hefði fjölskyldan getað losnað við veggjatítluna með talsverðum kostnaði og haldið húsinu. En þegar myglusveppur fannst einnig varð ljóst að það borgaði sig ekki. Verkfræðistofan Efla veitir aðstoð vegna mygluvandamála á heimilum og fyrirtækjum. Gífurleg eftirspurn hefur verið eftir skoðunum síðasta áratug en átta starfsmenn eru í fullu starfi við að kanna og greina myglu. „Ég hef skoðað ríflega fjögur þúsund heimili á undanförnum sjö til átta árum," segir Kristmann Magnússon, byggingatæknifræðingur hjá Eflu. Kristmann hefur séð nokkur dæmi um fjölskyldur sem missa allt sitt vegna myglunnar og búa í óíbúðarhæfum húsum. „Já, því miður. Maður sér þetta oftar en mann langar. Stundum hefur fólk efni á að taka til hendinni og henda því sem er skemmt. En aðrir sitja verr eftir, ná ekki að laga það sem er að og eru mögulega með heilsubresti sem hægt er að tengja við húsnæðið," segir Kristmann. Mikið hefur verið fjallað um myglu síðustu ár. Kristmann segir vitundarvakningu hafa orðið meðal fólks og að skoðunaraðferðir séu orðnar betri. „Þetta leynist víðar en okkur grunaði í upphafi. Inni í steypu, inni í múr, þar sem mygla á ekki að þrífast. Því miður nær þetta að vaxa á ótrúlegustu stöðum.“Er ástandið verra hér á Íslandi en annars staðar? „Það má deila um það. Við erum þá helst að skoða steypumál. En það er margt sem bendir til að þetta sé ekki bara á íslandi, líka annars staðar í heiminum," segir Kristmann. Tengdar fréttir Leigusali dæmdur til að endurgreiða leigu og þrif á mygluðu innbúi Fordæmisgefandi mygludómur í hæstarétti í gær þegar leigusali var dæmdur til að endurgreiða leigu og bæta búslóð leigutaka vegna myglusvepps í íbúðinni. Lögmaður segir mörg mál bíða á borði sínu. 23. september 2016 19:15 Veggjatítlur fljúga en eru vandlátar "Veggjatítlur geta flogið. Á heitasta tíma sumars fljúga þær út úr húsum og geta flogið inn í næsta hús þess vegna. Þær þurfa þá sólarhita til þess. Þær væru ekki að fljúga núna til dæmis,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 29. apríl 2017 07:00 Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira
Sagt hefur verið frá fimm manna fjölskyldu sem er á götunni þar sem húsið er ónýtt vegna vegna veggjatítlu og myglusvepps - en tryggingar bæta ekki skaðann. Reyndar hefði fjölskyldan getað losnað við veggjatítluna með talsverðum kostnaði og haldið húsinu. En þegar myglusveppur fannst einnig varð ljóst að það borgaði sig ekki. Verkfræðistofan Efla veitir aðstoð vegna mygluvandamála á heimilum og fyrirtækjum. Gífurleg eftirspurn hefur verið eftir skoðunum síðasta áratug en átta starfsmenn eru í fullu starfi við að kanna og greina myglu. „Ég hef skoðað ríflega fjögur þúsund heimili á undanförnum sjö til átta árum," segir Kristmann Magnússon, byggingatæknifræðingur hjá Eflu. Kristmann hefur séð nokkur dæmi um fjölskyldur sem missa allt sitt vegna myglunnar og búa í óíbúðarhæfum húsum. „Já, því miður. Maður sér þetta oftar en mann langar. Stundum hefur fólk efni á að taka til hendinni og henda því sem er skemmt. En aðrir sitja verr eftir, ná ekki að laga það sem er að og eru mögulega með heilsubresti sem hægt er að tengja við húsnæðið," segir Kristmann. Mikið hefur verið fjallað um myglu síðustu ár. Kristmann segir vitundarvakningu hafa orðið meðal fólks og að skoðunaraðferðir séu orðnar betri. „Þetta leynist víðar en okkur grunaði í upphafi. Inni í steypu, inni í múr, þar sem mygla á ekki að þrífast. Því miður nær þetta að vaxa á ótrúlegustu stöðum.“Er ástandið verra hér á Íslandi en annars staðar? „Það má deila um það. Við erum þá helst að skoða steypumál. En það er margt sem bendir til að þetta sé ekki bara á íslandi, líka annars staðar í heiminum," segir Kristmann.
Tengdar fréttir Leigusali dæmdur til að endurgreiða leigu og þrif á mygluðu innbúi Fordæmisgefandi mygludómur í hæstarétti í gær þegar leigusali var dæmdur til að endurgreiða leigu og bæta búslóð leigutaka vegna myglusvepps í íbúðinni. Lögmaður segir mörg mál bíða á borði sínu. 23. september 2016 19:15 Veggjatítlur fljúga en eru vandlátar "Veggjatítlur geta flogið. Á heitasta tíma sumars fljúga þær út úr húsum og geta flogið inn í næsta hús þess vegna. Þær þurfa þá sólarhita til þess. Þær væru ekki að fljúga núna til dæmis,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 29. apríl 2017 07:00 Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira
Leigusali dæmdur til að endurgreiða leigu og þrif á mygluðu innbúi Fordæmisgefandi mygludómur í hæstarétti í gær þegar leigusali var dæmdur til að endurgreiða leigu og bæta búslóð leigutaka vegna myglusvepps í íbúðinni. Lögmaður segir mörg mál bíða á borði sínu. 23. september 2016 19:15
Veggjatítlur fljúga en eru vandlátar "Veggjatítlur geta flogið. Á heitasta tíma sumars fljúga þær út úr húsum og geta flogið inn í næsta hús þess vegna. Þær þurfa þá sólarhita til þess. Þær væru ekki að fljúga núna til dæmis,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 29. apríl 2017 07:00
Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45