Kalt og bjart veður er á landinu víðast hvar en sums staðar er allt að 15 gráðu frost. Gera má ráð fyrir að það hlýni smám saman í veðri þegar líður á daginn en hins vegar fer að snjóa á norðaustanverðu landinu síðar í dag.
Þá má búast við austan 8 til 15 og rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands í kvöld. Styttir upp sunnan heiða þegar líður á daginn, annars rigning eða slydda. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast suðaustanlands. Snjókoma eða él og frystir á Norður- og Austurlandi annað kvöld.
Hlýnar er líður á daginn
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
