Íbúðarleit Jóns Þórs hafin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2017 12:54 Finnst rétt að víkja fyrir annarri fjölskyldu sem er ekki í jafn góðri stöðu og okkar fjölskylda, segir Jón Þór. vísir/vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur leitað til vina sinna og vandamanna á Facebook í von um aðstoð í leit að nýrri íbúð. Slétt vika er síðan Jón Þór ákvað að flytja úr íbúð fjölskyldunnar á Stúdentagörðunum eftir að Fréttablaðið fjallaði um þingmanninn á Görðunum. Greinilegt er að Jón Þór er opinn fyrir öllu, hvort sem er í höfuðborginni eða nágrenni hennar. „Erum reyklaus og róleg með tvö börn, sjö og fjögurra ára.“Jón Þór er með 1,26 milljónir króna í mánaðarlaun sem þingmaður og þriðji varaforseti Alþingis. Hann sagði að óeðlilegt væri ef starf hans myndi skerða rétt maka síns til búsetu á stúdentagörðunum. „Það er konan mín sem leigir íbúðina ekki ég. Það er hluti af hennar öryggi að hafa stúdentaíbúð og ekki hægt að spyrða það við manninn hennar,“ sagði Jón Þór. Síðar um daginn hafði Jón Þór skipt um skoðun. Hann teldi rétt að víkja fyrir annarri fjölskyldu sem væri ekki í jafn góðri stöðu og hans fjölskylda. „Við vörum við því að slíkt fordæmi verði að reglu því ekki eru allir í sambúð í eins öruggu sambandi eða með sameiginlegan fjárhag. Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það sé í sambúð.“Stúdentaíbúðir eru eftirsóttar og geta umsækjendur þurft að bíða nokkra stund eftir því að fá íbúð.vísir/ernirJón Þór náði kjöri sem þingmaður í alþingiskosningunum 2013 en sagði af sér þingmennsku þegar kjörtímabilið var hálfnað. Eftir að hann hætti á þingi komst kona hans inn á stúdentagarða en hún stundar nám við Háskóla Íslands. Hann segir að almennt réttmætt sé að fólk fái þrjá mánuði til að skipta um búsetu og að nú líði bráðum þrír mánuðir frá því að ríkisstjórnin var mynduð og ljóst að hann yrði áfram í þingstarfinu. Þá tekur hann fram að búið sé að afnema að tekjur maka skerði lífeyri eldri borga frá almannatryggingum. Það sé gott réttindamál en að enn búi eldri borgarar og öryrkjar við tekjuskerðingar vegna sambúðar. „Þessar skerðingar þarf að afnema. Ég mun áfram vinna með Félagi Eldriborgara í Reykjavík í þessum málum.“ Alþingi Tengdar fréttir Jón Þór flytur af stúdentagörðum "Finnst rétt að víkja fyrir annarri fjölskyldu sem er ekki í jafn góðri stöðu og okkar fjölskylda.“ 3. apríl 2017 19:37 Þingmaður með meira en milljón á mánuði en býr á Görðunum Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, býr á Stúdentagörðum en maki hans stundar nám við Háskóla Íslands. Mánaðarlaun hans eru hátt í 1,3 milljónir króna. Staða maka hefur ekki áhrif á umsókn stúdents til búsetu á Görðunum. 3. apríl 2017 06:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur leitað til vina sinna og vandamanna á Facebook í von um aðstoð í leit að nýrri íbúð. Slétt vika er síðan Jón Þór ákvað að flytja úr íbúð fjölskyldunnar á Stúdentagörðunum eftir að Fréttablaðið fjallaði um þingmanninn á Görðunum. Greinilegt er að Jón Þór er opinn fyrir öllu, hvort sem er í höfuðborginni eða nágrenni hennar. „Erum reyklaus og róleg með tvö börn, sjö og fjögurra ára.“Jón Þór er með 1,26 milljónir króna í mánaðarlaun sem þingmaður og þriðji varaforseti Alþingis. Hann sagði að óeðlilegt væri ef starf hans myndi skerða rétt maka síns til búsetu á stúdentagörðunum. „Það er konan mín sem leigir íbúðina ekki ég. Það er hluti af hennar öryggi að hafa stúdentaíbúð og ekki hægt að spyrða það við manninn hennar,“ sagði Jón Þór. Síðar um daginn hafði Jón Þór skipt um skoðun. Hann teldi rétt að víkja fyrir annarri fjölskyldu sem væri ekki í jafn góðri stöðu og hans fjölskylda. „Við vörum við því að slíkt fordæmi verði að reglu því ekki eru allir í sambúð í eins öruggu sambandi eða með sameiginlegan fjárhag. Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það sé í sambúð.“Stúdentaíbúðir eru eftirsóttar og geta umsækjendur þurft að bíða nokkra stund eftir því að fá íbúð.vísir/ernirJón Þór náði kjöri sem þingmaður í alþingiskosningunum 2013 en sagði af sér þingmennsku þegar kjörtímabilið var hálfnað. Eftir að hann hætti á þingi komst kona hans inn á stúdentagarða en hún stundar nám við Háskóla Íslands. Hann segir að almennt réttmætt sé að fólk fái þrjá mánuði til að skipta um búsetu og að nú líði bráðum þrír mánuðir frá því að ríkisstjórnin var mynduð og ljóst að hann yrði áfram í þingstarfinu. Þá tekur hann fram að búið sé að afnema að tekjur maka skerði lífeyri eldri borga frá almannatryggingum. Það sé gott réttindamál en að enn búi eldri borgarar og öryrkjar við tekjuskerðingar vegna sambúðar. „Þessar skerðingar þarf að afnema. Ég mun áfram vinna með Félagi Eldriborgara í Reykjavík í þessum málum.“
Alþingi Tengdar fréttir Jón Þór flytur af stúdentagörðum "Finnst rétt að víkja fyrir annarri fjölskyldu sem er ekki í jafn góðri stöðu og okkar fjölskylda.“ 3. apríl 2017 19:37 Þingmaður með meira en milljón á mánuði en býr á Görðunum Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, býr á Stúdentagörðum en maki hans stundar nám við Háskóla Íslands. Mánaðarlaun hans eru hátt í 1,3 milljónir króna. Staða maka hefur ekki áhrif á umsókn stúdents til búsetu á Görðunum. 3. apríl 2017 06:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Jón Þór flytur af stúdentagörðum "Finnst rétt að víkja fyrir annarri fjölskyldu sem er ekki í jafn góðri stöðu og okkar fjölskylda.“ 3. apríl 2017 19:37
Þingmaður með meira en milljón á mánuði en býr á Görðunum Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, býr á Stúdentagörðum en maki hans stundar nám við Háskóla Íslands. Mánaðarlaun hans eru hátt í 1,3 milljónir króna. Staða maka hefur ekki áhrif á umsókn stúdents til búsetu á Görðunum. 3. apríl 2017 06:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent