Sjá til hvað Ólafur hafi fram að færa sem hann hafi ekki tjáð rannsóknarnefndinni Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. apríl 2017 15:51 Jón Steindór Valdimarsson, fyrsti varaformaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, og þingmaður Viðreisnar, er framsögumaður nefndarinnar og leiðir afgreiðslu á málum tengndum sölu Búnaðarbankans Vísir/Anton/Vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tekur ákvörðun um það eftir páska hvort Ólafur Ólafsson fjárfestir fær fund með nefndinni til að tjá sig um einkavæðingu Búnaðarbankans sem gerð var fyrir tæpum 15 árum, en Ólafur óskaði eftir slíkum fundi í gær. Í síðasta mánuði kom út skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska banka Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans. Var það niðurstaða nefndarinnar að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekkt þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlutum í Búnaðarbankanum. Var það jafnframt niðurstaða nefndarinnar að Ólafur Ólafsson hafi stýrt fléttunni um að komu Hauck & Aufhäuser frá A til Ö. Í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér í gær segir að ann hafi farið yfir öll aðgengileg gögn er tengjast málinu síðan skýrslan kom út. Hann telji mikilvægt að kasta ljósi á nýjar upplýsingar sem hann hafði ekki fengið aðgang að áður.Sjá einnig: Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sigJón Steindór Valdimarsson, fyrsti varaformaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, og þingmaður Viðreisnar, er framsögumaður nefndarinnar og leiðir afgreiðslu á málum tengdum sölu Búnaðarbankans. Jón segir að málið verði tekið fyrir eftir páskafrí þingmanna. „Við auðvitað skoðum þessa beiðni eins og allar aðrar sem okkur berast. Ólafur var nú tregur til að ræða við rannsóknarnefndina sjálfa þannig að það eru einhver sinnaskipti í loftinu. Við skulum sjá hvað þau þýða,“ segir Jón Steindór. „Ef að hann hefur eitthvað nýtt fram að færa sem ekki var í rannsóknarskýrslunni þá er auðvitað sjálfsagt, finnst mér, að tala við manninn. En við skulum sjá til og hvað hann hefur fram að færa sem hann hefur ekki tjáð rannsóknarnefndinni,“ segir Jón Steindór. Fari svo að Ólafur fundi með nefndinni sé líklegt að fundurinn yrði opinn fjölmiðlum. „Það hafur engin ákvörðun verið tekinn um það en það kann vel að vera það væri skynsamlegast ío ljósi allra aðstæðna að hafa þann fund opinn til að allir geti fylgst með fundinum.“ Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33 Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sig Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur farið fram á það við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, að fá að tjá sig fyrir nefndinni um einkavæðingu Búnaðarbankans. 13. apríl 2017 07:00 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tekur ákvörðun um það eftir páska hvort Ólafur Ólafsson fjárfestir fær fund með nefndinni til að tjá sig um einkavæðingu Búnaðarbankans sem gerð var fyrir tæpum 15 árum, en Ólafur óskaði eftir slíkum fundi í gær. Í síðasta mánuði kom út skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska banka Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans. Var það niðurstaða nefndarinnar að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekkt þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlutum í Búnaðarbankanum. Var það jafnframt niðurstaða nefndarinnar að Ólafur Ólafsson hafi stýrt fléttunni um að komu Hauck & Aufhäuser frá A til Ö. Í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér í gær segir að ann hafi farið yfir öll aðgengileg gögn er tengjast málinu síðan skýrslan kom út. Hann telji mikilvægt að kasta ljósi á nýjar upplýsingar sem hann hafði ekki fengið aðgang að áður.Sjá einnig: Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sigJón Steindór Valdimarsson, fyrsti varaformaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, og þingmaður Viðreisnar, er framsögumaður nefndarinnar og leiðir afgreiðslu á málum tengdum sölu Búnaðarbankans. Jón segir að málið verði tekið fyrir eftir páskafrí þingmanna. „Við auðvitað skoðum þessa beiðni eins og allar aðrar sem okkur berast. Ólafur var nú tregur til að ræða við rannsóknarnefndina sjálfa þannig að það eru einhver sinnaskipti í loftinu. Við skulum sjá hvað þau þýða,“ segir Jón Steindór. „Ef að hann hefur eitthvað nýtt fram að færa sem ekki var í rannsóknarskýrslunni þá er auðvitað sjálfsagt, finnst mér, að tala við manninn. En við skulum sjá til og hvað hann hefur fram að færa sem hann hefur ekki tjáð rannsóknarnefndinni,“ segir Jón Steindór. Fari svo að Ólafur fundi með nefndinni sé líklegt að fundurinn yrði opinn fjölmiðlum. „Það hafur engin ákvörðun verið tekinn um það en það kann vel að vera það væri skynsamlegast ío ljósi allra aðstæðna að hafa þann fund opinn til að allir geti fylgst með fundinum.“
Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33 Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sig Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur farið fram á það við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, að fá að tjá sig fyrir nefndinni um einkavæðingu Búnaðarbankans. 13. apríl 2017 07:00 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33
Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sig Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur farið fram á það við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, að fá að tjá sig fyrir nefndinni um einkavæðingu Búnaðarbankans. 13. apríl 2017 07:00
„Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54
Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00