Virðingarvert en mögulega óheppilegt að fyrirtæki skaffi starfsfólki húsnæði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. apríl 2017 12:38 Það vantar 9.000 íbúðir á næstu þremur árum hér á landi til þess að mæta eftirspurninni á fasteignamarkaði. vísir/eyþór Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir það virðingarvert að fyrirtæki reyni að bregðast við erfiðri húsnæðisstöðu starfsfólks síns og skaffi því húsnæði. Starfsfólk geti hins vegar á sama tíma staðið hallari fæti gagnvart vinnuveitanda sínum. „Það má segja að það sé skiljanlegt að fyrirtæki reyni að bregðast við erfiðri húsnæðisstöðu og virðingarvert útaf fyrir sig að þau skili láta sig það varða. En ég myndi kannski almennt telja að þetta væri ekki endilega heppilegasta leiðin að starfsfólk sé háð atvinnurekandanum um húsnæði,“ segir Henný. Það geti komið fólki í erfiða stöðu og því heillavænlegast að stjórnvöld tækju þessi mál í sínar hendur.Henny Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ.Verslunin Ikea og Bláa lónið eru á meðal fyrirtækja sem hyggjast reisa fjölbýlishús til þess að tryggja starfsfólki sínu íbúðir, þó það sé ekki nýtt að fyrirtæki fari leiðir sem þessar. Aðspurð segir Henný þetta geta þýtt að starfsfólk standi höllum fæti gagnvart vinnuveitanda sínum. „Auðvitað getur sú staða komið upp. Þú ert bæði orðinn háður atvinnurekandanum um afkomu og húsnæði. Þannig að auðvitað getur þetta sett starfsfólk í erfiða stöðu, alveg klárlega. Almennt er þetta ekki heppilegasta leiðin þó maður skilji vel að menn skuli reyna að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin núna og er erfið fyrir marga,“ segir hún. Þá segir hún mál sem þessi reglulega koma á borð sambandsins. „Við vitum til þess að okkar stéttarfélög fái svona mál inn á borð til sín. Við þekkjum það í gegnum tíðina að atvinnurekendur útvegi starfsfólki húsnæði en frekar hefur það verið hjá starfsfólki í tímabundnum störfum. Og auðvitað hefur þetta skapað vanda og þetta eru mál sem reglulega koma inn á borð til okkar stéttarfélaga og þau munu að sjálfsögðu fylgjast með þessu áfram.“ Tengdar fréttir IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35 Framkvæmdastjóri IKEA: „Þetta á ekki að vera einhvers konar gettóblokk“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að bygging fjölbýlishúss sem fyrirtækið hyggst reisa fyrir starfsmenn sína hefjist í þessum mánuði. Ekki hefur verið ákveðið hvaða skilyrði þeir sem flytja inn í íbúðirnar þurfi að uppfylla til þess að geta leigt þær eða með hvaða hætti þeim verður úthlutað en Þórarinn segist telja að það verði mikil eftirspurn eftir því að búa í húsinu. 5. apríl 2017 19:00 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir það virðingarvert að fyrirtæki reyni að bregðast við erfiðri húsnæðisstöðu starfsfólks síns og skaffi því húsnæði. Starfsfólk geti hins vegar á sama tíma staðið hallari fæti gagnvart vinnuveitanda sínum. „Það má segja að það sé skiljanlegt að fyrirtæki reyni að bregðast við erfiðri húsnæðisstöðu og virðingarvert útaf fyrir sig að þau skili láta sig það varða. En ég myndi kannski almennt telja að þetta væri ekki endilega heppilegasta leiðin að starfsfólk sé háð atvinnurekandanum um húsnæði,“ segir Henný. Það geti komið fólki í erfiða stöðu og því heillavænlegast að stjórnvöld tækju þessi mál í sínar hendur.Henny Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ.Verslunin Ikea og Bláa lónið eru á meðal fyrirtækja sem hyggjast reisa fjölbýlishús til þess að tryggja starfsfólki sínu íbúðir, þó það sé ekki nýtt að fyrirtæki fari leiðir sem þessar. Aðspurð segir Henný þetta geta þýtt að starfsfólk standi höllum fæti gagnvart vinnuveitanda sínum. „Auðvitað getur sú staða komið upp. Þú ert bæði orðinn háður atvinnurekandanum um afkomu og húsnæði. Þannig að auðvitað getur þetta sett starfsfólk í erfiða stöðu, alveg klárlega. Almennt er þetta ekki heppilegasta leiðin þó maður skilji vel að menn skuli reyna að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin núna og er erfið fyrir marga,“ segir hún. Þá segir hún mál sem þessi reglulega koma á borð sambandsins. „Við vitum til þess að okkar stéttarfélög fái svona mál inn á borð til sín. Við þekkjum það í gegnum tíðina að atvinnurekendur útvegi starfsfólki húsnæði en frekar hefur það verið hjá starfsfólki í tímabundnum störfum. Og auðvitað hefur þetta skapað vanda og þetta eru mál sem reglulega koma inn á borð til okkar stéttarfélaga og þau munu að sjálfsögðu fylgjast með þessu áfram.“
Tengdar fréttir IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35 Framkvæmdastjóri IKEA: „Þetta á ekki að vera einhvers konar gettóblokk“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að bygging fjölbýlishúss sem fyrirtækið hyggst reisa fyrir starfsmenn sína hefjist í þessum mánuði. Ekki hefur verið ákveðið hvaða skilyrði þeir sem flytja inn í íbúðirnar þurfi að uppfylla til þess að geta leigt þær eða með hvaða hætti þeim verður úthlutað en Þórarinn segist telja að það verði mikil eftirspurn eftir því að búa í húsinu. 5. apríl 2017 19:00 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35
Framkvæmdastjóri IKEA: „Þetta á ekki að vera einhvers konar gettóblokk“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að bygging fjölbýlishúss sem fyrirtækið hyggst reisa fyrir starfsmenn sína hefjist í þessum mánuði. Ekki hefur verið ákveðið hvaða skilyrði þeir sem flytja inn í íbúðirnar þurfi að uppfylla til þess að geta leigt þær eða með hvaða hætti þeim verður úthlutað en Þórarinn segist telja að það verði mikil eftirspurn eftir því að búa í húsinu. 5. apríl 2017 19:00
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent