Bardagabræður berjast í London Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2017 11:00 Magnús Loki og Bjarki Thor eru klárir í slaginn. mynd/hallmar freyr Bræðurnir Bjarki Thor Pálsson og Magnús Loki Ingvarsson úr Mjölni berjast báðir á sama bardagakvöldinu hjá Fightstar Championships í London, 29. apríl næstkomandi. Fimm ár eru liðin síðan Bardagabræðurnir svokölluðu kepptu í sínum fyrstu MMA-bardögum, sem fóru einmitt fram í London. Tæplega 30 bardögum síðar eru þeir aftur á leið til London til að keppa á Fightstar 9 bardagakvöldinu. Bjarki er að fara í sinn þriðja bardaga sem atvinnumaður en hann vann þá tvo fyrstu. Mótherjinn 29. apríl er sá sami og í öðrum bardaga Bjarka; Alan Proctor. Þeir börðust 10. desember síðastliðinn en Bjarka var dæmdur sigur eftir að hafa fengið í sig ólöglegt hnéspark í höfuðið sem varð þess valdandi að hann rotaðist. „Ég held að engum bardagamanni líði vel með sigur sem er fenginn þannig að andstæðingurinn er dæmdur úr leik fyrir ólöglegt högg. Alan er jafnframt búinn að fara mikinn á samfélagsmiðlum, tala óvirðulega til mín og láta eins og hann hafi verið rændur öruggum sigri. Það er því ekki um neitt annað að ræða enn að klára þetta mál og taka af allan vafa,“ segir Bjarki í fréttatilkynningu. „Ég tók seinasta bardaga með tveggja vikna fyrirvara og það í þyngdarflokknum fyrir ofan þann sem ég berst vanalega í. Ég var hársbreidd frá því að klára bardagann strax í fyrstu lotu með hengingartaki en tíminn rann út áður en ég náði að klára. Fyrir utan þetta þá hafði ég mikla yfirburði allan tímann í bardaganum og það sér hver sem horfir á endursýningu af honum. Við munum aftur berjast í veltivigt en ég hef hinsvegar haft nógan tíma til að undirbúa mig í þetta skiptið og ég get fullyrt að ég hef aldrei verið í betra formi en ég er í núna.“ Magnús, sem hefur unnið sjö af níu bardögum sínum sem áhugamaður, mætir Frakkanum Hascen Gelezi en bardagi þeirra er um Evrópumeistarabelti FSC áhugamanna í veltivigt og því er til mikils að vinna. „Ég er ennþá að sækja mér reynslu og vinna mig upp metorðastigann en ég gæti samt alveg trúað að þetta verði síðasti áhugamannabardaginn minn. Ég veit ekki mikið um andstæðinginn minn en það breytir mig afar litlu. Ég er búinn að æfa gríðarlega vel og í því formi sem ég er núna þá er hver sá sem mætir mér að fara að lenda í vandræðum. Ég myndi ekki vilja þurfa að mæta mér,“ segir Magnús léttur. „Að fá tækifæri til að keppa strax um belti í fyrsta skiptið sem ég berst hjá þessu sambandi segir mér allt sem segja þarf um það hversu miklar væntingar eru gerðar til mín. Ég er með aðra höndina á þessu belti nú þegar og hver sá sem ætlar að standa í vegi fyrir því að það verði mitt verður bara að gjöra svo vel að taka afleiðingunum.“ MMA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Bræðurnir Bjarki Thor Pálsson og Magnús Loki Ingvarsson úr Mjölni berjast báðir á sama bardagakvöldinu hjá Fightstar Championships í London, 29. apríl næstkomandi. Fimm ár eru liðin síðan Bardagabræðurnir svokölluðu kepptu í sínum fyrstu MMA-bardögum, sem fóru einmitt fram í London. Tæplega 30 bardögum síðar eru þeir aftur á leið til London til að keppa á Fightstar 9 bardagakvöldinu. Bjarki er að fara í sinn þriðja bardaga sem atvinnumaður en hann vann þá tvo fyrstu. Mótherjinn 29. apríl er sá sami og í öðrum bardaga Bjarka; Alan Proctor. Þeir börðust 10. desember síðastliðinn en Bjarka var dæmdur sigur eftir að hafa fengið í sig ólöglegt hnéspark í höfuðið sem varð þess valdandi að hann rotaðist. „Ég held að engum bardagamanni líði vel með sigur sem er fenginn þannig að andstæðingurinn er dæmdur úr leik fyrir ólöglegt högg. Alan er jafnframt búinn að fara mikinn á samfélagsmiðlum, tala óvirðulega til mín og láta eins og hann hafi verið rændur öruggum sigri. Það er því ekki um neitt annað að ræða enn að klára þetta mál og taka af allan vafa,“ segir Bjarki í fréttatilkynningu. „Ég tók seinasta bardaga með tveggja vikna fyrirvara og það í þyngdarflokknum fyrir ofan þann sem ég berst vanalega í. Ég var hársbreidd frá því að klára bardagann strax í fyrstu lotu með hengingartaki en tíminn rann út áður en ég náði að klára. Fyrir utan þetta þá hafði ég mikla yfirburði allan tímann í bardaganum og það sér hver sem horfir á endursýningu af honum. Við munum aftur berjast í veltivigt en ég hef hinsvegar haft nógan tíma til að undirbúa mig í þetta skiptið og ég get fullyrt að ég hef aldrei verið í betra formi en ég er í núna.“ Magnús, sem hefur unnið sjö af níu bardögum sínum sem áhugamaður, mætir Frakkanum Hascen Gelezi en bardagi þeirra er um Evrópumeistarabelti FSC áhugamanna í veltivigt og því er til mikils að vinna. „Ég er ennþá að sækja mér reynslu og vinna mig upp metorðastigann en ég gæti samt alveg trúað að þetta verði síðasti áhugamannabardaginn minn. Ég veit ekki mikið um andstæðinginn minn en það breytir mig afar litlu. Ég er búinn að æfa gríðarlega vel og í því formi sem ég er núna þá er hver sá sem mætir mér að fara að lenda í vandræðum. Ég myndi ekki vilja þurfa að mæta mér,“ segir Magnús léttur. „Að fá tækifæri til að keppa strax um belti í fyrsta skiptið sem ég berst hjá þessu sambandi segir mér allt sem segja þarf um það hversu miklar væntingar eru gerðar til mín. Ég er með aðra höndina á þessu belti nú þegar og hver sá sem ætlar að standa í vegi fyrir því að það verði mitt verður bara að gjöra svo vel að taka afleiðingunum.“
MMA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira