Reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. apríl 2017 13:45 "Allavega miðað við það sem maður hefur heyrt þá virðist þetta ekki alltaf vera sama ökutækið en hvort þetta sé sami aðilinn sem hefur aðgang að mismunandi ökutækjum, það getur vel verið." vísir/daníel Í gær reyndi karlmaður að lokka 9 ára dreng upp í bíl til sín á Völlunum í Hafnarfirði. Faðir drengs segir ástandið slæmt og að fleiri tilvik hafi komið upp að undanförnu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur slík mál. Drengurinn, sem er 9 ára gamall, var á leið heim til vinar síns þegar atvikið átti sér stað. Faðir drengsins, sem ekki vill koma fram undir nafni drengsins vegna, segir hann hafa brugðist hárrétt við. „Hann var að fara að hlaupa til vinar síns. Við búum á Völlunum í Hafnarfirði en vinur hans býr í Áslandinu. Þetta gerist neðst í götunni okkar. Það er maður á vinnubíl sem reynir að lokka hann til sín og segist vera með fullt af nammi í bílnum og fartölvur hvort hann vilji ekki koma til sín. Sem betur fer brást hann hárrétt við og hljóp eins og fætur toguðu upp í Ásland,“ segir faðir drengsins. Málið var tilkynnt til lögreglu skömmu síðar sem tók skýrslu af drengnum sem gat lýst manninum vel. Hann sé í kring um fimmtugt, þrekvaxinn og með skegg. Faðir drengsins segir atvikið ekki vera það fyrsta sem hafi komið upp í hverfinu. „Því miður. Það eru ekki nema tvær vikur síðan skólastjórinn sendi út tilkynningu til allra foreldra um að fólk skyldi vera á varðbergi út af þessari hættu af því það hefði verið reynt að lokka börn upp í bíl við skólann,“ segir faðirinn. Þá hafa skapast töluverðar umræður um mál af þessu tagi á Facebook- hópnum Vellirnir þar sem fram kemur að fleiri börn hafi að undanförnu lent í því að karlmaður reyni að tæla þau inn í bíl til sín. „Allavega miðað við það sem maður hefur heyrt þá virðist þetta ekki alltaf vera sama ökutækið en hvort þetta sé sami aðilinn sem hefur aðgang að mismunandi ökutækjum, það getur vel verið,“ segir faðir drengsins og bætir við að það sé mikið sjokk fyrir foreldra að barnið lendi í svona. Hann segir umræðu hafa skapast meðal foreldra í hverfinu að settar verði upp eftirlitsmyndavélar. Í samtali við fréttastofu segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að embættið sé með nokkur slík mál úr Hafnarfirði til rannsóknar. Málin séu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem um nokkur mál sé að ræða og þau varði ofbeldi gegn börnum. Hann segir að engin liggi undir grun eins og staðan er í dag en að lögreglan sé að reyna komast að því hvaða bíla um ræði. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Í gær reyndi karlmaður að lokka 9 ára dreng upp í bíl til sín á Völlunum í Hafnarfirði. Faðir drengs segir ástandið slæmt og að fleiri tilvik hafi komið upp að undanförnu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur slík mál. Drengurinn, sem er 9 ára gamall, var á leið heim til vinar síns þegar atvikið átti sér stað. Faðir drengsins, sem ekki vill koma fram undir nafni drengsins vegna, segir hann hafa brugðist hárrétt við. „Hann var að fara að hlaupa til vinar síns. Við búum á Völlunum í Hafnarfirði en vinur hans býr í Áslandinu. Þetta gerist neðst í götunni okkar. Það er maður á vinnubíl sem reynir að lokka hann til sín og segist vera með fullt af nammi í bílnum og fartölvur hvort hann vilji ekki koma til sín. Sem betur fer brást hann hárrétt við og hljóp eins og fætur toguðu upp í Ásland,“ segir faðir drengsins. Málið var tilkynnt til lögreglu skömmu síðar sem tók skýrslu af drengnum sem gat lýst manninum vel. Hann sé í kring um fimmtugt, þrekvaxinn og með skegg. Faðir drengsins segir atvikið ekki vera það fyrsta sem hafi komið upp í hverfinu. „Því miður. Það eru ekki nema tvær vikur síðan skólastjórinn sendi út tilkynningu til allra foreldra um að fólk skyldi vera á varðbergi út af þessari hættu af því það hefði verið reynt að lokka börn upp í bíl við skólann,“ segir faðirinn. Þá hafa skapast töluverðar umræður um mál af þessu tagi á Facebook- hópnum Vellirnir þar sem fram kemur að fleiri börn hafi að undanförnu lent í því að karlmaður reyni að tæla þau inn í bíl til sín. „Allavega miðað við það sem maður hefur heyrt þá virðist þetta ekki alltaf vera sama ökutækið en hvort þetta sé sami aðilinn sem hefur aðgang að mismunandi ökutækjum, það getur vel verið,“ segir faðir drengsins og bætir við að það sé mikið sjokk fyrir foreldra að barnið lendi í svona. Hann segir umræðu hafa skapast meðal foreldra í hverfinu að settar verði upp eftirlitsmyndavélar. Í samtali við fréttastofu segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að embættið sé með nokkur slík mál úr Hafnarfirði til rannsóknar. Málin séu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem um nokkur mál sé að ræða og þau varði ofbeldi gegn börnum. Hann segir að engin liggi undir grun eins og staðan er í dag en að lögreglan sé að reyna komast að því hvaða bíla um ræði.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira