Matarverð og fátækt á Íslandi Þórólfur Matthíasson og Guðjón Sigurbjartsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Í tengslum við gerð búvörusamninga sl. ár athuguðu undirritaðir verðmyndun matvara og mögulega verðlækkun með tollfrjálsum innflutningi. Einnig könnuðum við styrki til landbúnaðar almennt. Á grundvelli athugunar okkar drógum við meðal annars eftirfarandi ályktanir.Meginniðurstöður1. Við opnun á tollfrjálsum innflutningi matvæla ættu matarverð að lækka um 35% að jafnaði og matarútgjöld um 100.000 kr á mann á ári.2. Heildarstuðningur við landbúnaðinn er um 38 milljarðar kr. á ári.100.000kr. lækkun matarútgjalda á mann Söluverð kjúklinga hjá Bónus var á athugunartímanum sl. ár þannig að heill innlendur kjúklingur var um 800 kr/kg, en verð á innfluttum án tolla hefði verið um 500 kr/kg. Innlendar kjúklingabringur kostuðu um 1.900kr/kg en hefðu við tollaleysi kostað um 900 kr/kg. Þá er reiknað með sömu krónutöluálagningu á kg, sjá súlurit. Verðmunurinn hjá Krónunni var áætlaður sambærilegur. Að undanförnu hefur Bónus einmitt verið að selja innflutta kjúklinga í heilu á 495 kr/kg, vegna endurgreiddra tolla. Svipað má segja um önnur matvæli, við afnám tolla. Mest lækkar kjúklingur, svínakjöt og nautakjöt en mjólkurvörur, egg og kindakjöt lækka einnig2). Meðallækkunin verður um 35% sem gerir um 100.000 kr. á mann á ári eða 300.000 á þriggja manna fjölskyldu. Fátæka munar um minna og líklega myndu sumir geta leyft sér hollari matarinnkaup.38 milljarða kr. stuðningur á áriAlþingi setur lögin og sér svo um að skattgreiðendur styrkja bændur um 14 milljarða kr. á ári á fjárlögum. Einnig tollvernd landbúnaðarins sem leiðir til þess að neytendur greiða bændum um 10 milljarða kr. á ári aukalega að mati OECD og slátur- og vinnsluaðilum um 14 milljarða kr. á ári. Samtals hækkar tollverndin þannig matarútgjöld landsmanna um 24 milljarða kr. á ári. Kjúlingabændur í landinu eru um 27 og metinn stuðningur neytenda við greinina um 5,8 milljarðar kr. á ári. Eggjabændur eru 14 og metinn stuðningur um 600 milljónir kr. á ári. Svínabændur eru 23 og metinn stuðningur neytenda um 2 milljarða kr. á ári. Mestur er stuðningurinn þó við mjólkurbændur og tengda vinnslu 12,4 milljarðar kr. á ári og sauðfjárbændur og tengda vinnslu 8,6 milljarðar kr. á ári. Neytendur styðja því óbeint MS með yfir 2 milljarða kr. framlagi á ári og Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands, Kaupfélag Skagfirðinga, Matfugl og Reykjagarður fá yfir 1 milljarð kr. í óbeinan stuðning. Nokkur fleiri félög fá verulegan stuðning.Lélegt siðferði hárra matarverðaAð draga úr fátækt er erfitt viðfangsefni í öllum þjóðfélögum. Í ljósi þess að ekki er útlit fyrir að takist að draga verulega úr henni hérlendis með hefðbundnum ráðum stenst tollverndin ekki siðferðilega. Það varðar við mannréttindi að halda ódýrum, hollum mat frá fátæku fólki í nútímasamfélagi opinna viðskipta. Lægri matarverð skipta fátæka Íslendinga miklu og fyrir ferðamenn og ferðaþjónustu skipta þau líka miklu máli, því Ísland telst dýrt land heim að sækja. Tollverndin hér er sér á parti. Evrópa er með opinn matvælamarkað sín á milli og flytur auk þess inn frá þróunarlöndum matvæli að verðmæti um 10.000 milljarða kr. árlega sem lið í þróunaraðstoð. Við styðjum landbúnaðinn rúmlega tvisvar sinnum meira en Finnland, Svíþjóð og Danmörk og fimm sinnum meira en Evrópulönd að meðaltali. Hinn ríki Noregur styrkir sinn landbúnað meira á fjárlögum en lítið með tollvernd. Við afnám tollverndar fækkar störfum sem tengjast landbúnaði líklega um 500 eða svo. En með nýrri landbúnaðar- og byggðastefnu má byggja undir arðbærari og umhverfisvænni greinar og bæta með því lífskjör og mannlíf í landinu svo um munar.Tilvísanir: 1. Samanburður á slátrunar- og vinnslukostnaði landbúnaðarafurða á Íslandi og nágrannalöndum. Ritrýnd grein greinarhöfunda á vegum Félagsvísindastofnunar HÍ, Október 2016. 2. Vefurinn Betri landbúnaður, https://betrilandbunadur.wordpress.com/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í tengslum við gerð búvörusamninga sl. ár athuguðu undirritaðir verðmyndun matvara og mögulega verðlækkun með tollfrjálsum innflutningi. Einnig könnuðum við styrki til landbúnaðar almennt. Á grundvelli athugunar okkar drógum við meðal annars eftirfarandi ályktanir.Meginniðurstöður1. Við opnun á tollfrjálsum innflutningi matvæla ættu matarverð að lækka um 35% að jafnaði og matarútgjöld um 100.000 kr á mann á ári.2. Heildarstuðningur við landbúnaðinn er um 38 milljarðar kr. á ári.100.000kr. lækkun matarútgjalda á mann Söluverð kjúklinga hjá Bónus var á athugunartímanum sl. ár þannig að heill innlendur kjúklingur var um 800 kr/kg, en verð á innfluttum án tolla hefði verið um 500 kr/kg. Innlendar kjúklingabringur kostuðu um 1.900kr/kg en hefðu við tollaleysi kostað um 900 kr/kg. Þá er reiknað með sömu krónutöluálagningu á kg, sjá súlurit. Verðmunurinn hjá Krónunni var áætlaður sambærilegur. Að undanförnu hefur Bónus einmitt verið að selja innflutta kjúklinga í heilu á 495 kr/kg, vegna endurgreiddra tolla. Svipað má segja um önnur matvæli, við afnám tolla. Mest lækkar kjúklingur, svínakjöt og nautakjöt en mjólkurvörur, egg og kindakjöt lækka einnig2). Meðallækkunin verður um 35% sem gerir um 100.000 kr. á mann á ári eða 300.000 á þriggja manna fjölskyldu. Fátæka munar um minna og líklega myndu sumir geta leyft sér hollari matarinnkaup.38 milljarða kr. stuðningur á áriAlþingi setur lögin og sér svo um að skattgreiðendur styrkja bændur um 14 milljarða kr. á ári á fjárlögum. Einnig tollvernd landbúnaðarins sem leiðir til þess að neytendur greiða bændum um 10 milljarða kr. á ári aukalega að mati OECD og slátur- og vinnsluaðilum um 14 milljarða kr. á ári. Samtals hækkar tollverndin þannig matarútgjöld landsmanna um 24 milljarða kr. á ári. Kjúlingabændur í landinu eru um 27 og metinn stuðningur neytenda við greinina um 5,8 milljarðar kr. á ári. Eggjabændur eru 14 og metinn stuðningur um 600 milljónir kr. á ári. Svínabændur eru 23 og metinn stuðningur neytenda um 2 milljarða kr. á ári. Mestur er stuðningurinn þó við mjólkurbændur og tengda vinnslu 12,4 milljarðar kr. á ári og sauðfjárbændur og tengda vinnslu 8,6 milljarðar kr. á ári. Neytendur styðja því óbeint MS með yfir 2 milljarða kr. framlagi á ári og Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands, Kaupfélag Skagfirðinga, Matfugl og Reykjagarður fá yfir 1 milljarð kr. í óbeinan stuðning. Nokkur fleiri félög fá verulegan stuðning.Lélegt siðferði hárra matarverðaAð draga úr fátækt er erfitt viðfangsefni í öllum þjóðfélögum. Í ljósi þess að ekki er útlit fyrir að takist að draga verulega úr henni hérlendis með hefðbundnum ráðum stenst tollverndin ekki siðferðilega. Það varðar við mannréttindi að halda ódýrum, hollum mat frá fátæku fólki í nútímasamfélagi opinna viðskipta. Lægri matarverð skipta fátæka Íslendinga miklu og fyrir ferðamenn og ferðaþjónustu skipta þau líka miklu máli, því Ísland telst dýrt land heim að sækja. Tollverndin hér er sér á parti. Evrópa er með opinn matvælamarkað sín á milli og flytur auk þess inn frá þróunarlöndum matvæli að verðmæti um 10.000 milljarða kr. árlega sem lið í þróunaraðstoð. Við styðjum landbúnaðinn rúmlega tvisvar sinnum meira en Finnland, Svíþjóð og Danmörk og fimm sinnum meira en Evrópulönd að meðaltali. Hinn ríki Noregur styrkir sinn landbúnað meira á fjárlögum en lítið með tollvernd. Við afnám tollverndar fækkar störfum sem tengjast landbúnaði líklega um 500 eða svo. En með nýrri landbúnaðar- og byggðastefnu má byggja undir arðbærari og umhverfisvænni greinar og bæta með því lífskjör og mannlíf í landinu svo um munar.Tilvísanir: 1. Samanburður á slátrunar- og vinnslukostnaði landbúnaðarafurða á Íslandi og nágrannalöndum. Ritrýnd grein greinarhöfunda á vegum Félagsvísindastofnunar HÍ, Október 2016. 2. Vefurinn Betri landbúnaður, https://betrilandbunadur.wordpress.com/
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun