Fólk fari ekki af stað sé það ekki vetrarbúið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. apríl 2017 13:07 Einn bíll með tengivagn fór út af Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli á tólfta tímanum. Vísir/Jóhann Óli Veður er tekið að versna á sunnan og vestanverðu landinu en spá um storm og hríðarveður á fjallvegum virðist ætla að ganga eftir. Björgunarsveitir eru nú í viðbragðsstöðu og þeir sem hyggja á ferðalög eru beðnir um að fylgjast vel með veðri og færð áður en lagt er af stað. Veður tók að versna á Hellisheiði upp úr klukkan níu í morgun og núna í hádeginu á að vera snjóbylur. Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur segir spánna vera ganga eftir í öllum megin atriðum. „Mér sýnist það í megin atriðum að þá sé hún að ganga eftir. Það er orðið hvasst sunnan- og vestanlands og úrkoman er byrjuð en hún er reyndar enn þá slydda eða snjókoma hérna við sjávarmál á höfuðborgarsvæðinu en það mun nú hlýna dálítið. Það eru nú ekki mikil hlýindi í þessu, það verður hugsanlega slydda á láglendi sum staðar en það verður hvasst í allan dag. Hann er enn að hvessa,“ segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur.Gengur ekki niður fyrr en seint í kvöld Haraldur segir að veðrið á suður- og vesturlandi komi ekki til með að ganga niður fyrr en um klukkan tíu í kvöld. „Það er nú á þessum klassísku stöðum sem eru slæmir í suðaustanátt. Það er á þjóðleiðinni frá Reykjavík og í Borgarnes bæði undir Hafnarfjalli og undir Esjunni. Þar er nú ekki hálka en það er mjög hvass og hviðurnar undir Hafnarfjalli þær fara vel yfir fjörutíu metra á sekúndu. Og á norðanverður Snæfellsnesi verður líka mjög slæmt,“ segir Haraldur. Haraldur segir að skilyrði á Hellisheiði verði slæm í allan dag. „Það verður hríðarveður þar í allan dag. Það er enn að hvessa ég efast um að það sé svo hlýtt í þessu að hann nái almennilega að fara yfir í rigningu. Það getur verið að snjórinn blotni eitthvað en það verði ekki eins slæmt skyggni þegar líður en ég held það verðir afleitt veður þar í allan dag og fram á kvöld. Ef menn hafa tök á því að bíða þangað til í kvöld þá er það auðvitað betra,“ segir Haraldur.Á þessi lægð eftir að ganga svona yfir landið allt?„Já hann verður slæmur á norður- og norðausturlandi í kvöld og nótt en ekki eins slæmur og sunnan- og vestanlands,“ segir Haraldur. Vegna veðursins eru björgunarsveitir í viðbragðsstöðu. „Sem betur fer hefur fólk tekið mark á veðurspám undanfarið og hagað ferðum sínum þannig. Það er þannig eins og við vitum að það er ekkert ferðaveður úti núna. Það er komið upp í þrjátíu metra á sekúndu upp á Hellisheiði, skafrenningur og hálka. Það eru þrjátíu metrar á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli en svo gengur þetta bara yfir Vesturlandið og Holtavörðuheiðin verður orðin slæm um miðjan dag og svo framvegis. Þetta vitum við öll og ég vona bara að fólk hafi hagað ferðum sínum samkvæmt þessu,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Óveðri spáð á Kjalarnesi og Grindavíkurvegi Einn bíll með tengivagn fór út af Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli á tólfta tímanum og er lögreglan á vettvangi. Ekki hafa fengist upplýsingar hvort einhver hafi slasast. Vegagerðin ráðgerir ekki að loka vegum eins og staðan er vegna lægðarinnar sem gengur yfir landið. Hríðarveður á að ganga yfir helstu fjallvegi landsins í dag og ekki búist við að færð komi til með að spillast. „Það verður hvasst bæði við Hafnarfjall og Kjalarnes þegar líður á morguninn og þá er verið að tala um allt að 40-45 m/s. um hádegi og þetta ætti að ná hámarki síðdegis. En fyrir norðan og vestan ætti veðrið ekki að vera byrja fyrr en milli klukkan þrjú og fjögur í dag,“ segir Kristinn Jónsson, deildarstjóri umferðarþjónustu hjá Vegagerðinni. Á Steingrímsfjarðarheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Þverárfjalli og Öxnadalsheiði versnar veður með skafrenningi og ofankomu á milli klukkan þrjú og fjögur í dag. Þá verður einnig blint með köflum á Möðrudalsöræfum þegar líður á daginn. Einnig er spáð óveðri á Kjalarnesi og Grindavíkurvegi. Á Vesturlandi er víðast autt en hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Kristinn hvetur fólk til þess að leggja ekki af stað nema það sé vel búið. „Ef það er ekki vetrarbúið þá mundi ég alls ekki leggja af stað,“ segir Kristinn. Svona miðað við spánna gerir Vegagerðin ráð fyrir að loka einhverjum vegum í dag? „Við verum bara að sjá hvað gerist. Það var ekkert fyrir fram ákveðið eða gerð plön um það,“ segir Kristinn.Margir á ferðinni í gær Um helgina fór fram tónlistarhátíðin Aldrei Fór ég suður á Ísafirði og segir Kristinn að margir hafi haft varan á í gær og lagt fyrr af stað í bæinn. „Það voru allavega einhverjir sex hundruð bílar sem fóru frá Ísafirði í gær,“ segir Kristinn.Er það meira en um páskana í fyrra?„Meira en á Páskadag í fyrra. Páskadagur hefur ekki verið mikill ferðadagur. Það hefur verið annar í Páskum,“ segir Kristinn. Flugfélag Íslands flýtti ferðum frá Ísafirði í morgun til þess að koma sem flestum í bæinn áður en veður versnar. Hafdís Sveinsdóttir þjónustustjóri hjá Flugfélagi Íslands segir ómögulegt að segja til um hvernig flug verður eftir hádegi. „Við erum að reyna fara fyrr til þess að koma sem flestum í bæinn ef það skyldi lokast seinnipartinn,“ segir Hafdís. Flugfélag Íslands ráðgerði að fara fimm ferðir frá Ísafirði í dag og voru alla vélar full bókaðar. Hafdís hvetur fólk til þess að fylgjast með flugupplýsingum. „Það er voðalega gott að fara inn á heimasíðuna okkar flugfelag.is og svo erum við eins á inni á Textavarpinu á blaðsíðu 423“, segir Hafdís Sveinsdóttir, þjónustustjóri hjá Flugfélagi Íslands. Veður Tengdar fréttir Spá um storm ætlar að ganga eftir Spá um storm og hríðarveður á fjallvegum virðist ætla að ganga eftir í öllum meginatriðum samkvæmt veðurfræðingi hjá Vegagerðinni. 17. apríl 2017 09:31 Fylgstu með veðrinu á gagnvirku korti Spáð er stormi og hríðarveðri á landinu í dag. 17. apríl 2017 10:09 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Veður er tekið að versna á sunnan og vestanverðu landinu en spá um storm og hríðarveður á fjallvegum virðist ætla að ganga eftir. Björgunarsveitir eru nú í viðbragðsstöðu og þeir sem hyggja á ferðalög eru beðnir um að fylgjast vel með veðri og færð áður en lagt er af stað. Veður tók að versna á Hellisheiði upp úr klukkan níu í morgun og núna í hádeginu á að vera snjóbylur. Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur segir spánna vera ganga eftir í öllum megin atriðum. „Mér sýnist það í megin atriðum að þá sé hún að ganga eftir. Það er orðið hvasst sunnan- og vestanlands og úrkoman er byrjuð en hún er reyndar enn þá slydda eða snjókoma hérna við sjávarmál á höfuðborgarsvæðinu en það mun nú hlýna dálítið. Það eru nú ekki mikil hlýindi í þessu, það verður hugsanlega slydda á láglendi sum staðar en það verður hvasst í allan dag. Hann er enn að hvessa,“ segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur.Gengur ekki niður fyrr en seint í kvöld Haraldur segir að veðrið á suður- og vesturlandi komi ekki til með að ganga niður fyrr en um klukkan tíu í kvöld. „Það er nú á þessum klassísku stöðum sem eru slæmir í suðaustanátt. Það er á þjóðleiðinni frá Reykjavík og í Borgarnes bæði undir Hafnarfjalli og undir Esjunni. Þar er nú ekki hálka en það er mjög hvass og hviðurnar undir Hafnarfjalli þær fara vel yfir fjörutíu metra á sekúndu. Og á norðanverður Snæfellsnesi verður líka mjög slæmt,“ segir Haraldur. Haraldur segir að skilyrði á Hellisheiði verði slæm í allan dag. „Það verður hríðarveður þar í allan dag. Það er enn að hvessa ég efast um að það sé svo hlýtt í þessu að hann nái almennilega að fara yfir í rigningu. Það getur verið að snjórinn blotni eitthvað en það verði ekki eins slæmt skyggni þegar líður en ég held það verðir afleitt veður þar í allan dag og fram á kvöld. Ef menn hafa tök á því að bíða þangað til í kvöld þá er það auðvitað betra,“ segir Haraldur.Á þessi lægð eftir að ganga svona yfir landið allt?„Já hann verður slæmur á norður- og norðausturlandi í kvöld og nótt en ekki eins slæmur og sunnan- og vestanlands,“ segir Haraldur. Vegna veðursins eru björgunarsveitir í viðbragðsstöðu. „Sem betur fer hefur fólk tekið mark á veðurspám undanfarið og hagað ferðum sínum þannig. Það er þannig eins og við vitum að það er ekkert ferðaveður úti núna. Það er komið upp í þrjátíu metra á sekúndu upp á Hellisheiði, skafrenningur og hálka. Það eru þrjátíu metrar á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli en svo gengur þetta bara yfir Vesturlandið og Holtavörðuheiðin verður orðin slæm um miðjan dag og svo framvegis. Þetta vitum við öll og ég vona bara að fólk hafi hagað ferðum sínum samkvæmt þessu,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Óveðri spáð á Kjalarnesi og Grindavíkurvegi Einn bíll með tengivagn fór út af Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli á tólfta tímanum og er lögreglan á vettvangi. Ekki hafa fengist upplýsingar hvort einhver hafi slasast. Vegagerðin ráðgerir ekki að loka vegum eins og staðan er vegna lægðarinnar sem gengur yfir landið. Hríðarveður á að ganga yfir helstu fjallvegi landsins í dag og ekki búist við að færð komi til með að spillast. „Það verður hvasst bæði við Hafnarfjall og Kjalarnes þegar líður á morguninn og þá er verið að tala um allt að 40-45 m/s. um hádegi og þetta ætti að ná hámarki síðdegis. En fyrir norðan og vestan ætti veðrið ekki að vera byrja fyrr en milli klukkan þrjú og fjögur í dag,“ segir Kristinn Jónsson, deildarstjóri umferðarþjónustu hjá Vegagerðinni. Á Steingrímsfjarðarheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Þverárfjalli og Öxnadalsheiði versnar veður með skafrenningi og ofankomu á milli klukkan þrjú og fjögur í dag. Þá verður einnig blint með köflum á Möðrudalsöræfum þegar líður á daginn. Einnig er spáð óveðri á Kjalarnesi og Grindavíkurvegi. Á Vesturlandi er víðast autt en hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Kristinn hvetur fólk til þess að leggja ekki af stað nema það sé vel búið. „Ef það er ekki vetrarbúið þá mundi ég alls ekki leggja af stað,“ segir Kristinn. Svona miðað við spánna gerir Vegagerðin ráð fyrir að loka einhverjum vegum í dag? „Við verum bara að sjá hvað gerist. Það var ekkert fyrir fram ákveðið eða gerð plön um það,“ segir Kristinn.Margir á ferðinni í gær Um helgina fór fram tónlistarhátíðin Aldrei Fór ég suður á Ísafirði og segir Kristinn að margir hafi haft varan á í gær og lagt fyrr af stað í bæinn. „Það voru allavega einhverjir sex hundruð bílar sem fóru frá Ísafirði í gær,“ segir Kristinn.Er það meira en um páskana í fyrra?„Meira en á Páskadag í fyrra. Páskadagur hefur ekki verið mikill ferðadagur. Það hefur verið annar í Páskum,“ segir Kristinn. Flugfélag Íslands flýtti ferðum frá Ísafirði í morgun til þess að koma sem flestum í bæinn áður en veður versnar. Hafdís Sveinsdóttir þjónustustjóri hjá Flugfélagi Íslands segir ómögulegt að segja til um hvernig flug verður eftir hádegi. „Við erum að reyna fara fyrr til þess að koma sem flestum í bæinn ef það skyldi lokast seinnipartinn,“ segir Hafdís. Flugfélag Íslands ráðgerði að fara fimm ferðir frá Ísafirði í dag og voru alla vélar full bókaðar. Hafdís hvetur fólk til þess að fylgjast með flugupplýsingum. „Það er voðalega gott að fara inn á heimasíðuna okkar flugfelag.is og svo erum við eins á inni á Textavarpinu á blaðsíðu 423“, segir Hafdís Sveinsdóttir, þjónustustjóri hjá Flugfélagi Íslands.
Veður Tengdar fréttir Spá um storm ætlar að ganga eftir Spá um storm og hríðarveður á fjallvegum virðist ætla að ganga eftir í öllum meginatriðum samkvæmt veðurfræðingi hjá Vegagerðinni. 17. apríl 2017 09:31 Fylgstu með veðrinu á gagnvirku korti Spáð er stormi og hríðarveðri á landinu í dag. 17. apríl 2017 10:09 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Spá um storm ætlar að ganga eftir Spá um storm og hríðarveður á fjallvegum virðist ætla að ganga eftir í öllum meginatriðum samkvæmt veðurfræðingi hjá Vegagerðinni. 17. apríl 2017 09:31
Fylgstu með veðrinu á gagnvirku korti Spáð er stormi og hríðarveðri á landinu í dag. 17. apríl 2017 10:09
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent