Múrinn hans Trump engin fyrirstaða | Bandaríkin, Mexíkó og Kanada vilja halda HM saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2017 07:30 Forsetar knattspyrnusambandanna þriggja með framboðsgögnin. Victor Montagliani frá Kanada, Sunil Gulati, fraá Bandaríkjunum og Decio de Maria frá Mexíkó. Vísir/AP Það var vitað að það væri umfangsmikið að halda HM í fótbolta árið 2026 enda á ferðinni fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þjóðum. Nú virðist það þurfa næstum því heila heimsálfu til að halda þessa fyrstu risa heimsmeistarakeppni sögunnar. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó tilkynntu í nótt að knattspyrnusambönd þjóðanna vilji halda heimsmeistarakeppnina eftir níu ár en það verður fyrsta HM eftir að fjölgað verður úr 32 liðum upp í 48. Það vekur athygli að múrinn hans Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann hefur lofað að byggja á milli Bandaríkjanna og Mexíkó er ekki mikið að trufla menn í þessu sameiginlega framboði. Það eru níu ár í þessa keppni og múrinn ætti því að vera kominn upp fyrir þann tíma. Heimsmeistarakeppnin hefur aldrei áður farið fram í þremur löndum. Það verður ákveðið árið 2020 hvar keppnin muni fara fram en með þessu framboði verður að teljast afar líklegt á HM 2016 fari fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Evrópsk og asísk knattspyrnusambönd mega ekki halda keppnina 2026 þar sem þau halda keppnirnar á undan. Næsta heimsmeistarakeppnin fer fram í Rússlandi á næsta ári og HM 2022 verður síðan í Katar. Knattspyrnusambönd Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó eru þegar búin að skipta með sér leikjum. 60 leikir alls og allir leikir frá og með átta liða úrslitunum fara fram í Bandaríkjunum en tíu leikir verða spilaðir bæði í Kanada og Mexíkó. Bandaríkin hélt HM 1994 og HM kvenna 2015 fór fram í Kanada. Mexíkó á aftur möguleika á því að verða fyrsta þjóðin til að halda þrjár heimsmeistarakeppnir en áður hefur HM verið í Mexíkó 1970 og 1986. Heimsmeistaramótið 2026 mun byrja með sextán þriggja liða riðlum þar sem tvær efstu þjóðirnar komast í 32 liða úrslitin.It's official! USA, Canada and Mexico declare intention to submit unified bid to host 2026 FIFA World Cup.Details: https://t.co/Ua6lVOMXl6 pic.twitter.com/ye10ll5ypR— U.S. Soccer (@ussoccer) April 10, 2017 A unified bid to welcome the world to in 2026!More: https://t.co/Ua6lVOvlWw pic.twitter.com/wlrjksDroC— U.S. Soccer (@ussoccer) April 10, 2017 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Það var vitað að það væri umfangsmikið að halda HM í fótbolta árið 2026 enda á ferðinni fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þjóðum. Nú virðist það þurfa næstum því heila heimsálfu til að halda þessa fyrstu risa heimsmeistarakeppni sögunnar. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó tilkynntu í nótt að knattspyrnusambönd þjóðanna vilji halda heimsmeistarakeppnina eftir níu ár en það verður fyrsta HM eftir að fjölgað verður úr 32 liðum upp í 48. Það vekur athygli að múrinn hans Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann hefur lofað að byggja á milli Bandaríkjanna og Mexíkó er ekki mikið að trufla menn í þessu sameiginlega framboði. Það eru níu ár í þessa keppni og múrinn ætti því að vera kominn upp fyrir þann tíma. Heimsmeistarakeppnin hefur aldrei áður farið fram í þremur löndum. Það verður ákveðið árið 2020 hvar keppnin muni fara fram en með þessu framboði verður að teljast afar líklegt á HM 2016 fari fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Evrópsk og asísk knattspyrnusambönd mega ekki halda keppnina 2026 þar sem þau halda keppnirnar á undan. Næsta heimsmeistarakeppnin fer fram í Rússlandi á næsta ári og HM 2022 verður síðan í Katar. Knattspyrnusambönd Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó eru þegar búin að skipta með sér leikjum. 60 leikir alls og allir leikir frá og með átta liða úrslitunum fara fram í Bandaríkjunum en tíu leikir verða spilaðir bæði í Kanada og Mexíkó. Bandaríkin hélt HM 1994 og HM kvenna 2015 fór fram í Kanada. Mexíkó á aftur möguleika á því að verða fyrsta þjóðin til að halda þrjár heimsmeistarakeppnir en áður hefur HM verið í Mexíkó 1970 og 1986. Heimsmeistaramótið 2026 mun byrja með sextán þriggja liða riðlum þar sem tvær efstu þjóðirnar komast í 32 liða úrslitin.It's official! USA, Canada and Mexico declare intention to submit unified bid to host 2026 FIFA World Cup.Details: https://t.co/Ua6lVOMXl6 pic.twitter.com/ye10ll5ypR— U.S. Soccer (@ussoccer) April 10, 2017 A unified bid to welcome the world to in 2026!More: https://t.co/Ua6lVOvlWw pic.twitter.com/wlrjksDroC— U.S. Soccer (@ussoccer) April 10, 2017
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira