Aukið eftirlit vegna tilrauna til að tæla börn upp í bíl Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. apríl 2017 18:30 Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði Karlmaður reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl til sín á Völlunum í Hafnarfirði í gær. Níu slík tilvik hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu á síðustu fjórum vikum og þar af fimm í Hafnarfirði. Faðir drengsins segir hann hafa brugðist hárrétt við. Drengurinn var á leið heim til vinar síns þegar atvikið átti sér stað á Kirkjuvöllum í Hafnarfirði. Faðir drengsins, sem ekki vill koma fram undir nafni drengsins vegna, segir hann hafa brugðist hárrétt við. „Hann var að fara að hlaupa til vinar síns. Við búum á Völlunum í Hafnarfirði en vinur hans býr í Áslandinu. Þetta gerist neðst í götunni okkar. Það er maður á vinnubíl sem reynir að lokka hann til sín og segist vera með fullt af nammi í bílnum og fartölvur, hvort hann vilji ekki koma til sín. Sem betur fer brást hann hárrétt við og hljóp eins og fætur toguðu upp í Ásland,“ segir faðir drengsins. Atvikið var tilkynnt til lögreglu skömmu síðar sem tók skýrslu af drengnum. Drengurinn lýsti manninum sem þrekvöxnum karlmanni í kringum fimmtugt með skegg. Atvikið í gær er ekki það fyrsta sem kemur upp í hverfinu. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að fimm mál hafi komið upp í Hafnarfirði á síðustu fórum vikum þar sem tilkynnt hefur verið um tilraun til að reyna tæla barn upp í bíl. Málin séu níu á höfuðborgarsvæðinu. Enginn hafi verið handtekinn vegna málanna en rætt hafi verið við einn mann sem talinn er eiga aðild að einhverjum málanna. „Sem við teljum að eigi allavega tvær tilkynningar hér í Hafnarfirði og eitthvað annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur komið við sögu áður í svipuðum málum,“ segir Margeir og bætir við að lögreglan hafi aukið eftirlit á þeim svæðum sem tilkynningarnar hafa borist frá. Margeir segir að rannsókn málsins sem kom upp á Völlunum í gær sé í fullum gangi. Tengdar fréttir Reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur slík mál. 16. apríl 2017 13:45 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Karlmaður reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl til sín á Völlunum í Hafnarfirði í gær. Níu slík tilvik hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu á síðustu fjórum vikum og þar af fimm í Hafnarfirði. Faðir drengsins segir hann hafa brugðist hárrétt við. Drengurinn var á leið heim til vinar síns þegar atvikið átti sér stað á Kirkjuvöllum í Hafnarfirði. Faðir drengsins, sem ekki vill koma fram undir nafni drengsins vegna, segir hann hafa brugðist hárrétt við. „Hann var að fara að hlaupa til vinar síns. Við búum á Völlunum í Hafnarfirði en vinur hans býr í Áslandinu. Þetta gerist neðst í götunni okkar. Það er maður á vinnubíl sem reynir að lokka hann til sín og segist vera með fullt af nammi í bílnum og fartölvur, hvort hann vilji ekki koma til sín. Sem betur fer brást hann hárrétt við og hljóp eins og fætur toguðu upp í Ásland,“ segir faðir drengsins. Atvikið var tilkynnt til lögreglu skömmu síðar sem tók skýrslu af drengnum. Drengurinn lýsti manninum sem þrekvöxnum karlmanni í kringum fimmtugt með skegg. Atvikið í gær er ekki það fyrsta sem kemur upp í hverfinu. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að fimm mál hafi komið upp í Hafnarfirði á síðustu fórum vikum þar sem tilkynnt hefur verið um tilraun til að reyna tæla barn upp í bíl. Málin séu níu á höfuðborgarsvæðinu. Enginn hafi verið handtekinn vegna málanna en rætt hafi verið við einn mann sem talinn er eiga aðild að einhverjum málanna. „Sem við teljum að eigi allavega tvær tilkynningar hér í Hafnarfirði og eitthvað annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur komið við sögu áður í svipuðum málum,“ segir Margeir og bætir við að lögreglan hafi aukið eftirlit á þeim svæðum sem tilkynningarnar hafa borist frá. Margeir segir að rannsókn málsins sem kom upp á Völlunum í gær sé í fullum gangi.
Tengdar fréttir Reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur slík mál. 16. apríl 2017 13:45 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur slík mál. 16. apríl 2017 13:45